Ekkert er nýtt undir sólinni Auður Guðjónsdóttir skrifar 9. febrúar 2018 07:00 Á dögunum greindi Hákon Hákonarson læknir frá því í Kastljósi að hann hefði fundið stökkbreytt gen í miðtaugakerfi barna sem haldin eru athyglisbresti og ofvirkni. Það leiddi til leitar hans að því hvort þróað hefði verið lyf sem gæti slegið á einkenni röskunarinnar. Hann komst að því að það hefðu Japanir gert tuttugu árum fyrr í von um að geta notað það við minnisglöpum sem ekki gekk. Tilraunameðferðir á börnunum lofa góðu. Sá sem leitar hann finnur. Eins og fólk veit gengur erfiðlega að finna lækningu á meinum í miðtaugakerfinu þrátt fyrir að mikið sé rannsakað. Dóttir mín lamaðist fyrir 28 árum og þá var sagt að svo mikið væri að gerast í rannsóknum á taugakerfinu að lækning við mænuskaða hlyti að vera handan við hornið. Satt að segja er meðferð við mænuskaða sú sama í dag og þá. Lamað fólk er þjálfað til sjálfsbjargar í hjólastól og ekkert bólar á lækningu. Ástæðan er framtaksleysi. Hin mikla þekking sem til staðar er á taugavísindasviði er ekki skoðuð í stóra samhenginu og ekki nýtt almennt til að finna þræði sem samræmast eins og Hákon gerði með stórkostlegum árangri. Árið 2015 kom Ísland inn í stefnuyfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna tilvísun um að stefnt skuli að því að þjóðir heims bæti meðferðir í taugakerfinu. Í framhaldinu leitaði Lilja Alfreðsdóttir, þáverandi utanríkisráðherra, eftir því við Norrænu ráðherranefndina að hún tæki tilvísunina upp og samþykkti að láta greina og samkeyra norræna gagnabanka á taugavísindasviði og leita að sameiginlegu mynstri í innihaldi þeirra. Markmiðið væri að auka skilning læknavísindanna á hvernig taugakerfið starfar og færa heiminn nær lækningu. Enn sem komið er hefur tillaga Lilju fengið jákvæða umfjöllun og verður vonandi samþykkt og komið í framkvæmd á þessu ári. Ég bið samstarfsráðherra, heilbrigðisráðherra og þingmenn Íslandsdeildar Norðurlandaráðs að beita sér kröftuglega málinu til framdráttar á vettvangi Norðurlandaráðs.Höfundur er stjórnarformaður Mænuskaðastofnunar Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auður Guðjónsdóttir Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Sjá meira
Á dögunum greindi Hákon Hákonarson læknir frá því í Kastljósi að hann hefði fundið stökkbreytt gen í miðtaugakerfi barna sem haldin eru athyglisbresti og ofvirkni. Það leiddi til leitar hans að því hvort þróað hefði verið lyf sem gæti slegið á einkenni röskunarinnar. Hann komst að því að það hefðu Japanir gert tuttugu árum fyrr í von um að geta notað það við minnisglöpum sem ekki gekk. Tilraunameðferðir á börnunum lofa góðu. Sá sem leitar hann finnur. Eins og fólk veit gengur erfiðlega að finna lækningu á meinum í miðtaugakerfinu þrátt fyrir að mikið sé rannsakað. Dóttir mín lamaðist fyrir 28 árum og þá var sagt að svo mikið væri að gerast í rannsóknum á taugakerfinu að lækning við mænuskaða hlyti að vera handan við hornið. Satt að segja er meðferð við mænuskaða sú sama í dag og þá. Lamað fólk er þjálfað til sjálfsbjargar í hjólastól og ekkert bólar á lækningu. Ástæðan er framtaksleysi. Hin mikla þekking sem til staðar er á taugavísindasviði er ekki skoðuð í stóra samhenginu og ekki nýtt almennt til að finna þræði sem samræmast eins og Hákon gerði með stórkostlegum árangri. Árið 2015 kom Ísland inn í stefnuyfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna tilvísun um að stefnt skuli að því að þjóðir heims bæti meðferðir í taugakerfinu. Í framhaldinu leitaði Lilja Alfreðsdóttir, þáverandi utanríkisráðherra, eftir því við Norrænu ráðherranefndina að hún tæki tilvísunina upp og samþykkti að láta greina og samkeyra norræna gagnabanka á taugavísindasviði og leita að sameiginlegu mynstri í innihaldi þeirra. Markmiðið væri að auka skilning læknavísindanna á hvernig taugakerfið starfar og færa heiminn nær lækningu. Enn sem komið er hefur tillaga Lilju fengið jákvæða umfjöllun og verður vonandi samþykkt og komið í framkvæmd á þessu ári. Ég bið samstarfsráðherra, heilbrigðisráðherra og þingmenn Íslandsdeildar Norðurlandaráðs að beita sér kröftuglega málinu til framdráttar á vettvangi Norðurlandaráðs.Höfundur er stjórnarformaður Mænuskaðastofnunar Íslands.
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar