Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar 16. október 2025 18:47 Nýverið voru haldnar tvær ráðstefnur sem skipta íslenska heilbrigðiskerfið miklu máli: Hjúkrun á Akureyri, þar sem yfir 500 hjúkrunarfræðingar komu saman, og Nýsköpun í heilbrigðiskerfinu, sem var á vegum heilbrigðisráðherra og menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra. Á ráðstefnunni Hjúkrun gafst hjúkrunarfræðingum dýrmætt tækifæri til að hittast, miðla reynslu og fræðast um nýjustu rannsóknir og þróun á sviði hjúkrunar. Þar mátti skýrt greina að framtíð heilbrigðisþjónustu snýst ekki aðeins um að fjölga starfsfólki – heldur snjallari lausnir. Þetta er umræða sem snertir okkur öll, því heilbrigðisþjónustan er hjartað í samfélaginu og fjölmargir hagaðilar koma að mótun hennar. Ég fékk þann heiður að flytja erindi á ráðstefnunni um snjallar lausnir á mönnunarvanda í hjúkrun, þar sem ég vísaði í rannsóknir sem sýna að tæknilausnir geta bæði dregið úr álagi á heilbrigðisstarfsfólk og bætt þjónustu við skjólstæðinga. Með því að nýta tækni til að skrá, mæla og greina má gefa hjúkrunarfræðingum og öðru fagfólki meiri tíma fyrir það sem skiptir mestu máli: mannlega umönnun og samskipti. Þar felast raunveruleg gæði þjónustunnar. Á ráðstefnunni Nýsköpun í heilbrigðiskerfinu var síðan lögð áhersla á að innleiða heilbrigðistæknilausnir af fullum krafti og nefndi heilbrigðisráðherra sérstaklega hvernig nýsköpun getur bætt þjónustu um allt land enda er fjarheilbrigðisþjónusta mikilvægur þáttur í því að auka aðgengi að heilbrigðisþjónustu óháð búsetu. Við búum á landi þar sem mörg okkar þurfa að sækja heilbrigðisþjónustu um langan veg og því skiptir máli að í boði sé góð fjarheilbrigðisþjónusta eins og til að mynda Una sem er ný íslensk fjarheilbrigðislausn. Með Unu geta skjólstæðingar fylgst með eigin mælingum, fengið fræðslu og átt bein samskipti við heilbrigðisstarfsfólk í gegnum app og vefviðmót. Umönnunaraðilar fá á sama tíma yfirsýn og aðvaranir í rauntíma en þannig skapast samfella og aukið öryggi bæði fyrir starfsfólk og notendur. Fjarheilbrigðisþjónusta í gegnum Unu getur því leitt til betri þjónustu, aukins heilsulæsis og jöfnuðar um allt land. Hún sparar bæði tíma og fjármuni og gerir fólki kleift að fá þjónustu í sinni heimabyggð í stað þess að ferðast langar vegalengdir til þess að hitta heilbrigðisstarfsfólk. Í nýrri skýrslu heilbrigðisráðuneytisins um stafræna þróun kemur fram að stafrænar lausnir séu lykilatriði til að tryggja samfellu, gæði og hagkvæmni í heilbrigðisþjónustu. Þar er lögð áhersla á að koma á fót miðlægri þróunareiningu fyrir stafræna heilbrigðisþjónustu á Íslandi sem samræmir lausnir, stuðlar að nýsköpun og tryggir aðgengi að traustum gögnum. Það er mikið framfaraskref að stofnun þeirrar einingar er þegar hafin og hefur fengið heitið Stafræn heilsa - þróunar- og þjónustumiðstöð. Þetta er stórt og mikilvægt skref sem getur flýtt fyrir innleiðingu heilbrigðistækni og skapað faglegan ramma utan um mælingar á árangri slíkra lausna. Við höfum öll sama markmið: að byggja upp heilbrigðiskerfi sem þjónar fólki betur, með meiri sveigjanleika, fagmennsku og jafnræði. Með því að nýta snjallar lausnir og fjarheilbrigðisþjónustu getum við bæði létt undir með starfsfólki og valdeflt einstaklinga til að taka aukinn þátt í eigin heilsu. Tæknin mun aldrei koma í stað mannlegra samskipta en hún getur verið öflugur bandamaður. Hún getur gert heilbrigðisstarfsfólki kleift að nýta tíma sinn í mannlega þáttinn og veita persónulegri heilbrigðisþjónustu. Því er spurningin ekki lengur hvort við eigum að stíga þetta skref, heldur hvenær.Og svarið er einfalt: Núna Höfundur er framkvæmdastjóri Icepharma Velferð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Stafræn þróun Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Nýverið voru haldnar tvær ráðstefnur sem skipta íslenska heilbrigðiskerfið miklu máli: Hjúkrun á Akureyri, þar sem yfir 500 hjúkrunarfræðingar komu saman, og Nýsköpun í heilbrigðiskerfinu, sem var á vegum heilbrigðisráðherra og menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra. Á ráðstefnunni Hjúkrun gafst hjúkrunarfræðingum dýrmætt tækifæri til að hittast, miðla reynslu og fræðast um nýjustu rannsóknir og þróun á sviði hjúkrunar. Þar mátti skýrt greina að framtíð heilbrigðisþjónustu snýst ekki aðeins um að fjölga starfsfólki – heldur snjallari lausnir. Þetta er umræða sem snertir okkur öll, því heilbrigðisþjónustan er hjartað í samfélaginu og fjölmargir hagaðilar koma að mótun hennar. Ég fékk þann heiður að flytja erindi á ráðstefnunni um snjallar lausnir á mönnunarvanda í hjúkrun, þar sem ég vísaði í rannsóknir sem sýna að tæknilausnir geta bæði dregið úr álagi á heilbrigðisstarfsfólk og bætt þjónustu við skjólstæðinga. Með því að nýta tækni til að skrá, mæla og greina má gefa hjúkrunarfræðingum og öðru fagfólki meiri tíma fyrir það sem skiptir mestu máli: mannlega umönnun og samskipti. Þar felast raunveruleg gæði þjónustunnar. Á ráðstefnunni Nýsköpun í heilbrigðiskerfinu var síðan lögð áhersla á að innleiða heilbrigðistæknilausnir af fullum krafti og nefndi heilbrigðisráðherra sérstaklega hvernig nýsköpun getur bætt þjónustu um allt land enda er fjarheilbrigðisþjónusta mikilvægur þáttur í því að auka aðgengi að heilbrigðisþjónustu óháð búsetu. Við búum á landi þar sem mörg okkar þurfa að sækja heilbrigðisþjónustu um langan veg og því skiptir máli að í boði sé góð fjarheilbrigðisþjónusta eins og til að mynda Una sem er ný íslensk fjarheilbrigðislausn. Með Unu geta skjólstæðingar fylgst með eigin mælingum, fengið fræðslu og átt bein samskipti við heilbrigðisstarfsfólk í gegnum app og vefviðmót. Umönnunaraðilar fá á sama tíma yfirsýn og aðvaranir í rauntíma en þannig skapast samfella og aukið öryggi bæði fyrir starfsfólk og notendur. Fjarheilbrigðisþjónusta í gegnum Unu getur því leitt til betri þjónustu, aukins heilsulæsis og jöfnuðar um allt land. Hún sparar bæði tíma og fjármuni og gerir fólki kleift að fá þjónustu í sinni heimabyggð í stað þess að ferðast langar vegalengdir til þess að hitta heilbrigðisstarfsfólk. Í nýrri skýrslu heilbrigðisráðuneytisins um stafræna þróun kemur fram að stafrænar lausnir séu lykilatriði til að tryggja samfellu, gæði og hagkvæmni í heilbrigðisþjónustu. Þar er lögð áhersla á að koma á fót miðlægri þróunareiningu fyrir stafræna heilbrigðisþjónustu á Íslandi sem samræmir lausnir, stuðlar að nýsköpun og tryggir aðgengi að traustum gögnum. Það er mikið framfaraskref að stofnun þeirrar einingar er þegar hafin og hefur fengið heitið Stafræn heilsa - þróunar- og þjónustumiðstöð. Þetta er stórt og mikilvægt skref sem getur flýtt fyrir innleiðingu heilbrigðistækni og skapað faglegan ramma utan um mælingar á árangri slíkra lausna. Við höfum öll sama markmið: að byggja upp heilbrigðiskerfi sem þjónar fólki betur, með meiri sveigjanleika, fagmennsku og jafnræði. Með því að nýta snjallar lausnir og fjarheilbrigðisþjónustu getum við bæði létt undir með starfsfólki og valdeflt einstaklinga til að taka aukinn þátt í eigin heilsu. Tæknin mun aldrei koma í stað mannlegra samskipta en hún getur verið öflugur bandamaður. Hún getur gert heilbrigðisstarfsfólki kleift að nýta tíma sinn í mannlega þáttinn og veita persónulegri heilbrigðisþjónustu. Því er spurningin ekki lengur hvort við eigum að stíga þetta skref, heldur hvenær.Og svarið er einfalt: Núna Höfundur er framkvæmdastjóri Icepharma Velferð.
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar