Fótbolti

Myndbandsdómarar fá sæti í Rússlandi

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Notkun myndbandsdómara er mjög umdeild
Notkun myndbandsdómara er mjög umdeild vísir/getty
Dómarar á leikjum Heimsmeistaramótsins í Rússlandi í sumar munu geta notið aðstoðar myndbandsdómara, en Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, staðfesti í dag að myndbandsdómgæsla mun verða notuð á mótinu.

Myndbandsdómgæsla hefur farið vaxandi í knattspyrnuheiminum að undanförnu, hún hefur verið notuð í þýsku Bundesligunni, á Ítalíu og nú á nýju ári var hún prófuð í nokkrum leikjum í ensku bikarkeppnunum.

Einn stjórnarmeðlima FIFA, Philippe Le Floc'h, staðfesti notkun myndbandsdómara á HM í dag. Það á þó eftir að fara í gegnum atkvæðagreiðslu hjá IFAB, löggjafarvaldi fótboltaheimsins. IFAB samanstendur af FIFA og knattspyrnusamböndunum fjórum í Bretlandi, því enska, velska, skoska og norður-írska.

„Myndbandsdómgæsla verður klárlega notuð. Það er frábært að hafa tækni í fótbolta því hún hjálpar til við sanngirni,“ sagði Le Floc'h.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×