Handbolti

Gat lítið í úrslitaleiknum en samt valin best á HM

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Stine Oftedal reynir skot að marki Frakka í úrslitaleik HM í gær.
Stine Oftedal reynir skot að marki Frakka í úrslitaleik HM í gær. vísir/getty
Stine Bredal Oftedal, leikstjórnandi norska kvennalandsliðsins í handbolta, var valin besti leikmaður HM í Þýskalandi sem lauk í gær.

Oftedal spilaði frábærlega á HM, allt þar til kom að úrslitaleiknum gegn Frakklandi. Þar náði hún sér engan veginn á strik og skoraði aðeins eitt mark úr sjö skotum. Noregur tapaði leiknum 23-21.

Oftedal skoraði alls 44 mörk á HM og var fimmti markahæsti leikmaður mótsins. Samherji hennar, Nora Mørk, var markahæst með 66 mörk.

Þrátt fyrir að vera valin best á HM var Oftedal ekki í úrvalsliði mótsins. Heimsmeistarar Frakka áttu tvo fulltrúa í úrvalsliðinu sem og silfurlið Norðmanna og bronslið Hollendinga. Svíþjóð átti einnig einn fulltrúa í úrvalsliðinu.

Úrvalslið HM 2017:

Markvörður: Katrine Lunde, Noregi

Vinstra horn: Siraba Dembélé, Frakklandi

Vinstri skytta: Lois Abbingh, Hollandi

Leikstjórnandi: Grace Zaadi, Frakklandi

Hægri skytta: Nora Mørk, Hollandi

Hægra horn: Nathalie Hagman, Svíþjóð

Línumaður: Yvette Broch, Hollandi


Tengdar fréttir

Norska liðinu undir stjórn Þóris mistókst að verja gullið

Norska landsliðið í handbolta undir stjórn Þóris Hergeirssonar þurfti að sætta sig við silfur í úrslitaleik HM í handbolta sem lauk nú rétt í þessu en leiknum lauk með 23-21 sigri franska liðsins sem spilaði frábæra vörn í leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×