Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar 17. október 2025 09:02 Oft er sagt að einfaldasta leiðin í stjórnmálum sé að deila og drottna. Það virðist bera árangur þegar kemur að málefnum leikskólanna þar sem foreldrum annars vegar og leikskólastarfsfólki hins vegar er talin trú um að hagsmunir þeirra séu ósamrýmanlegir. Eina leiðin til að takast á við áskoranir leikskólastigsins sé að velta byrðunum á foreldra með því að auka kostnað þeirra og/eða fækka þeim stundum sem börnin þeirra eru í leikskólanum. ASÍ og BSRB og stéttarfélög þar innan, að Eflingu undanskilinni, hafa risið upp og mótmælt þeim breytingum sem Reykjavíkurborg boðar í leikskólamálum, og hafa átt sér stað innan fleiri sveitarfélaga. Vistunartími á leikskólum þurfi að vera í einhverjum tengslum við vinnutíma foreldra og gjaldskrárhækkanir séu óásættanlegar. Gagnrýni stéttarfélaganna hefur alltaf einkennst af virðingu gagnvart starfsfólki leikskóla og ákalli um að kjör þeirra séu með besta móti. Við mótmælum hins vegar þeirri nálgun að annað hvort þurfi foreldrar eða starfsfólk leikskóla að bera meiri byrðar en þau ráða við með góðu móti. Margþætt hlutverk leikskóla Breytingarnar sem eru að verða á starfsemi leikskóla eru umfangsmiklar. Þær hafa aldrei komið til umfjöllunar í lýðræðislegum kosningum, þótt þær séu hápólitískar og geti haft mikil áhrif á bæði vinnumarkað og samfélag. Leikskólarnir gegna margþættu hlutverki í samfélaginu og eru grunnstofnun þegar kemur að menntun, uppeldi, barnavernd, jafnréttismálum, atvinnuþátttöku og jöfnuði, svo að fátt eitt sé nefnt. Sveitarfélögunum hefur reynst erfitt að standa undir rekstri leikskólanna af ýmsum ástæðum. Nefna má nauðsyn þess að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla, skort á leikskólakennurum, vanfjármögnun leikskólanna, skort á innviðauppbyggingu og viðhaldi (mygla!), eitt leyfisbréf kennara, lengingu leikskólakennaranáms, styttingu vinnuvikunnar og aðrar kjarabætur. Þetta eru flókin viðfangsefni og stjórnendur sveitarfélaga og leikskóla eiga ekki að þurfa að glíma við þau ein. Loforðið sem kerfið gaf sjálfu sér Í samráðsferli Reykjavíkurborgar hafa foreldraráð verið kölluð til funda, sem eru ekki opnir öllum foreldrum. Markmið fundanna virðist meira snúast um að stjórnendur borgarinnar hamri á sínum sjónarmiðum en að hlusta á foreldra, sem jafnvel ganga út með þá tilfinningu að fallist þeir ekki á tillögur borgarinnar séu þeir að fara gegn starfsfólkinu sem annast börnin þeirra í leikskólum. Samhliða á sér stað samfélagsleg umræða sem einkennist af rangfærslum og upphrópunum, þar sem er gefið er í skyn að foreldar séu ekki nógu góðir og beri ekki hag barna sinna fyrir brjósti. Börnum þeirra sé nánast hætta búin á leikskólum, a.m.k. eftir kl. 15 á daginn eða eftir 14 á föstudögum! Í grunninn ganga breytingarnar út á að mæta þörfum kerfisins og þá ekki síst því loforði sem það gaf sjálfu sér (ekki þjónustuþegum) um að stytting vinnuvikunnar mætti ekki kosta neitt. Hér er þó kostnaðinum velt annað, nánar tiltekið á foreldra og stýritækin sem eru notuð gegn þeim eru þaulreynd: peningar og sektarkennd. Markmiðið er að fækka vistunartímum barna á leikskólum, í stað þess að bæta starfsaðstæður með öðrum hætti í þeim leikskólum þar sem þess er þörf. Þessi þróun er ekki bundin við Ísland. Nýverið hitti ég norræna kollega sem lýstu tilhneigingu ráðandi afla til að mála niðurskurðarstefnu upp sem barnvæna stefnumótun, því að það sé best fyrir börn að vera heima (hjá mæðrum sínum) og alls ekki of lengi annars staðar en heima, a.m.k. ekki ef það kostar. Þetta er pólitík samtímans og við erum í varnarbaráttu. Velferð barna og foreldra er samhangandi Börn verða alltaf hluti af samfélaginu sem þau búa í og þeim sem þykir vænt um velferð barna ætti að þykja líka vænt um velferð foreldra og þeirra sem annast börn. Þetta verður ekki aðskilið. Börn eiga rétt á bestu mögulegu umönnun og jafnvægið á milli skóla/leikskóla, heimilis og annarra úrræða er eilíft viðfangsefni. En það er ekki hægt að brjóta foreldra niður til að byggja upp leikskóla. Ef vinnandi foreldrar segja að aukin gjaldtaka og/eða styttri vistunartími sé þeim um megn á að hlusta á þá. Að stytta leikskóladag barna þýðir ekki sjálfkrafa að þau verði í öruggri umsjón foreldra sinna. Það muna eldri kynslóðir vel frá þeim tíma sem leikskólavist var munaðarvara og börnum þvælt á milli úrræða meðan mæður þeirra voru í vinnu. Það þarf ekki að varpa hagsmunum vinnandi foreldra fyrir róða til að vinnandi starfsfólk leikskóla geti komist í gegnum daginn. Þessir hagsmunir eru ekki andstæðir. Og við eigum ekki að leyfa stjórnmálaöflum og stjórnendum að mála þá upp sem slíka. Við í VR erum sannarlega tilbúin til samtals um lausnir og eigum okkur þann draum að umræðuna megi hefja upp úr þeim farvegi átaka sem hún hefur verið sett í. Leikskólarnir eru eitt það dýrmætasta sem samfélagið á og það verður að vanda til verka þegar gerðar eru breytingar á grunni þeirra. Ábyrgð borgarfulltrúa og sveitarstjórnarfólks er mikil og vonandi rísa þau undir henni. Höfundur er formaður VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Gunnarsdóttir Stéttarfélög Leikskólar Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Sjá meira
Oft er sagt að einfaldasta leiðin í stjórnmálum sé að deila og drottna. Það virðist bera árangur þegar kemur að málefnum leikskólanna þar sem foreldrum annars vegar og leikskólastarfsfólki hins vegar er talin trú um að hagsmunir þeirra séu ósamrýmanlegir. Eina leiðin til að takast á við áskoranir leikskólastigsins sé að velta byrðunum á foreldra með því að auka kostnað þeirra og/eða fækka þeim stundum sem börnin þeirra eru í leikskólanum. ASÍ og BSRB og stéttarfélög þar innan, að Eflingu undanskilinni, hafa risið upp og mótmælt þeim breytingum sem Reykjavíkurborg boðar í leikskólamálum, og hafa átt sér stað innan fleiri sveitarfélaga. Vistunartími á leikskólum þurfi að vera í einhverjum tengslum við vinnutíma foreldra og gjaldskrárhækkanir séu óásættanlegar. Gagnrýni stéttarfélaganna hefur alltaf einkennst af virðingu gagnvart starfsfólki leikskóla og ákalli um að kjör þeirra séu með besta móti. Við mótmælum hins vegar þeirri nálgun að annað hvort þurfi foreldrar eða starfsfólk leikskóla að bera meiri byrðar en þau ráða við með góðu móti. Margþætt hlutverk leikskóla Breytingarnar sem eru að verða á starfsemi leikskóla eru umfangsmiklar. Þær hafa aldrei komið til umfjöllunar í lýðræðislegum kosningum, þótt þær séu hápólitískar og geti haft mikil áhrif á bæði vinnumarkað og samfélag. Leikskólarnir gegna margþættu hlutverki í samfélaginu og eru grunnstofnun þegar kemur að menntun, uppeldi, barnavernd, jafnréttismálum, atvinnuþátttöku og jöfnuði, svo að fátt eitt sé nefnt. Sveitarfélögunum hefur reynst erfitt að standa undir rekstri leikskólanna af ýmsum ástæðum. Nefna má nauðsyn þess að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla, skort á leikskólakennurum, vanfjármögnun leikskólanna, skort á innviðauppbyggingu og viðhaldi (mygla!), eitt leyfisbréf kennara, lengingu leikskólakennaranáms, styttingu vinnuvikunnar og aðrar kjarabætur. Þetta eru flókin viðfangsefni og stjórnendur sveitarfélaga og leikskóla eiga ekki að þurfa að glíma við þau ein. Loforðið sem kerfið gaf sjálfu sér Í samráðsferli Reykjavíkurborgar hafa foreldraráð verið kölluð til funda, sem eru ekki opnir öllum foreldrum. Markmið fundanna virðist meira snúast um að stjórnendur borgarinnar hamri á sínum sjónarmiðum en að hlusta á foreldra, sem jafnvel ganga út með þá tilfinningu að fallist þeir ekki á tillögur borgarinnar séu þeir að fara gegn starfsfólkinu sem annast börnin þeirra í leikskólum. Samhliða á sér stað samfélagsleg umræða sem einkennist af rangfærslum og upphrópunum, þar sem er gefið er í skyn að foreldar séu ekki nógu góðir og beri ekki hag barna sinna fyrir brjósti. Börnum þeirra sé nánast hætta búin á leikskólum, a.m.k. eftir kl. 15 á daginn eða eftir 14 á föstudögum! Í grunninn ganga breytingarnar út á að mæta þörfum kerfisins og þá ekki síst því loforði sem það gaf sjálfu sér (ekki þjónustuþegum) um að stytting vinnuvikunnar mætti ekki kosta neitt. Hér er þó kostnaðinum velt annað, nánar tiltekið á foreldra og stýritækin sem eru notuð gegn þeim eru þaulreynd: peningar og sektarkennd. Markmiðið er að fækka vistunartímum barna á leikskólum, í stað þess að bæta starfsaðstæður með öðrum hætti í þeim leikskólum þar sem þess er þörf. Þessi þróun er ekki bundin við Ísland. Nýverið hitti ég norræna kollega sem lýstu tilhneigingu ráðandi afla til að mála niðurskurðarstefnu upp sem barnvæna stefnumótun, því að það sé best fyrir börn að vera heima (hjá mæðrum sínum) og alls ekki of lengi annars staðar en heima, a.m.k. ekki ef það kostar. Þetta er pólitík samtímans og við erum í varnarbaráttu. Velferð barna og foreldra er samhangandi Börn verða alltaf hluti af samfélaginu sem þau búa í og þeim sem þykir vænt um velferð barna ætti að þykja líka vænt um velferð foreldra og þeirra sem annast börn. Þetta verður ekki aðskilið. Börn eiga rétt á bestu mögulegu umönnun og jafnvægið á milli skóla/leikskóla, heimilis og annarra úrræða er eilíft viðfangsefni. En það er ekki hægt að brjóta foreldra niður til að byggja upp leikskóla. Ef vinnandi foreldrar segja að aukin gjaldtaka og/eða styttri vistunartími sé þeim um megn á að hlusta á þá. Að stytta leikskóladag barna þýðir ekki sjálfkrafa að þau verði í öruggri umsjón foreldra sinna. Það muna eldri kynslóðir vel frá þeim tíma sem leikskólavist var munaðarvara og börnum þvælt á milli úrræða meðan mæður þeirra voru í vinnu. Það þarf ekki að varpa hagsmunum vinnandi foreldra fyrir róða til að vinnandi starfsfólk leikskóla geti komist í gegnum daginn. Þessir hagsmunir eru ekki andstæðir. Og við eigum ekki að leyfa stjórnmálaöflum og stjórnendum að mála þá upp sem slíka. Við í VR erum sannarlega tilbúin til samtals um lausnir og eigum okkur þann draum að umræðuna megi hefja upp úr þeim farvegi átaka sem hún hefur verið sett í. Leikskólarnir eru eitt það dýrmætasta sem samfélagið á og það verður að vanda til verka þegar gerðar eru breytingar á grunni þeirra. Ábyrgð borgarfulltrúa og sveitarstjórnarfólks er mikil og vonandi rísa þau undir henni. Höfundur er formaður VR.
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun