Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar 17. október 2025 09:02 Oft er sagt að einfaldasta leiðin í stjórnmálum sé að deila og drottna. Það virðist bera árangur þegar kemur að málefnum leikskólanna þar sem foreldrum annars vegar og leikskólastarfsfólki hins vegar er talin trú um að hagsmunir þeirra séu ósamrýmanlegir. Eina leiðin til að takast á við áskoranir leikskólastigsins sé að velta byrðunum á foreldra með því að auka kostnað þeirra og/eða fækka þeim stundum sem börnin þeirra eru í leikskólanum. ASÍ og BSRB og stéttarfélög þar innan, að Eflingu undanskilinni, hafa risið upp og mótmælt þeim breytingum sem Reykjavíkurborg boðar í leikskólamálum, og hafa átt sér stað innan fleiri sveitarfélaga. Vistunartími á leikskólum þurfi að vera í einhverjum tengslum við vinnutíma foreldra og gjaldskrárhækkanir séu óásættanlegar. Gagnrýni stéttarfélaganna hefur alltaf einkennst af virðingu gagnvart starfsfólki leikskóla og ákalli um að kjör þeirra séu með besta móti. Við mótmælum hins vegar þeirri nálgun að annað hvort þurfi foreldrar eða starfsfólk leikskóla að bera meiri byrðar en þau ráða við með góðu móti. Margþætt hlutverk leikskóla Breytingarnar sem eru að verða á starfsemi leikskóla eru umfangsmiklar. Þær hafa aldrei komið til umfjöllunar í lýðræðislegum kosningum, þótt þær séu hápólitískar og geti haft mikil áhrif á bæði vinnumarkað og samfélag. Leikskólarnir gegna margþættu hlutverki í samfélaginu og eru grunnstofnun þegar kemur að menntun, uppeldi, barnavernd, jafnréttismálum, atvinnuþátttöku og jöfnuði, svo að fátt eitt sé nefnt. Sveitarfélögunum hefur reynst erfitt að standa undir rekstri leikskólanna af ýmsum ástæðum. Nefna má nauðsyn þess að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla, skort á leikskólakennurum, vanfjármögnun leikskólanna, skort á innviðauppbyggingu og viðhaldi (mygla!), eitt leyfisbréf kennara, lengingu leikskólakennaranáms, styttingu vinnuvikunnar og aðrar kjarabætur. Þetta eru flókin viðfangsefni og stjórnendur sveitarfélaga og leikskóla eiga ekki að þurfa að glíma við þau ein. Loforðið sem kerfið gaf sjálfu sér Í samráðsferli Reykjavíkurborgar hafa foreldraráð verið kölluð til funda, sem eru ekki opnir öllum foreldrum. Markmið fundanna virðist meira snúast um að stjórnendur borgarinnar hamri á sínum sjónarmiðum en að hlusta á foreldra, sem jafnvel ganga út með þá tilfinningu að fallist þeir ekki á tillögur borgarinnar séu þeir að fara gegn starfsfólkinu sem annast börnin þeirra í leikskólum. Samhliða á sér stað samfélagsleg umræða sem einkennist af rangfærslum og upphrópunum, þar sem er gefið er í skyn að foreldar séu ekki nógu góðir og beri ekki hag barna sinna fyrir brjósti. Börnum þeirra sé nánast hætta búin á leikskólum, a.m.k. eftir kl. 15 á daginn eða eftir 14 á föstudögum! Í grunninn ganga breytingarnar út á að mæta þörfum kerfisins og þá ekki síst því loforði sem það gaf sjálfu sér (ekki þjónustuþegum) um að stytting vinnuvikunnar mætti ekki kosta neitt. Hér er þó kostnaðinum velt annað, nánar tiltekið á foreldra og stýritækin sem eru notuð gegn þeim eru þaulreynd: peningar og sektarkennd. Markmiðið er að fækka vistunartímum barna á leikskólum, í stað þess að bæta starfsaðstæður með öðrum hætti í þeim leikskólum þar sem þess er þörf. Þessi þróun er ekki bundin við Ísland. Nýverið hitti ég norræna kollega sem lýstu tilhneigingu ráðandi afla til að mála niðurskurðarstefnu upp sem barnvæna stefnumótun, því að það sé best fyrir börn að vera heima (hjá mæðrum sínum) og alls ekki of lengi annars staðar en heima, a.m.k. ekki ef það kostar. Þetta er pólitík samtímans og við erum í varnarbaráttu. Velferð barna og foreldra er samhangandi Börn verða alltaf hluti af samfélaginu sem þau búa í og þeim sem þykir vænt um velferð barna ætti að þykja líka vænt um velferð foreldra og þeirra sem annast börn. Þetta verður ekki aðskilið. Börn eiga rétt á bestu mögulegu umönnun og jafnvægið á milli skóla/leikskóla, heimilis og annarra úrræða er eilíft viðfangsefni. En það er ekki hægt að brjóta foreldra niður til að byggja upp leikskóla. Ef vinnandi foreldrar segja að aukin gjaldtaka og/eða styttri vistunartími sé þeim um megn á að hlusta á þá. Að stytta leikskóladag barna þýðir ekki sjálfkrafa að þau verði í öruggri umsjón foreldra sinna. Það muna eldri kynslóðir vel frá þeim tíma sem leikskólavist var munaðarvara og börnum þvælt á milli úrræða meðan mæður þeirra voru í vinnu. Það þarf ekki að varpa hagsmunum vinnandi foreldra fyrir róða til að vinnandi starfsfólk leikskóla geti komist í gegnum daginn. Þessir hagsmunir eru ekki andstæðir. Og við eigum ekki að leyfa stjórnmálaöflum og stjórnendum að mála þá upp sem slíka. Við í VR erum sannarlega tilbúin til samtals um lausnir og eigum okkur þann draum að umræðuna megi hefja upp úr þeim farvegi átaka sem hún hefur verið sett í. Leikskólarnir eru eitt það dýrmætasta sem samfélagið á og það verður að vanda til verka þegar gerðar eru breytingar á grunni þeirra. Ábyrgð borgarfulltrúa og sveitarstjórnarfólks er mikil og vonandi rísa þau undir henni. Höfundur er formaður VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Gunnarsdóttir Stéttarfélög Leikskólar Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Oft er sagt að einfaldasta leiðin í stjórnmálum sé að deila og drottna. Það virðist bera árangur þegar kemur að málefnum leikskólanna þar sem foreldrum annars vegar og leikskólastarfsfólki hins vegar er talin trú um að hagsmunir þeirra séu ósamrýmanlegir. Eina leiðin til að takast á við áskoranir leikskólastigsins sé að velta byrðunum á foreldra með því að auka kostnað þeirra og/eða fækka þeim stundum sem börnin þeirra eru í leikskólanum. ASÍ og BSRB og stéttarfélög þar innan, að Eflingu undanskilinni, hafa risið upp og mótmælt þeim breytingum sem Reykjavíkurborg boðar í leikskólamálum, og hafa átt sér stað innan fleiri sveitarfélaga. Vistunartími á leikskólum þurfi að vera í einhverjum tengslum við vinnutíma foreldra og gjaldskrárhækkanir séu óásættanlegar. Gagnrýni stéttarfélaganna hefur alltaf einkennst af virðingu gagnvart starfsfólki leikskóla og ákalli um að kjör þeirra séu með besta móti. Við mótmælum hins vegar þeirri nálgun að annað hvort þurfi foreldrar eða starfsfólk leikskóla að bera meiri byrðar en þau ráða við með góðu móti. Margþætt hlutverk leikskóla Breytingarnar sem eru að verða á starfsemi leikskóla eru umfangsmiklar. Þær hafa aldrei komið til umfjöllunar í lýðræðislegum kosningum, þótt þær séu hápólitískar og geti haft mikil áhrif á bæði vinnumarkað og samfélag. Leikskólarnir gegna margþættu hlutverki í samfélaginu og eru grunnstofnun þegar kemur að menntun, uppeldi, barnavernd, jafnréttismálum, atvinnuþátttöku og jöfnuði, svo að fátt eitt sé nefnt. Sveitarfélögunum hefur reynst erfitt að standa undir rekstri leikskólanna af ýmsum ástæðum. Nefna má nauðsyn þess að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla, skort á leikskólakennurum, vanfjármögnun leikskólanna, skort á innviðauppbyggingu og viðhaldi (mygla!), eitt leyfisbréf kennara, lengingu leikskólakennaranáms, styttingu vinnuvikunnar og aðrar kjarabætur. Þetta eru flókin viðfangsefni og stjórnendur sveitarfélaga og leikskóla eiga ekki að þurfa að glíma við þau ein. Loforðið sem kerfið gaf sjálfu sér Í samráðsferli Reykjavíkurborgar hafa foreldraráð verið kölluð til funda, sem eru ekki opnir öllum foreldrum. Markmið fundanna virðist meira snúast um að stjórnendur borgarinnar hamri á sínum sjónarmiðum en að hlusta á foreldra, sem jafnvel ganga út með þá tilfinningu að fallist þeir ekki á tillögur borgarinnar séu þeir að fara gegn starfsfólkinu sem annast börnin þeirra í leikskólum. Samhliða á sér stað samfélagsleg umræða sem einkennist af rangfærslum og upphrópunum, þar sem er gefið er í skyn að foreldar séu ekki nógu góðir og beri ekki hag barna sinna fyrir brjósti. Börnum þeirra sé nánast hætta búin á leikskólum, a.m.k. eftir kl. 15 á daginn eða eftir 14 á föstudögum! Í grunninn ganga breytingarnar út á að mæta þörfum kerfisins og þá ekki síst því loforði sem það gaf sjálfu sér (ekki þjónustuþegum) um að stytting vinnuvikunnar mætti ekki kosta neitt. Hér er þó kostnaðinum velt annað, nánar tiltekið á foreldra og stýritækin sem eru notuð gegn þeim eru þaulreynd: peningar og sektarkennd. Markmiðið er að fækka vistunartímum barna á leikskólum, í stað þess að bæta starfsaðstæður með öðrum hætti í þeim leikskólum þar sem þess er þörf. Þessi þróun er ekki bundin við Ísland. Nýverið hitti ég norræna kollega sem lýstu tilhneigingu ráðandi afla til að mála niðurskurðarstefnu upp sem barnvæna stefnumótun, því að það sé best fyrir börn að vera heima (hjá mæðrum sínum) og alls ekki of lengi annars staðar en heima, a.m.k. ekki ef það kostar. Þetta er pólitík samtímans og við erum í varnarbaráttu. Velferð barna og foreldra er samhangandi Börn verða alltaf hluti af samfélaginu sem þau búa í og þeim sem þykir vænt um velferð barna ætti að þykja líka vænt um velferð foreldra og þeirra sem annast börn. Þetta verður ekki aðskilið. Börn eiga rétt á bestu mögulegu umönnun og jafnvægið á milli skóla/leikskóla, heimilis og annarra úrræða er eilíft viðfangsefni. En það er ekki hægt að brjóta foreldra niður til að byggja upp leikskóla. Ef vinnandi foreldrar segja að aukin gjaldtaka og/eða styttri vistunartími sé þeim um megn á að hlusta á þá. Að stytta leikskóladag barna þýðir ekki sjálfkrafa að þau verði í öruggri umsjón foreldra sinna. Það muna eldri kynslóðir vel frá þeim tíma sem leikskólavist var munaðarvara og börnum þvælt á milli úrræða meðan mæður þeirra voru í vinnu. Það þarf ekki að varpa hagsmunum vinnandi foreldra fyrir róða til að vinnandi starfsfólk leikskóla geti komist í gegnum daginn. Þessir hagsmunir eru ekki andstæðir. Og við eigum ekki að leyfa stjórnmálaöflum og stjórnendum að mála þá upp sem slíka. Við í VR erum sannarlega tilbúin til samtals um lausnir og eigum okkur þann draum að umræðuna megi hefja upp úr þeim farvegi átaka sem hún hefur verið sett í. Leikskólarnir eru eitt það dýrmætasta sem samfélagið á og það verður að vanda til verka þegar gerðar eru breytingar á grunni þeirra. Ábyrgð borgarfulltrúa og sveitarstjórnarfólks er mikil og vonandi rísa þau undir henni. Höfundur er formaður VR.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun