Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson og Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifa 17. október 2025 14:02 Við Vinstri græn í Reykjavík höfum nú hafið vinnu við gerð höfuðborgarstefnu um málefni Reykjavíkurborgar. Kosningar nálgast óðfluga og verkefni okkar er að móta og skapa raunhæfan valkost til vinstri fyrir kjósendur í borginni. Við þurfum að horfa á áskoranirnar sem Reykjavík stendur frammi fyrir og möguleikana sem borgin okkar hefur upp á að bjóða. Engum dylst að harðar deilur hafa staðið yfir innbyrðis á vinstri væng stjórnmálanna undanfarin ár, bæði hér heima og alþjóðlega, sem hafa dregið verulega úr þrótti og samstöðumætti félagshyggjufólks. Þessar innantökur, sem snúast því miður oftar um persónur og leikendur en raunverulegan skoðanaágreining um málefni samfélagsins, hafa stuðlað að uppgangi öfgafullrar hægristefnu á Vesturlöndum og hér heima. Á Alþingi situr í fyrsta skipti í lýðveldissögunni ekkert félagshyggjuafl. Þessari þróun ætlum við að snúa við og við byrjum á því að efla traust kjósenda á okkar sameiginlegu pólitísku sýn í vor. Til þess að gera það þurfum við að setja okkur í spor bæði barnafjölskyldanna og þeirra sem búa ein, þeirra sem þurfa að bíða lengur en góðu hófi gegnir eftir strætó og þeirra sem syrgja tímann sem þau þurfa að vera föst í bílaumferð. Þeirra sem upplifa að þau séu á jaðrinum af því að samfélagið þrýstir þeim þangað og þeirra sem eru bara dálítið hrædd við ýmislegt sem þau þekkja ekki. Þeirra sem vilja þéttara stuðningsnet og samheldnara samfélag og þeirra sem þurfa andrými. Þeirra sem vilja meira jafnrétti og tækifæri fyrir öll. Þeirra sem vilja finna lausnir og að á þau sé hlustað. Við getum alltaf gert betur. Það vitum við Vinstri græn. Sjálfsgagnrýnin er satt best að segja sjaldnast langt undan hjá þessum hópi vinstrafólks sem hefur marga fjöruna sopið. Við í VGR munum taka hana og nýta til góðs: finna betri leiðir en áður, þora að viðurkenna það þegar við förum óvart út af veginum og koma okkur aftur á rétta leið og draga þau sem við vinnum með í átt að jafnrétti, félagslegu réttlæti og umhverfi sem við getum þrifist í. Við viljum finna lausnir. Við viljum samfélag sem grípur þau sem þurfa á því að halda að detta í öruggt fang. Við erum óhrædd að gera breytingar og við viljum vinna að því að gera borgina okkar enn betri. Við viljum horfa til þess hvað er að gerast í kringum okkur í borgum sem við viljum líkjast og við viljum að Reykjavík sé skjólsæl borg í fleiri en einum skilningi. Hér eigum við öll að geta dregið andann léttar og upplifað öryggi. Við í Vinstri grænum í Reykjavík viljum gera allt sem við getum til að Reykjavík sé okkar allra. Og við munum leggja okkur fram við að móta og bjóða fram stefnu sem getur ýtt undir það á allan mögulegan hátt. Höfundar eru formaður og varaformaður VG í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinstri græn Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Reykjavík Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Skoðun Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Sjá meira
Við Vinstri græn í Reykjavík höfum nú hafið vinnu við gerð höfuðborgarstefnu um málefni Reykjavíkurborgar. Kosningar nálgast óðfluga og verkefni okkar er að móta og skapa raunhæfan valkost til vinstri fyrir kjósendur í borginni. Við þurfum að horfa á áskoranirnar sem Reykjavík stendur frammi fyrir og möguleikana sem borgin okkar hefur upp á að bjóða. Engum dylst að harðar deilur hafa staðið yfir innbyrðis á vinstri væng stjórnmálanna undanfarin ár, bæði hér heima og alþjóðlega, sem hafa dregið verulega úr þrótti og samstöðumætti félagshyggjufólks. Þessar innantökur, sem snúast því miður oftar um persónur og leikendur en raunverulegan skoðanaágreining um málefni samfélagsins, hafa stuðlað að uppgangi öfgafullrar hægristefnu á Vesturlöndum og hér heima. Á Alþingi situr í fyrsta skipti í lýðveldissögunni ekkert félagshyggjuafl. Þessari þróun ætlum við að snúa við og við byrjum á því að efla traust kjósenda á okkar sameiginlegu pólitísku sýn í vor. Til þess að gera það þurfum við að setja okkur í spor bæði barnafjölskyldanna og þeirra sem búa ein, þeirra sem þurfa að bíða lengur en góðu hófi gegnir eftir strætó og þeirra sem syrgja tímann sem þau þurfa að vera föst í bílaumferð. Þeirra sem upplifa að þau séu á jaðrinum af því að samfélagið þrýstir þeim þangað og þeirra sem eru bara dálítið hrædd við ýmislegt sem þau þekkja ekki. Þeirra sem vilja þéttara stuðningsnet og samheldnara samfélag og þeirra sem þurfa andrými. Þeirra sem vilja meira jafnrétti og tækifæri fyrir öll. Þeirra sem vilja finna lausnir og að á þau sé hlustað. Við getum alltaf gert betur. Það vitum við Vinstri græn. Sjálfsgagnrýnin er satt best að segja sjaldnast langt undan hjá þessum hópi vinstrafólks sem hefur marga fjöruna sopið. Við í VGR munum taka hana og nýta til góðs: finna betri leiðir en áður, þora að viðurkenna það þegar við förum óvart út af veginum og koma okkur aftur á rétta leið og draga þau sem við vinnum með í átt að jafnrétti, félagslegu réttlæti og umhverfi sem við getum þrifist í. Við viljum finna lausnir. Við viljum samfélag sem grípur þau sem þurfa á því að halda að detta í öruggt fang. Við erum óhrædd að gera breytingar og við viljum vinna að því að gera borgina okkar enn betri. Við viljum horfa til þess hvað er að gerast í kringum okkur í borgum sem við viljum líkjast og við viljum að Reykjavík sé skjólsæl borg í fleiri en einum skilningi. Hér eigum við öll að geta dregið andann léttar og upplifað öryggi. Við í Vinstri grænum í Reykjavík viljum gera allt sem við getum til að Reykjavík sé okkar allra. Og við munum leggja okkur fram við að móta og bjóða fram stefnu sem getur ýtt undir það á allan mögulegan hátt. Höfundar eru formaður og varaformaður VG í Reykjavík.
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar