Körfubolti

Thomas spilaði sinn fyrsta leik fyrir Cleveland

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Isiah Thomas spilaði síðast körfuboltaleik í maí með sínum gömlu félögum í Boston Celtics. Sá leikur var einmitt gegn Cleveland Cavaliers
Isiah Thomas spilaði síðast körfuboltaleik í maí með sínum gömlu félögum í Boston Celtics. Sá leikur var einmitt gegn Cleveland Cavaliers Vísir/AFP
Isiah Thomas spilaði loks sinn fyrsta leik fyrir Cleveland Cavaliers í NBA deildinni í körfubolta í nótt, en hann snéri aftur á völlinn eftir sjö mánaða fjarveru vegna meiðsla.

Thomas spilaði 19 mínútur þegar Cleveland mætti Portland Trail Blazers og skoraði 17 stig. LeBron James var stigahæstur í liði Cleveland með 24 stig og 8 stoðsendingar, en Cleveland vann leikinn 127-110.

„Þetta var mjög sérstakt kvöld fyrir mig. Ég hef ekki spilað leik með liðinu en mér fannst eins og ég hefði verið hér í mörg ár að spila með liðinu,“ sagði Thomas eftir leikinn.









Lou Williams kom af bekknum og skoraði 33 stig í sigri LA Clippers á Memphis Grizzlies á heimavelli. Sigurinn var sá fjórði í röð hjá Clippers.

Blake Griffin skoraði 21 stig fyrir Clippers og Tyreke Eveans var stigahæstur í liði Memphis með 18 stig og fimm fráköst.

Williams er stigahæsti varamaðurinn í deildinni með 21,2 stig í meðaltali í leik af bekknum.







Úrslit næturinnar:

Cleveland Cavaliers - Portland Trail Blazers 127-110

New York Knicks - San Antonio Spurs 91-100

Phoenix Suns - Atlanta Hawks 104-103

Sacramento Kings - Charlotte Hornets 111-131

LA Clippers - Memphis Grizzlies 113-105

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×