Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar 17. október 2025 09:02 Oft er sagt að einfaldasta leiðin í stjórnmálum sé að deila og drottna. Það virðist bera árangur þegar kemur að málefnum leikskólanna þar sem foreldrum annars vegar og leikskólastarfsfólki hins vegar er talin trú um að hagsmunir þeirra séu ósamrýmanlegir. Eina leiðin til að takast á við áskoranir leikskólastigsins sé að velta byrðunum á foreldra með því að auka kostnað þeirra og/eða fækka þeim stundum sem börnin þeirra eru í leikskólanum. ASÍ og BSRB og stéttarfélög þar innan, að Eflingu undanskilinni, hafa risið upp og mótmælt þeim breytingum sem Reykjavíkurborg boðar í leikskólamálum, og hafa átt sér stað innan fleiri sveitarfélaga. Vistunartími á leikskólum þurfi að vera í einhverjum tengslum við vinnutíma foreldra og gjaldskrárhækkanir séu óásættanlegar. Gagnrýni stéttarfélaganna hefur alltaf einkennst af virðingu gagnvart starfsfólki leikskóla og ákalli um að kjör þeirra séu með besta móti. Við mótmælum hins vegar þeirri nálgun að annað hvort þurfi foreldrar eða starfsfólk leikskóla að bera meiri byrðar en þau ráða við með góðu móti. Margþætt hlutverk leikskóla Breytingarnar sem eru að verða á starfsemi leikskóla eru umfangsmiklar. Þær hafa aldrei komið til umfjöllunar í lýðræðislegum kosningum, þótt þær séu hápólitískar og geti haft mikil áhrif á bæði vinnumarkað og samfélag. Leikskólarnir gegna margþættu hlutverki í samfélaginu og eru grunnstofnun þegar kemur að menntun, uppeldi, barnavernd, jafnréttismálum, atvinnuþátttöku og jöfnuði, svo að fátt eitt sé nefnt. Sveitarfélögunum hefur reynst erfitt að standa undir rekstri leikskólanna af ýmsum ástæðum. Nefna má nauðsyn þess að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla, skort á leikskólakennurum, vanfjármögnun leikskólanna, skort á innviðauppbyggingu og viðhaldi (mygla!), eitt leyfisbréf kennara, lengingu leikskólakennaranáms, styttingu vinnuvikunnar og aðrar kjarabætur. Þetta eru flókin viðfangsefni og stjórnendur sveitarfélaga og leikskóla eiga ekki að þurfa að glíma við þau ein. Loforðið sem kerfið gaf sjálfu sér Í samráðsferli Reykjavíkurborgar hafa foreldraráð verið kölluð til funda, sem eru ekki opnir öllum foreldrum. Markmið fundanna virðist meira snúast um að stjórnendur borgarinnar hamri á sínum sjónarmiðum en að hlusta á foreldra, sem jafnvel ganga út með þá tilfinningu að fallist þeir ekki á tillögur borgarinnar séu þeir að fara gegn starfsfólkinu sem annast börnin þeirra í leikskólum. Samhliða á sér stað samfélagsleg umræða sem einkennist af rangfærslum og upphrópunum, þar sem er gefið er í skyn að foreldar séu ekki nógu góðir og beri ekki hag barna sinna fyrir brjósti. Börnum þeirra sé nánast hætta búin á leikskólum, a.m.k. eftir kl. 15 á daginn eða eftir 14 á föstudögum! Í grunninn ganga breytingarnar út á að mæta þörfum kerfisins og þá ekki síst því loforði sem það gaf sjálfu sér (ekki þjónustuþegum) um að stytting vinnuvikunnar mætti ekki kosta neitt. Hér er þó kostnaðinum velt annað, nánar tiltekið á foreldra og stýritækin sem eru notuð gegn þeim eru þaulreynd: peningar og sektarkennd. Markmiðið er að fækka vistunartímum barna á leikskólum, í stað þess að bæta starfsaðstæður með öðrum hætti í þeim leikskólum þar sem þess er þörf. Þessi þróun er ekki bundin við Ísland. Nýverið hitti ég norræna kollega sem lýstu tilhneigingu ráðandi afla til að mála niðurskurðarstefnu upp sem barnvæna stefnumótun, því að það sé best fyrir börn að vera heima (hjá mæðrum sínum) og alls ekki of lengi annars staðar en heima, a.m.k. ekki ef það kostar. Þetta er pólitík samtímans og við erum í varnarbaráttu. Velferð barna og foreldra er samhangandi Börn verða alltaf hluti af samfélaginu sem þau búa í og þeim sem þykir vænt um velferð barna ætti að þykja líka vænt um velferð foreldra og þeirra sem annast börn. Þetta verður ekki aðskilið. Börn eiga rétt á bestu mögulegu umönnun og jafnvægið á milli skóla/leikskóla, heimilis og annarra úrræða er eilíft viðfangsefni. En það er ekki hægt að brjóta foreldra niður til að byggja upp leikskóla. Ef vinnandi foreldrar segja að aukin gjaldtaka og/eða styttri vistunartími sé þeim um megn á að hlusta á þá. Að stytta leikskóladag barna þýðir ekki sjálfkrafa að þau verði í öruggri umsjón foreldra sinna. Það muna eldri kynslóðir vel frá þeim tíma sem leikskólavist var munaðarvara og börnum þvælt á milli úrræða meðan mæður þeirra voru í vinnu. Það þarf ekki að varpa hagsmunum vinnandi foreldra fyrir róða til að vinnandi starfsfólk leikskóla geti komist í gegnum daginn. Þessir hagsmunir eru ekki andstæðir. Og við eigum ekki að leyfa stjórnmálaöflum og stjórnendum að mála þá upp sem slíka. Við í VR erum sannarlega tilbúin til samtals um lausnir og eigum okkur þann draum að umræðuna megi hefja upp úr þeim farvegi átaka sem hún hefur verið sett í. Leikskólarnir eru eitt það dýrmætasta sem samfélagið á og það verður að vanda til verka þegar gerðar eru breytingar á grunni þeirra. Ábyrgð borgarfulltrúa og sveitarstjórnarfólks er mikil og vonandi rísa þau undir henni. Höfundur er formaður VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Gunnarsdóttir Stéttarfélög Leikskólar Mest lesið Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Oft er sagt að einfaldasta leiðin í stjórnmálum sé að deila og drottna. Það virðist bera árangur þegar kemur að málefnum leikskólanna þar sem foreldrum annars vegar og leikskólastarfsfólki hins vegar er talin trú um að hagsmunir þeirra séu ósamrýmanlegir. Eina leiðin til að takast á við áskoranir leikskólastigsins sé að velta byrðunum á foreldra með því að auka kostnað þeirra og/eða fækka þeim stundum sem börnin þeirra eru í leikskólanum. ASÍ og BSRB og stéttarfélög þar innan, að Eflingu undanskilinni, hafa risið upp og mótmælt þeim breytingum sem Reykjavíkurborg boðar í leikskólamálum, og hafa átt sér stað innan fleiri sveitarfélaga. Vistunartími á leikskólum þurfi að vera í einhverjum tengslum við vinnutíma foreldra og gjaldskrárhækkanir séu óásættanlegar. Gagnrýni stéttarfélaganna hefur alltaf einkennst af virðingu gagnvart starfsfólki leikskóla og ákalli um að kjör þeirra séu með besta móti. Við mótmælum hins vegar þeirri nálgun að annað hvort þurfi foreldrar eða starfsfólk leikskóla að bera meiri byrðar en þau ráða við með góðu móti. Margþætt hlutverk leikskóla Breytingarnar sem eru að verða á starfsemi leikskóla eru umfangsmiklar. Þær hafa aldrei komið til umfjöllunar í lýðræðislegum kosningum, þótt þær séu hápólitískar og geti haft mikil áhrif á bæði vinnumarkað og samfélag. Leikskólarnir gegna margþættu hlutverki í samfélaginu og eru grunnstofnun þegar kemur að menntun, uppeldi, barnavernd, jafnréttismálum, atvinnuþátttöku og jöfnuði, svo að fátt eitt sé nefnt. Sveitarfélögunum hefur reynst erfitt að standa undir rekstri leikskólanna af ýmsum ástæðum. Nefna má nauðsyn þess að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla, skort á leikskólakennurum, vanfjármögnun leikskólanna, skort á innviðauppbyggingu og viðhaldi (mygla!), eitt leyfisbréf kennara, lengingu leikskólakennaranáms, styttingu vinnuvikunnar og aðrar kjarabætur. Þetta eru flókin viðfangsefni og stjórnendur sveitarfélaga og leikskóla eiga ekki að þurfa að glíma við þau ein. Loforðið sem kerfið gaf sjálfu sér Í samráðsferli Reykjavíkurborgar hafa foreldraráð verið kölluð til funda, sem eru ekki opnir öllum foreldrum. Markmið fundanna virðist meira snúast um að stjórnendur borgarinnar hamri á sínum sjónarmiðum en að hlusta á foreldra, sem jafnvel ganga út með þá tilfinningu að fallist þeir ekki á tillögur borgarinnar séu þeir að fara gegn starfsfólkinu sem annast börnin þeirra í leikskólum. Samhliða á sér stað samfélagsleg umræða sem einkennist af rangfærslum og upphrópunum, þar sem er gefið er í skyn að foreldar séu ekki nógu góðir og beri ekki hag barna sinna fyrir brjósti. Börnum þeirra sé nánast hætta búin á leikskólum, a.m.k. eftir kl. 15 á daginn eða eftir 14 á föstudögum! Í grunninn ganga breytingarnar út á að mæta þörfum kerfisins og þá ekki síst því loforði sem það gaf sjálfu sér (ekki þjónustuþegum) um að stytting vinnuvikunnar mætti ekki kosta neitt. Hér er þó kostnaðinum velt annað, nánar tiltekið á foreldra og stýritækin sem eru notuð gegn þeim eru þaulreynd: peningar og sektarkennd. Markmiðið er að fækka vistunartímum barna á leikskólum, í stað þess að bæta starfsaðstæður með öðrum hætti í þeim leikskólum þar sem þess er þörf. Þessi þróun er ekki bundin við Ísland. Nýverið hitti ég norræna kollega sem lýstu tilhneigingu ráðandi afla til að mála niðurskurðarstefnu upp sem barnvæna stefnumótun, því að það sé best fyrir börn að vera heima (hjá mæðrum sínum) og alls ekki of lengi annars staðar en heima, a.m.k. ekki ef það kostar. Þetta er pólitík samtímans og við erum í varnarbaráttu. Velferð barna og foreldra er samhangandi Börn verða alltaf hluti af samfélaginu sem þau búa í og þeim sem þykir vænt um velferð barna ætti að þykja líka vænt um velferð foreldra og þeirra sem annast börn. Þetta verður ekki aðskilið. Börn eiga rétt á bestu mögulegu umönnun og jafnvægið á milli skóla/leikskóla, heimilis og annarra úrræða er eilíft viðfangsefni. En það er ekki hægt að brjóta foreldra niður til að byggja upp leikskóla. Ef vinnandi foreldrar segja að aukin gjaldtaka og/eða styttri vistunartími sé þeim um megn á að hlusta á þá. Að stytta leikskóladag barna þýðir ekki sjálfkrafa að þau verði í öruggri umsjón foreldra sinna. Það muna eldri kynslóðir vel frá þeim tíma sem leikskólavist var munaðarvara og börnum þvælt á milli úrræða meðan mæður þeirra voru í vinnu. Það þarf ekki að varpa hagsmunum vinnandi foreldra fyrir róða til að vinnandi starfsfólk leikskóla geti komist í gegnum daginn. Þessir hagsmunir eru ekki andstæðir. Og við eigum ekki að leyfa stjórnmálaöflum og stjórnendum að mála þá upp sem slíka. Við í VR erum sannarlega tilbúin til samtals um lausnir og eigum okkur þann draum að umræðuna megi hefja upp úr þeim farvegi átaka sem hún hefur verið sett í. Leikskólarnir eru eitt það dýrmætasta sem samfélagið á og það verður að vanda til verka þegar gerðar eru breytingar á grunni þeirra. Ábyrgð borgarfulltrúa og sveitarstjórnarfólks er mikil og vonandi rísa þau undir henni. Höfundur er formaður VR.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun