Handbolti

María stendur við bakið á pabba sínum: Fyrir mér ertu alltaf konungurinn

Þórir á hliðarlínunni í dag.
Þórir á hliðarlínunni í dag. Vísir/AFP
María Þórisdóttir, landsliðskona Noregs og leikmaður Chelsea í knattspyrnu, sendi pabba sínum kveðju eftir að norska kvennalandsliðið þurfti að sætta sig við silfur á HM í handbolta.

Undir stjórn Þóris hefur norska landsliðið sankað að sér verðlaunum og en hann hefur stýrt því til sigurs á HM, EM og Ólympíuleikunum.

Noregur þurfti að horfa á eftir gullverðlaununum til Frakklands í dag eftir 20-22 tap í Þýskalandi en Noregur hafði titil að verja á mótinu.

Fyrir vikið er mikil pressa á honum fyrir hvert mót og virðist hann hafa sett sjálfur pressu á sjálfan sig fyrir mótið er marka má skrif Maríu á Twitter rétt í þessu. Segir hún:

„Á hverju ári segir þú annað hvort kem ég heim sem hálfviti eða konungur. Fyrir mér ertu alltaf konungur. Til hamingju með silfrið og góða ferð heim.“


Tengdar fréttir

Norska liðinu undir stjórn Þóris mistókst að verja gullið

Norska landsliðið í handbolta undir stjórn Þóris Hergeirssonar þurfti að sætta sig við silfur í úrslitaleik HM í handbolta sem lauk nú rétt í þessu en leiknum lauk með 23-21 sigri franska liðsins sem spilaði frábæra vörn í leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×