Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í síðustu viku Kviku fjárfestingarbanka, áður Virðingu, af skaðabótakröfu félagsins ET Sjónar í eigu Eiríks Ingvars Þorgeirssonar.
Félagið krafðist þess að fá greiddar liðlega 300 milljónir króna í skaðabætur vegna meintrar ófullnægjandi ráðgjafar af hálfu Auðar Capital, sem síðar sameinaðist Virðingu. Kvika festi síðan kaup á öllu hlutafé Virðingar á síðasta ári.
ET Sjón er einn þriggja hluthafa eignarhaldsfélagsins Þorgerðar sem seldi 45 prósenta hlut sinn í drykkjaframleiðandanum Ölgerðinni haustið 2016. Félagið fór fram á að sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu legði lögbann á söluna en þeirri beiðni var hafnað.
Skömmu síðar var tilkynnt um sölu á 69 prósenta hlut í Ölgerðinni til framtakssjóðanna Akurs fjárfestingar, Horns III og hóps einkafjárfesta.
Félagið Þorgerður var stofnað í október árið 2010 utan um kaup á hlut í Ölgerðinni. Fjárfestingarsjóðurinn Auður 1, í stýringu Auðar Capital og eigu lífeyrissjóða og einkafjárfesta, fór fyrir kaupendahópnum og átti meirihluta hlutafjár í Þorgerði. ET Sjón átti tæplega 30 prósenta hlut í félaginu.
Samkvæmt heimildum Markaðarins tengist óánægja Eiríks Ingvars með ráðgjöf Auðar Capital því að hann hafi þurft að bera kostnað vegna rúmlega milljarðs króna endurálagningar ríkisskattstjóra á Ölgerðina árið 2013 vegna öfugs samruna félagsins frá árinu 2007.
Fréttin birtist fyrst í Markaðinum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Kvika banki sýknaður af kröfu ET Sjónar
Kristinn Ingi Jónsson skrifar

Mest lesið

Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent

Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin
Viðskipti erlent

Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er
Viðskipti erlent

Að segja upp án þess að brenna brýr
Atvinnulíf

Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað
Viðskipti erlent


Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina
Neytendur

Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi
Viðskipti innlent

Bretar fyrstir til að semja við Trump
Viðskipti erlent

Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð
Viðskipti innlent