Handbolti

Tap hjá Viggó og Ólafi

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Viggó í leik með Gróttu gegn ÍR á síðasta tímabili.
Viggó í leik með Gróttu gegn ÍR á síðasta tímabili. vísir/ernir
Viggó Kristjánsson var meðal markahæstu manna í liði Westwien sem tapaði fyrir Moser Medical í austurrísku úrvalsdeildinni í handbolta.

Gestirnir í Moser byrjuðu leikinn af krafti og komust í 0-4 áður en Viggó gerði fyrsta mark Westwien með marki úr vítakasti á 6. mínútu leiksins.

Eftir að staðan var 1-6 kom Westwein með góðan kafla og náði að minnka muninn í 7-8. Staðan í hálfleik var 11-12.

Westwein náði að jafna þegar seinni hálfleikur var hálfnaður 18-18. Eftir það var jafnræði með liðunum en gestirnir þó skrefinu á undan. Að lokum fór svo að lokatölur urðu 23-25.

Viggó var með fjögur mörk og markahæstur ásamt þremur öðrum í liði Westwien. Ólafur Bjarki Ragnarsson skoraði 2 mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×