Handbolti

Ragnar skoraði fjögur í tapi gegn Rúnari og félögum

Dagur Lárusson skrifar
Ragnar skoraði fjögur mörk.
Ragnar skoraði fjögur mörk. vísir/Vilhelm
Það var Íslendingaslagur í þýska handboltanum í dag þegar Hannover-Burgdorf og Huttenberg mættust.

Rúnar Kárason var í eldlínunni fyrir Hannover-Burgdorf og Ragnar Jóhannson fyrir Huttenberg.

Það var Hannover-Burgdorf sem byrjaði leikinn betur og komust á tímabili í stöðuna í 14-8 en þá hafði Ragnar skorað 3 mörk fyrir Huttenberg.

Huttenberg sótti í sig veðrið þegar líða fór á fyrri hálfleikinn og náði að minnka muninn í þrjú mörk áður en flautað var til leikhlés og var staðan þá 15-12.

Í seinni hálfleiknum tók Hannover-Burgdorf völdin á vellinum á nýjan leik og vann að lokum sigur 32-25.

Ragnar Jóhannsson skoraði 4 mörk fyrir Huttenberg en Rúnar Kárason skoraði ekkert. Eftir leikinn er Hannover-Burgdorf í 4. sæti deildarinnar með 24 stig á meðan Huttenberg er í 16. sæti með 7 stig.

Úrslit dagsins:

Hannover-Burgdorf 32-25 Huttenberg

HSG Wetzlar 19-24 Flensburg

Melsungen 27-30 Goppingen




Fleiri fréttir

Sjá meira


×