Handbolti

Sjöundi bikarmeistaratitill Barcelona í röð

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Barcelona fagnar í gær.
Barcelona fagnar í gær. Vísir/AFP
Barcelona varð í gær spænskur bikarmeistari í handbolta sjöunda árið í röð með öruggum sigri á Ademar Leon, 28-22.

Þetta var fyrsti titill Arons Pálmarssonar með liðinu en hann gekk í raðir Börsunga í síðasta mánuði.

Sigur Barcelona var aldrei í hættu en liðið var með fjögurra marka forystu í hálfleik, 15-11. Gonzalo Perez de Vargas átti góðan leik í marki liðsins.

Aron skoraði ekki í leiknum en markahæstir hjá Barcelona voru Valero Rivera og Timothy N’Guessan með sex mörk hvor.

Barcelona hefur haft mikla yfirburði á Spáni síðan 2010 og unnið tvöfalt heima fyrir öll ár síðan. Þetta var 21. bikarmeistaratitill félagsins en sem er met á Spáni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×