Brýnt að uppfæra stýrikerfi þegar í stað Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 6. janúar 2018 07:00 Gallar í meginþorra örgjörva valda áhyggjum. Þessi mynd er sviðsett en vandinn er raunverulegur. Nordicphotos/Getty Mikilvægt er fyrir eigendur næstum hvaða tölvu eða snjallsíma sem er að uppfæra stýrikerfi sín sem allra fyrst, það er að segja ef slíkar uppfærslur hafa verið gefnar út. Ættu þeir sem nota Windows, Android, ChromeOS eða stýrikerfi Apple því til að mynda að huga að uppfærslum. Ástæðan er sú að alvarlegir öryggisgallar finnast í nærri öllum nýjum örgjörvum. Þessir öryggisgallar hafa verið nýttir í svokallaðar Meltdown- og Spectre-árásir. Fyrrnefnd árás er þó einungis möguleg sé örgjörvinn úr smiðju Apple eða Intel, ekki AMD. „Gallarnir eru fólgnir í útfærslu á svokallaðri „speculative execution“ tækni sem er notuð til að auka vinnsluhraða nútíma örgjörva,“ segir í tilkynningu íslensku netöryggissveitarinnar CERT-ÍS. Í tilkynningunni er mælt með því að notendur fylgist með nýjum öryggisuppfærslum og uppfæri sem fyrst. Hugbúnaðaruppfærslur séu eina þekkta mótvægisaðgerðin gegn bæði Meltdown og Spectre. „Árásirnar keyra sem notendaforrit á tölvunni sem ráðist er á. Til dæmis með því að blekkja notandann til að keyra spillikóða. Því er vert að benda á góðar venjur við umgengni tölvukerfa, sem sagt uppfæra varnir (meðal annars vírusvarnir) og forðast að keyra óþekkt forrit. Einnig er mögulegt að útfæra spillikóðann á vefsíðu, til dæmis sem JavaScript, þannig að heimsókn á spillt vefsvæði gæti valdið skaða,“ segir enn fremur í tilkynningu CERT-ÍS. Báðar árásirnar miða að því að stela upplýsingum. Hin fyrrnefnda „speculative execution“ tækni er fólgin í því að örgjörvar giska á nokkrar mögulegar aðgerðaslóðir og keyra samhliða til að flýta vinnslu sinni. Að öllu öðru óbreyttu er röngu slóðinni síðan eytt. Við þetta getur vinnslutími sparast. Örgjörvar Intel og Apple sem nýta þessa tækni aðgreina hins vegar ekki minnissvæði stýrikerfisins og notendaforrita. Er því hægt að þvinga örgjörvann til að vinna of lengi á ágiskaðri slóð og sækja þannig gögn í minni sem viðkomandi ferli á ekki að hafa aðgang að. Að mati Jane Wakefield, tækniblaðamanns BBC, eru áhyggjur þó óþarfar, uppfæri maður stýrikerfi sín og smelli ekki á ókunnuga hlekki. „Hægt er að ráðast á hvaða tölvu sem er sem er með örgjörva sem hefur þennan galla. Hins vegar er talsvert líklegra að ráðist verði á fyrirtæki en einstaklinga.“ Birtist í Fréttablaðinu Tækni Tengdar fréttir Öryggisgallar í örgjörvum hafa áhrif á tæki Apple Apple hefur greint frá því að alvarlegir öryggisgallar sem fundist hafa í örgjörvum hafi áhrif á iPhone, iPad-spjaldtölvur og Mac-tölvur. 5. janúar 2018 10:49 Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Erlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Sjá meira
Mikilvægt er fyrir eigendur næstum hvaða tölvu eða snjallsíma sem er að uppfæra stýrikerfi sín sem allra fyrst, það er að segja ef slíkar uppfærslur hafa verið gefnar út. Ættu þeir sem nota Windows, Android, ChromeOS eða stýrikerfi Apple því til að mynda að huga að uppfærslum. Ástæðan er sú að alvarlegir öryggisgallar finnast í nærri öllum nýjum örgjörvum. Þessir öryggisgallar hafa verið nýttir í svokallaðar Meltdown- og Spectre-árásir. Fyrrnefnd árás er þó einungis möguleg sé örgjörvinn úr smiðju Apple eða Intel, ekki AMD. „Gallarnir eru fólgnir í útfærslu á svokallaðri „speculative execution“ tækni sem er notuð til að auka vinnsluhraða nútíma örgjörva,“ segir í tilkynningu íslensku netöryggissveitarinnar CERT-ÍS. Í tilkynningunni er mælt með því að notendur fylgist með nýjum öryggisuppfærslum og uppfæri sem fyrst. Hugbúnaðaruppfærslur séu eina þekkta mótvægisaðgerðin gegn bæði Meltdown og Spectre. „Árásirnar keyra sem notendaforrit á tölvunni sem ráðist er á. Til dæmis með því að blekkja notandann til að keyra spillikóða. Því er vert að benda á góðar venjur við umgengni tölvukerfa, sem sagt uppfæra varnir (meðal annars vírusvarnir) og forðast að keyra óþekkt forrit. Einnig er mögulegt að útfæra spillikóðann á vefsíðu, til dæmis sem JavaScript, þannig að heimsókn á spillt vefsvæði gæti valdið skaða,“ segir enn fremur í tilkynningu CERT-ÍS. Báðar árásirnar miða að því að stela upplýsingum. Hin fyrrnefnda „speculative execution“ tækni er fólgin í því að örgjörvar giska á nokkrar mögulegar aðgerðaslóðir og keyra samhliða til að flýta vinnslu sinni. Að öllu öðru óbreyttu er röngu slóðinni síðan eytt. Við þetta getur vinnslutími sparast. Örgjörvar Intel og Apple sem nýta þessa tækni aðgreina hins vegar ekki minnissvæði stýrikerfisins og notendaforrita. Er því hægt að þvinga örgjörvann til að vinna of lengi á ágiskaðri slóð og sækja þannig gögn í minni sem viðkomandi ferli á ekki að hafa aðgang að. Að mati Jane Wakefield, tækniblaðamanns BBC, eru áhyggjur þó óþarfar, uppfæri maður stýrikerfi sín og smelli ekki á ókunnuga hlekki. „Hægt er að ráðast á hvaða tölvu sem er sem er með örgjörva sem hefur þennan galla. Hins vegar er talsvert líklegra að ráðist verði á fyrirtæki en einstaklinga.“
Birtist í Fréttablaðinu Tækni Tengdar fréttir Öryggisgallar í örgjörvum hafa áhrif á tæki Apple Apple hefur greint frá því að alvarlegir öryggisgallar sem fundist hafa í örgjörvum hafi áhrif á iPhone, iPad-spjaldtölvur og Mac-tölvur. 5. janúar 2018 10:49 Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Erlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Sjá meira
Öryggisgallar í örgjörvum hafa áhrif á tæki Apple Apple hefur greint frá því að alvarlegir öryggisgallar sem fundist hafa í örgjörvum hafi áhrif á iPhone, iPad-spjaldtölvur og Mac-tölvur. 5. janúar 2018 10:49
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“