Handbolti

Hollendingar hirtu bronsið á HM

Dagur Lárusson skrifar
Hollensku stelpurnar fagna.
Hollensku stelpurnar fagna. vísir/AFP
Holland og Svíþjóð mættust bronsleiknum á HM kvenna í dag en fyrrnefnda liðið hafði betur, 24-21.

Það voru Hollendingarnir sem voru sterkari aðilinn í þessum leik framan af og fóru með örugga forystu til búningsklefa að loknum fyrri hálfleiknum, 14-8.

Svíar mættu ákveðnir til leiks í síðari hálfleiknum og minnkuðu muninn smátt og smátt þar til að staðan var orðin jöfn, 16-16, og stundarfjórðungur eftir.

Lokakaflinn var æsispennandi þar sem liðin skiptust á að vera með forystuna og Broch, leikmaður Hollands, fékk að líta rauða spjaldið. En það voru að lokum Hollendingar sem unnu sigur 24-21 og enduðu því í 3. sæti mótsins.

Úrslitaleikur mótsins hefst kl 16:30 en þar mætast Noregur og Frakkland.


Tengdar fréttir

Noregur í úrslitaleikinn með stæl

Þórir Hergeirsson er kominn með norska kvennalandsliðið í úrslit á HM eftir magnaðan 32-23 sigur á Hollandi í undanúrslitaleik í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×