Viðskiptastríð að hefjast vegna þotu Bombardier Kristján Már Unnarsson skrifar 29. desember 2017 21:00 Bombardier-þotan í flugtaki á Reykjavíkurflugvelli haustið 2016 á leið vestur um haf eftir flugprófanir í Evrópu. Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Ríkisstjórnir Kanada og Bretlands hafa hótað Bandaríkjamönnum viðskiptastríði eftir að ríkisstjórn Trumps Bandaríkjaforseta boðaði nærri þrjúhundruð prósenta verndartoll á nýjustu Bombardier-þotu Kanadamanna. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Íslendingar kannast við Bombardier-nafnið í gegnum innanlandsflugið. En kanadíski flugvélaframleiðandinn heldur sig ekki bara við litlar flugvélar. Á Reykjavíkurflugvelli í fyrra sást nýjasta stolt Kanadamanna, Bombardier CS 300-þotan, þá nýkomin úr flugprófunum, en hún þykir henta einkar vel fyrir litla miðborgarflugvelli, þarf stuttar brautir og er sögð hljóðlátasta farþegaþota heims. Þotan virðist ætla að slá í gegn því flugfélög víðs vegar um heim hafa þegar pantað 360 eintök, félög eins og Lufthansa og Swissair, og næststærsta flugfélag Bandaríkjanna, Delta Air Lines, pantaði 75 eintök.Swissair er meðal þeirra flugfélaga sem keypt hafa Bombardier-þotuna.En þar með var bandaríska flugvélarisanum Boeing nóg boðið. Boeing kvartaði til Bandaríkjastjórnar og sagði Bombardier-þotuna njóta óeðlilegra ríkisstyrkja bæði frá stjórnum Kanada og Bretlands, en auk starfa í Montreal skapar framleiðsla þotunnar um eittþúsund störf í verksmiðju Bombardier í Belfast á Norður-Írlandi. Trump forseti var minntur á kosningaloforð sín um að vernda innlendan iðnað og nú hefur viðskiptaráðuneyti Bandaríkjanna tilkynnt að refsitollur upp á 292 prósent verði settur á Bombardier-þotuna. Tollurinn tekur gildi við staðfestingu Alþjóðaviðskiptastofnunar Bandaríkjanna, sem búist er við á næstu vikum. Kanadastjórn hefur þegar brugðist við með því að afturkalla pöntun í átján herþotur frá Boeing. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur einnig hótað Bandaríkjamönnum viðskiptastríði, og lýst því yfir að pantanir breska hersins hjá Boeing geti sömuleiðis verið í uppnámi. Fréttaskýrandi The Economist segir ásakanir Boeing lykta af hræsni, þar sem fyrirtækið njóti sjálft milljarða dollara ríkisstuðnings í gegnum rausnarlega samninga við bandaríska herinn, og spáir því að málið eigi eftir að skaða Boeing enn frekar. Vitnað er til forsvarsmanna flugfélaga sem segjast fremur velja Airbus ef Boeing hætti ekki að níðast á Bombardier. Boeing hafi í þessu máli hegðað sér eins og grenjandi smákrakki. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Hljóðlátasta þota heims þurfti hálfa flugbrautina Nýjasta stolt kanadískrar flugvélaframleiðslu, stærsta farþegaþota Bombardier, millilenti í Reykjavík eftir flugprófanir og sýningarflug í Evrópu. 7. október 2016 21:43 Stærsta þota Bombardier mátar Reykjavíkurflugvöll Í fréttum Stöðvar 2 í kvöld verða sýndar myndir af flugvélinni og rætt við flugstjórann. 7. október 2016 15:00 Yfirlýsingar Bandaríkjanna áfall fyrir Bombardier Forsætisráðherra Bretlands segist vera í öngum sínum eftir að Bandaríkin tilkynntu að þau hygðust hækka tolla á flugvélar norður-írska framleiðandans. 27. september 2017 07:51 Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Viðskipti innlent Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Sjóvá tapar hálfum milljarði Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Íslenskt sund í New York Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Sjá meira
Ríkisstjórnir Kanada og Bretlands hafa hótað Bandaríkjamönnum viðskiptastríði eftir að ríkisstjórn Trumps Bandaríkjaforseta boðaði nærri þrjúhundruð prósenta verndartoll á nýjustu Bombardier-þotu Kanadamanna. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Íslendingar kannast við Bombardier-nafnið í gegnum innanlandsflugið. En kanadíski flugvélaframleiðandinn heldur sig ekki bara við litlar flugvélar. Á Reykjavíkurflugvelli í fyrra sást nýjasta stolt Kanadamanna, Bombardier CS 300-þotan, þá nýkomin úr flugprófunum, en hún þykir henta einkar vel fyrir litla miðborgarflugvelli, þarf stuttar brautir og er sögð hljóðlátasta farþegaþota heims. Þotan virðist ætla að slá í gegn því flugfélög víðs vegar um heim hafa þegar pantað 360 eintök, félög eins og Lufthansa og Swissair, og næststærsta flugfélag Bandaríkjanna, Delta Air Lines, pantaði 75 eintök.Swissair er meðal þeirra flugfélaga sem keypt hafa Bombardier-þotuna.En þar með var bandaríska flugvélarisanum Boeing nóg boðið. Boeing kvartaði til Bandaríkjastjórnar og sagði Bombardier-þotuna njóta óeðlilegra ríkisstyrkja bæði frá stjórnum Kanada og Bretlands, en auk starfa í Montreal skapar framleiðsla þotunnar um eittþúsund störf í verksmiðju Bombardier í Belfast á Norður-Írlandi. Trump forseti var minntur á kosningaloforð sín um að vernda innlendan iðnað og nú hefur viðskiptaráðuneyti Bandaríkjanna tilkynnt að refsitollur upp á 292 prósent verði settur á Bombardier-þotuna. Tollurinn tekur gildi við staðfestingu Alþjóðaviðskiptastofnunar Bandaríkjanna, sem búist er við á næstu vikum. Kanadastjórn hefur þegar brugðist við með því að afturkalla pöntun í átján herþotur frá Boeing. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur einnig hótað Bandaríkjamönnum viðskiptastríði, og lýst því yfir að pantanir breska hersins hjá Boeing geti sömuleiðis verið í uppnámi. Fréttaskýrandi The Economist segir ásakanir Boeing lykta af hræsni, þar sem fyrirtækið njóti sjálft milljarða dollara ríkisstuðnings í gegnum rausnarlega samninga við bandaríska herinn, og spáir því að málið eigi eftir að skaða Boeing enn frekar. Vitnað er til forsvarsmanna flugfélaga sem segjast fremur velja Airbus ef Boeing hætti ekki að níðast á Bombardier. Boeing hafi í þessu máli hegðað sér eins og grenjandi smákrakki. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Hljóðlátasta þota heims þurfti hálfa flugbrautina Nýjasta stolt kanadískrar flugvélaframleiðslu, stærsta farþegaþota Bombardier, millilenti í Reykjavík eftir flugprófanir og sýningarflug í Evrópu. 7. október 2016 21:43 Stærsta þota Bombardier mátar Reykjavíkurflugvöll Í fréttum Stöðvar 2 í kvöld verða sýndar myndir af flugvélinni og rætt við flugstjórann. 7. október 2016 15:00 Yfirlýsingar Bandaríkjanna áfall fyrir Bombardier Forsætisráðherra Bretlands segist vera í öngum sínum eftir að Bandaríkin tilkynntu að þau hygðust hækka tolla á flugvélar norður-írska framleiðandans. 27. september 2017 07:51 Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Viðskipti innlent Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Sjóvá tapar hálfum milljarði Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Íslenskt sund í New York Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Sjá meira
Hljóðlátasta þota heims þurfti hálfa flugbrautina Nýjasta stolt kanadískrar flugvélaframleiðslu, stærsta farþegaþota Bombardier, millilenti í Reykjavík eftir flugprófanir og sýningarflug í Evrópu. 7. október 2016 21:43
Stærsta þota Bombardier mátar Reykjavíkurflugvöll Í fréttum Stöðvar 2 í kvöld verða sýndar myndir af flugvélinni og rætt við flugstjórann. 7. október 2016 15:00
Yfirlýsingar Bandaríkjanna áfall fyrir Bombardier Forsætisráðherra Bretlands segist vera í öngum sínum eftir að Bandaríkin tilkynntu að þau hygðust hækka tolla á flugvélar norður-írska framleiðandans. 27. september 2017 07:51
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent