Stofnvísitala þorsks aldrei mælst hærri Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. desember 2017 13:50 Þessar mælingar nú renna stoðum undir það að staða þorskstofnsins sé góð en mælingin sé þó aðeins af þremur meginþáttum sem Hafró notar til þess að ákveða stofnmörk hvers árs. vísir/stefán Stofnvísitala þorsks hefur aldrei mælst hærri í stofnmælingum botnfiska að haustlagi en nú en mælingarnar hófust árið 1996. Þá er stofnvísitala gullkarfa einnig sú hæsta síðan mælingar hófust en vísitala ýsu er nú nálægt meðaltali tímabilsins. Guðmundur Þórðarson, sviðsstjóri botnsjávarlífríkissviðs Hafrannsóknastofnunar, segir að niðurstöðurnar varðandi þorskinn séu mjög jákvæðar. Þessar mælingar nú renni stoðum undir það að staða stofnsins sé góð en mælingin sé þó aðeins af þremur meginþáttum sem Hafró notar til þess að ákveða stofnmörk hvers árs. Hinir þættirnir tveir eru stofnmæling að vori og svo gögn frá fiskiskipum. „Það sem er jákvætt við þetta er að þetta hækkar í ár en þetta lækkaði aðeins í fyrra. Fyrstu vísbendingar um árganginn 2017 er að hann sé svona við meðallag sem er mjög jákvætt,“ segir Guðmundur í samtali við Vísi. Annað sem kom út úr mælingum Hafró í ár er að vísitala veiðistofns djúpkarfa hefur hækkað undanfarin ár eftir að hafa náð sögulegu lágmarki en nýliðun er þó áfram mjög léleg. „Vísitala veiðistofns grálúðu hefur hækkað jafnt og þétt frá árinu 2006 þegar hún var í lágmarki. Stofnvísitölur margra tegunda, eins og ufsa, langlúru, skarkola, þykkvalúru, keilu, löngu, gulllax og litla karfa mældust háar og í mörgum tilfellum þær hæstu frá árinu 1996. Stofnar hlýra, tindaskötu og skrápflúru eru hinsvegar í sögulegu lágmarki,“ segir í tilkynningu Hafrannsóknastofnunar. Stofnmæling botnfiska að haustlagi, eða svokallað haustrall, fór fram í 21. sinn dagana 4. til 9. nóvember síðastliðinn. Svæðið sem var til rannsóknar var umhverfis Ísland allt niður á 1500 metra dýpi og var togað með botnvörpu á 375 stöðvum. Togarainn Ljósafell SU og rannsóknaskipið Árni Friðriksson RE voru notuð til rannsóknarinnar. Sjávarútvegur Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Fleiri fréttir Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Sjá meira
Stofnvísitala þorsks hefur aldrei mælst hærri í stofnmælingum botnfiska að haustlagi en nú en mælingarnar hófust árið 1996. Þá er stofnvísitala gullkarfa einnig sú hæsta síðan mælingar hófust en vísitala ýsu er nú nálægt meðaltali tímabilsins. Guðmundur Þórðarson, sviðsstjóri botnsjávarlífríkissviðs Hafrannsóknastofnunar, segir að niðurstöðurnar varðandi þorskinn séu mjög jákvæðar. Þessar mælingar nú renni stoðum undir það að staða stofnsins sé góð en mælingin sé þó aðeins af þremur meginþáttum sem Hafró notar til þess að ákveða stofnmörk hvers árs. Hinir þættirnir tveir eru stofnmæling að vori og svo gögn frá fiskiskipum. „Það sem er jákvætt við þetta er að þetta hækkar í ár en þetta lækkaði aðeins í fyrra. Fyrstu vísbendingar um árganginn 2017 er að hann sé svona við meðallag sem er mjög jákvætt,“ segir Guðmundur í samtali við Vísi. Annað sem kom út úr mælingum Hafró í ár er að vísitala veiðistofns djúpkarfa hefur hækkað undanfarin ár eftir að hafa náð sögulegu lágmarki en nýliðun er þó áfram mjög léleg. „Vísitala veiðistofns grálúðu hefur hækkað jafnt og þétt frá árinu 2006 þegar hún var í lágmarki. Stofnvísitölur margra tegunda, eins og ufsa, langlúru, skarkola, þykkvalúru, keilu, löngu, gulllax og litla karfa mældust háar og í mörgum tilfellum þær hæstu frá árinu 1996. Stofnar hlýra, tindaskötu og skrápflúru eru hinsvegar í sögulegu lágmarki,“ segir í tilkynningu Hafrannsóknastofnunar. Stofnmæling botnfiska að haustlagi, eða svokallað haustrall, fór fram í 21. sinn dagana 4. til 9. nóvember síðastliðinn. Svæðið sem var til rannsóknar var umhverfis Ísland allt niður á 1500 metra dýpi og var togað með botnvörpu á 375 stöðvum. Togarainn Ljósafell SU og rannsóknaskipið Árni Friðriksson RE voru notuð til rannsóknarinnar.
Sjávarútvegur Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Fleiri fréttir Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Sjá meira