Oss börn eru fædd Guðjón S. Brjánsson skrifar 22. desember 2017 07:00 Það er við hæfi nú fyrir jólahátíðina, sem oft er líka nefnd fæðingarhátíð frelsarans, að vekja athygli á aðbúnaði fæðandi kvenna á Íslandi. Að mörgu leyti eru aðstæður framúrskarandi á alþjóðlega vísu. Við eigum vel þjálfað fagfólk og mæðra- og ungbarnavernd almennt vel skipulögð. Frávikin er þó sláandi. Konur á landsbyggðinni búa við mjög skerta þjónustu að þessu leyti. Undanhaldið hefur verið stöðugt og enginn viðsnúningur í augsýn. Í nokkrum byggðarlögum er enga ljósmæðraþjónustu að hafa og meðgöngueftirlit veitt með afbrigðum. Einungis þrjár heilbrigðisstofnanir í landinu hafa nú viðbúnað til að bregðast við bráða keisaraskurðum. Þessar aðstæður eru ekki upp komnar vegna stefnu stjórnvalda, heldur miklu fremur stefnuleysis. Samfellt fjársvelti hefur knúið heilbrigðisstofnanir til margháttaðra þjónustuskerðinga. Umgjörðin hefur veikst og ekkert komið í staðinn. Ung kona á Patreksfirði, í Vestmannaeyjum eða í Neskaupstað sem þarf eftirlit á meðgöngu gengst undir mikið aukalegt álag. Hún þarf að taka sig upp og flytjast að heiman, jafnvel nokkrum vikum fyrir fæðingu, og dvelja fjarri heimabyggð. Og það er ekki bara um að ræða hina fæðandi konu. Hluti fjölskyldunnar er líka makinn og jafnvel annað ungt barn sem mikilvægt er að fái að taka þátt í þessum einstaka viðburði, þegar nýtt barn kemur í heiminn. Þegar komið er á væntanlegan fæðingarstað tekur síðan ekki við neinn formlegur viðbúnaður og eins víst að dyr séu lokaðar þegar koma þarf fjölskyldunni fyrir, að það fari fyrir þeim líkt og Jósep og Maríu forðum. Lítill fjárhagslegur stuðningur er í boði. Um leið og krafa íbúanna er sú að góð mæðraþjónusta sé veitt í nærsamfélaginu, þá er líka nauðsynlegt að fjölskyldur sem þurfa að dvelja fjarri heimahögum í tengslum við fæðingu og aðra heilbrigðisþjónustu búi við sæmilega aðstöðu og þeim verði gert það fjárhagslega kleift. Stjórnvöld þurfa að bregðast við og ný heilbrigðisstefna verður að taka mið af þessum þörfum. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðjón S. Brjánsson Mest lesið Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Í nafni frelsis og valdeflingar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Sjá meira
Það er við hæfi nú fyrir jólahátíðina, sem oft er líka nefnd fæðingarhátíð frelsarans, að vekja athygli á aðbúnaði fæðandi kvenna á Íslandi. Að mörgu leyti eru aðstæður framúrskarandi á alþjóðlega vísu. Við eigum vel þjálfað fagfólk og mæðra- og ungbarnavernd almennt vel skipulögð. Frávikin er þó sláandi. Konur á landsbyggðinni búa við mjög skerta þjónustu að þessu leyti. Undanhaldið hefur verið stöðugt og enginn viðsnúningur í augsýn. Í nokkrum byggðarlögum er enga ljósmæðraþjónustu að hafa og meðgöngueftirlit veitt með afbrigðum. Einungis þrjár heilbrigðisstofnanir í landinu hafa nú viðbúnað til að bregðast við bráða keisaraskurðum. Þessar aðstæður eru ekki upp komnar vegna stefnu stjórnvalda, heldur miklu fremur stefnuleysis. Samfellt fjársvelti hefur knúið heilbrigðisstofnanir til margháttaðra þjónustuskerðinga. Umgjörðin hefur veikst og ekkert komið í staðinn. Ung kona á Patreksfirði, í Vestmannaeyjum eða í Neskaupstað sem þarf eftirlit á meðgöngu gengst undir mikið aukalegt álag. Hún þarf að taka sig upp og flytjast að heiman, jafnvel nokkrum vikum fyrir fæðingu, og dvelja fjarri heimabyggð. Og það er ekki bara um að ræða hina fæðandi konu. Hluti fjölskyldunnar er líka makinn og jafnvel annað ungt barn sem mikilvægt er að fái að taka þátt í þessum einstaka viðburði, þegar nýtt barn kemur í heiminn. Þegar komið er á væntanlegan fæðingarstað tekur síðan ekki við neinn formlegur viðbúnaður og eins víst að dyr séu lokaðar þegar koma þarf fjölskyldunni fyrir, að það fari fyrir þeim líkt og Jósep og Maríu forðum. Lítill fjárhagslegur stuðningur er í boði. Um leið og krafa íbúanna er sú að góð mæðraþjónusta sé veitt í nærsamfélaginu, þá er líka nauðsynlegt að fjölskyldur sem þurfa að dvelja fjarri heimahögum í tengslum við fæðingu og aðra heilbrigðisþjónustu búi við sæmilega aðstöðu og þeim verði gert það fjárhagslega kleift. Stjórnvöld þurfa að bregðast við og ný heilbrigðisstefna verður að taka mið af þessum þörfum. Höfundur er alþingismaður.
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun