Ferðamannaborgin Reykjavík – kafli 2 Dóra Magnúsdóttir skrifar 9. febrúar 2018 11:09 Það er ekki langt síðan að borgaryfirvöld, í samstarfi við ríkisvaldið og hagsmunaaðila í ferðaþjónustu, setti það á oddinn í tengslum við ferðaþjónustu að markaðssetja borgina allt árið; sbr. Ísland allt árið og eru þær áherslur enn í gangi. Þetta var gríðarlega mikilvægt skref til að styrkja innviði ferðaþjónustunnar og treysta rekstur fyrirtækja sem sinna ferðamönnum árið um kring. Ekki bara á sumrin. Í stuttu máli má segja að þetta hafi gengið eftir þó svo það sé enn töluverð árstíðasveifla. Það hafa aldrei komið eins margir ferðamenn til Reykjavíkur að vetri til eins og nú. Eitthvað hefur hægt hefur á fjölgun ferðamanna en hún er samt mikil. Í janúar í fyrra komu um 136 þúsund erlendir ferðamenn en í janúar í ár voru þeir tæplega 148 þúsund. Það eru bara fáein ár síðan að veitingastaðir lokuðu einfaldlega í janúar og febrúar vegna þess hve lítið var að gera. Varaðu þig á því sem þú óskar þér - því þú gætir fengið það, er stundum sagt. Og þetta hefur einmitt gerst í Reykjavík. Borgin hefur einfaldlega fengið of marga ferðamenn á of stuttum tíma. Þó svo fjölgun ferðamanna hafi haft jákvæð áhrif á efnahag margra í borginni, aukið framboð á störfum og úrval þjónustu sem einnig nýtist borgarbúum, þá hefur um of reynt á innviði borgarinnar og þolinmæði íbúa. Við þessu hefur að einhverju leyti verið brugðist, s.s. með standsetningu safnstoppistöðva í miðborginni, með því að hemja útleigu airbnb húsnæðis, með því að beina byggingu hótela úr miðbænum til austurs, og fleira en mikilvægt er að byggja hótel fyrir ferðamenn einmitt til að draga úr þörf fyrir útleigu á almennu húsnæði. Betur má ef duga skal. Þetta er ekki einfalt úrlausnarefni en til skref sem aðrar borgir hafa stigið í átt að aukinni félagslegri sjálfbærni sem Reykvíkingar geta lært af. Við getum til dæmis unnið enn nánar með sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu að dreifa ferðamönnum um allt svæðið, það þarf að koma á samtali og fræðslu um ferðaþjónustu innan borgarinnar, skoða leiðir til að auka vöruúrval í miðborginni svo það höfði í meira mæli til íbúa borgarinnar, það þarf að vinna uppbyggilega með fyrirtækjum í ferðaþjónustu s.s. veitingahúsum og verslunum að skilaboð til gesta, s.s. að skilti, matseðlar og auglýsingar, verði á íslensku og ensku þannig að íbúum finnist þeir ekki vera gestir í eigin borg, það þarf að hlúa betur að ferðamönnum til dæmis með því að setja upp skýli á safnstoppistöðvunum og fleira mætti tína til. Mikilvægt er að þessi vinna verði unnin í samstarfi íbúa, fyrirtækja í greininni og borgaryfirvalda. Ferðaþjónustan er komin til að vera. Það er ekkert sem bendir til þess að atvinnugreinin sé bóla sem springi á næstu árum. Ekki frekar en internetið. Reynslan frá öðrum vinsælum ferðamannaborgum sýnir það. Mikilvægt er að við lærum af reynslu annarra borga og leitum lausna til framtíðar. Því skiptir það höfuðmáli núna að Reykjavík beini sínum markaðskröftum og peningum inn á við og hlúi að viðkvæmu sambýli íbúa og ferðamanna. Dóra Magnúsdóttir er varaborgarfulltrúi fyrir Samfylkinguna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Magnúsdóttir Mest lesið Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Er ég að ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Er ég að ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Sjá meira
Það er ekki langt síðan að borgaryfirvöld, í samstarfi við ríkisvaldið og hagsmunaaðila í ferðaþjónustu, setti það á oddinn í tengslum við ferðaþjónustu að markaðssetja borgina allt árið; sbr. Ísland allt árið og eru þær áherslur enn í gangi. Þetta var gríðarlega mikilvægt skref til að styrkja innviði ferðaþjónustunnar og treysta rekstur fyrirtækja sem sinna ferðamönnum árið um kring. Ekki bara á sumrin. Í stuttu máli má segja að þetta hafi gengið eftir þó svo það sé enn töluverð árstíðasveifla. Það hafa aldrei komið eins margir ferðamenn til Reykjavíkur að vetri til eins og nú. Eitthvað hefur hægt hefur á fjölgun ferðamanna en hún er samt mikil. Í janúar í fyrra komu um 136 þúsund erlendir ferðamenn en í janúar í ár voru þeir tæplega 148 þúsund. Það eru bara fáein ár síðan að veitingastaðir lokuðu einfaldlega í janúar og febrúar vegna þess hve lítið var að gera. Varaðu þig á því sem þú óskar þér - því þú gætir fengið það, er stundum sagt. Og þetta hefur einmitt gerst í Reykjavík. Borgin hefur einfaldlega fengið of marga ferðamenn á of stuttum tíma. Þó svo fjölgun ferðamanna hafi haft jákvæð áhrif á efnahag margra í borginni, aukið framboð á störfum og úrval þjónustu sem einnig nýtist borgarbúum, þá hefur um of reynt á innviði borgarinnar og þolinmæði íbúa. Við þessu hefur að einhverju leyti verið brugðist, s.s. með standsetningu safnstoppistöðva í miðborginni, með því að hemja útleigu airbnb húsnæðis, með því að beina byggingu hótela úr miðbænum til austurs, og fleira en mikilvægt er að byggja hótel fyrir ferðamenn einmitt til að draga úr þörf fyrir útleigu á almennu húsnæði. Betur má ef duga skal. Þetta er ekki einfalt úrlausnarefni en til skref sem aðrar borgir hafa stigið í átt að aukinni félagslegri sjálfbærni sem Reykvíkingar geta lært af. Við getum til dæmis unnið enn nánar með sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu að dreifa ferðamönnum um allt svæðið, það þarf að koma á samtali og fræðslu um ferðaþjónustu innan borgarinnar, skoða leiðir til að auka vöruúrval í miðborginni svo það höfði í meira mæli til íbúa borgarinnar, það þarf að vinna uppbyggilega með fyrirtækjum í ferðaþjónustu s.s. veitingahúsum og verslunum að skilaboð til gesta, s.s. að skilti, matseðlar og auglýsingar, verði á íslensku og ensku þannig að íbúum finnist þeir ekki vera gestir í eigin borg, það þarf að hlúa betur að ferðamönnum til dæmis með því að setja upp skýli á safnstoppistöðvunum og fleira mætti tína til. Mikilvægt er að þessi vinna verði unnin í samstarfi íbúa, fyrirtækja í greininni og borgaryfirvalda. Ferðaþjónustan er komin til að vera. Það er ekkert sem bendir til þess að atvinnugreinin sé bóla sem springi á næstu árum. Ekki frekar en internetið. Reynslan frá öðrum vinsælum ferðamannaborgum sýnir það. Mikilvægt er að við lærum af reynslu annarra borga og leitum lausna til framtíðar. Því skiptir það höfuðmáli núna að Reykjavík beini sínum markaðskröftum og peningum inn á við og hlúi að viðkvæmu sambýli íbúa og ferðamanna. Dóra Magnúsdóttir er varaborgarfulltrúi fyrir Samfylkinguna í Reykjavík.
Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun