Enn eru einhverjar vikur í að Falcon Heavy verði skotið á loft en hvenær það gæti orðið liggur ekki fyrir enn.

Eldflaugin mun geta flutt 54 tonn á sporbraut um jörðu og meirihluti eldflaugarinnar er hannaður til þess að lenda aftur á jörðinni og vera notaður aftur. Þannig getur fyrirtækið flutt þyngri farma á sporbraut fyrir mun minni kostnað. Kraftur eldflaugarinnar jafnast á við kraft 18 747 farþegaþota.
Einungis ein eldflaug hefur verið kröftugri en það var Saturn V eldflaug NASA sem notuð var til að flytja menn til tunglsins. Slík eldflaug var síðast notuð árið 1973.
Auk þess að bera farm getur eldflaugin einnig borið Dragon geimfarið sem einnig er hannað af SpaceX. Til stendur að nota það geimfar til að flytja menn til Mars.
Sjá einnig: Stefnir að því að senda menn til Mars árið 2024
Falcon Heavy er 70 metra há og í rauninni er fyrsta stig hennar gert úr þremur Falcon 9 eldflaugum, sem SpaceX hefur notast við að undanförnu með góðum árangri. Skömmu eftir flugtak er hægt á miðjueldflauginni en hún heldur fluginu áfram þegar hinar tvær hafa losnað frá og eru aftur á leið til jarðarinnar.
Sjá einnig: Öll mistök SpaceX í einu myndbandi
Eftir að annað stig eldflaugarinnar tekur við snýr miðjuflaugin einnig aftur til jarðarinnar. Annað stig er knúið áfram af Merlin eldflaug SpaceX, sem er í raun Falcon 9 eldflaug fyrir utan það að hún er hönnuð til að virka vel í tómarúmi geimsins.
Rauður bíll til rauðra plánetu.
Hins vegar er mögulegt að eldflaugin muni springa í loft upp þegar reynt verður að skjóta henni á loft og hefur Musk sjálfur varað við þeim möguleika.
A Red Car for the Red Planet Test flights of new rockets usually contain mass simulators in the form of concrete or steel blocks. That seemed extremely boring. Of course, anything boring is terrible, especially companies, so we decided to send something unusual, something that made us feel. The payload will be an original Tesla Roadster, playing Space Oddity, on a billion year elliptic Mars orbit.
A post shared by Elon Musk (@elonmusk) on Dec 22, 2017 at 10:47am PST