Vika í skot öflugustu eldflaugar heims Samúel Karl Ólason skrifar 25. janúar 2018 10:15 27 hreyflar eldflaugarinnar voru gangsettir á skotpalli fyrirtækisins í Flórída en eldflauginni sjálfri var haldið niðri. SpaceX Starfsmenn fyrirtækisins SpaceX prófuðu í gær hreyfla Falcon Heavy eldflaugarinnar, sem ætlað er að koma mönnum út í geim og mögulega til tungslsins og til Mars. 27 hreyflar eldflaugarinnar voru gangsettir á skotpalli fyrirtækisins í Flórída en eldflauginni sjálfri var haldið niðri. Elon Musk, stofnandi og framkvæmdastjóri SpaceX, sagði á Twitter í gær að tilraunin hefði gengið vel til stæði að skjóta eldflauginni á loft eftir um það bil viku. Tafir hafa orðið á eldflaugaskotinu og meðal annars vegna stöðvunar á rekstri stjórnvalda Bandaríkjanna.Falcon Heavy hold-down firing this morning was good. Generated quite a thunderhead of steam. Launching in a week or so. pic.twitter.com/npaqatbNir — Elon Musk (@elonmusk) January 24, 2018 Falcon Heavy er um það bil tvisvar sinnum kröftugri en næst kröftugasta eldflaugin sem notast er við í dag. Eldflaugin mun geta flutt 54 tonn á sporbraut um jörðu og meirihluti eldflaugarinnar er hannaður til þess að lenda aftur á jörðinni og vera notaður aftur. Þannig getur fyrirtækið flutt þyngri farma á sporbraut fyrir mun minni kostnað. Kraftur eldflaugarinnar jafnast á við kraft 18 747 farþegaþota. Einungis ein eldflaug hefur verið kröftugri en það var Saturn V eldflaug NASA sem notuð var til að flytja menn til tunglsins. Slík eldflaug var síðast notuð árið 1973.Sjá einnig: Öflugasta eldflaug heimsins prófuð SpaceX birti einnig myndband af tilrauninni.Falcon Heavy er 70 metra há og í rauninni er fyrsta stig hennar gert úr þremur Falcon 9 eldflaugum, sem SpaceX hefur notast við að undanförnu með góðum árangri. Skömmu eftir flugtak er hægt á miðjueldflauginni en hún heldur fluginu áfram þegar hinar tvær hafa losnað frá og eru aftur á leið til jarðarinnar.Sjá einnig: Öll mistök SpaceX í einu myndbandi Eftir að annað stig eldflaugarinnar tekur við snýr miðjuflaugin einnig aftur til jarðarinnar. Annað stig er knúið áfram af Merlin eldflaug SpaceX, sem er í raun Falcon 9 eldflaug fyrir utan það að hún er hönnuð til að virka vel í tómarúmi geimsins. SpaceX Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri fréttir Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Starfsmenn fyrirtækisins SpaceX prófuðu í gær hreyfla Falcon Heavy eldflaugarinnar, sem ætlað er að koma mönnum út í geim og mögulega til tungslsins og til Mars. 27 hreyflar eldflaugarinnar voru gangsettir á skotpalli fyrirtækisins í Flórída en eldflauginni sjálfri var haldið niðri. Elon Musk, stofnandi og framkvæmdastjóri SpaceX, sagði á Twitter í gær að tilraunin hefði gengið vel til stæði að skjóta eldflauginni á loft eftir um það bil viku. Tafir hafa orðið á eldflaugaskotinu og meðal annars vegna stöðvunar á rekstri stjórnvalda Bandaríkjanna.Falcon Heavy hold-down firing this morning was good. Generated quite a thunderhead of steam. Launching in a week or so. pic.twitter.com/npaqatbNir — Elon Musk (@elonmusk) January 24, 2018 Falcon Heavy er um það bil tvisvar sinnum kröftugri en næst kröftugasta eldflaugin sem notast er við í dag. Eldflaugin mun geta flutt 54 tonn á sporbraut um jörðu og meirihluti eldflaugarinnar er hannaður til þess að lenda aftur á jörðinni og vera notaður aftur. Þannig getur fyrirtækið flutt þyngri farma á sporbraut fyrir mun minni kostnað. Kraftur eldflaugarinnar jafnast á við kraft 18 747 farþegaþota. Einungis ein eldflaug hefur verið kröftugri en það var Saturn V eldflaug NASA sem notuð var til að flytja menn til tunglsins. Slík eldflaug var síðast notuð árið 1973.Sjá einnig: Öflugasta eldflaug heimsins prófuð SpaceX birti einnig myndband af tilrauninni.Falcon Heavy er 70 metra há og í rauninni er fyrsta stig hennar gert úr þremur Falcon 9 eldflaugum, sem SpaceX hefur notast við að undanförnu með góðum árangri. Skömmu eftir flugtak er hægt á miðjueldflauginni en hún heldur fluginu áfram þegar hinar tvær hafa losnað frá og eru aftur á leið til jarðarinnar.Sjá einnig: Öll mistök SpaceX í einu myndbandi Eftir að annað stig eldflaugarinnar tekur við snýr miðjuflaugin einnig aftur til jarðarinnar. Annað stig er knúið áfram af Merlin eldflaug SpaceX, sem er í raun Falcon 9 eldflaug fyrir utan það að hún er hönnuð til að virka vel í tómarúmi geimsins.
SpaceX Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri fréttir Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira