Telja að FBI og ráðuneytið hafi horn í síðu Trump Kjartan Kjartansson skrifar 6. febrúar 2018 10:04 Höfuðstöðvar FBI í J. Edgar Hoover-byggingunni í Washington-borg. Yfirmenn stofnunarinnar hafa legið undir nær stanslausri gagnrýni Trump frá því að Rússarannsóknin komst á almannavitorð. Vísir/AFP Meirihluti repúblikana í Bandaríkjunum telur að alríkislögreglan FBI og dómsmálaráðuneytið reyni að grafa undan Donald Trump forseta. Niðurstöður nýrrar könnunar benda til þess að linnulaus gagnrýni Trump og bandamanna hans á þingi gegn æðstu löggæslustofnunum landsins móti viðhorf repúblikana. Samkvæmt könnun Reuters-fréttastofunnar og Ipsos sögðust 73% repúblikana vera sammála þeirri staðhæfingu að starfsmenn FBI og dómsmálaráðuneytisins vinni að því að grafa undan lögmæti Trump forseta með rannsóknum sem eigi sér pólitískar rætur. Trump hefur sjálfur ítrekað fullyrt að Rússarannsóknin sé pólitískar nornaveiðar gegn honum, runnar undan rótum demókrata sem séu tapsárir eftir forsetakosningarnar árið 2016. Repúblikanar á Bandaríkjaþingi samþykktu að birta opinberlega leynilegt minnisblað í síðustu viku þar sem fullyrt var að yfirmenn FBI og ráðuneytisins hafi gerst sekir um misferli þegar þeir fengu heimild til að hlera fyrrverandi ráðgjafa framboðs Trump. Það gerðu þeir þrátt fyrir mótbárur FBI og ráðuneytisins. Á móti telja þrír af hverjum fjórum demókrötum í könnuninni að repúblikanar og Hvíta húsið séu að reyna að grafa undan trúverðugleika FBI og dómsmálaráðuneytisins vegna Rússarannsóknarinnar.Vinnur hvort sem hann verður hreinsaður af sök eða ekki Viðhorf repúblikana til tveggja æðstu löggæslustofnana Bandaríkjanna þykir saga til næsta bæjar. Flokkurinn hefur lengi verið sjálfskipaður málsvari laga og reglna. Repúblikanar hafa yfirleitt borið mest traust til löggæslustofnana. Þannig sögðust 84% repúblikana vera jákvæðir í garð FBI í könnun Reuters og Ipsos í janúar árið 2015. Í síðasta mánuði sagðist 91% þeirra hafa mikið eða nokkuð traust í garð löggæslustofnana Bandaríkjanna. Erroll Southers, sérfræðingur í þjóðaröryggismálum og fyrrverandi FBI-fulltrúi, segir niðurstöður könnunarinnar nú sýna áhrifin sem Trump hefur á viðhorf flokksbræðra sinna í Repúblikanaflokknum. Hann græði aðeins á því að vega að trúverðugleika stofnananna sem stjórna rannsókn á honum. „Hann getur ekki tapað á þessu. Ef [rannsóknin] hreinsar hann, þá vinnur hann. Ef hann verður það ekki þá útskýrir hann að FBI sé spillt og að þetta séu allt nornaveiðar og hann vinnur,“ segir Southers sem telur að stuðingsmenn forsetans muni tvíeflas hvor sem niðurstaða rannsóknarinnar verður. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump kallar fyrrverandi yfirmenn leyniþjónustu og FBI lygara Bandaríkjaforseti heldur áfram árásum sínum á trúverðugleika bandarískra alríkisstofnana. 5. febrúar 2018 14:45 Trump sakar æðstu löggæslustofnanir Bandaríkjanna um hlutdrægni Í tístum fullyrðir Bandaríkjaforseti að FBI og dómsmálaráðuneytið dragi taum demókrata og sé hlutdrægt gegn repúblikönum. 2. febrúar 2018 12:22 Aðgerðum repúblikana líkt við alræmt augnablik Watergate-hneykslisins Einn blaðamannanna sem afhjúpaði Watergate-hneykslið segir að atburða gærdagsins gæti orðið minnst á sama hátt og "laugardagsfjöldamorðs“ Richards Nixon. 30. janúar 2018 13:30 Trump telur umdeilt minnisblað geta grafið undan Rússarannsókninni Markmið repúblikana með því að birta minnisblaðið virðist vera að gefa Trump forseta skotfæri á manninn sem hefur örlög rannsóknar Roberts Mueller í höndum sér. 1. febrúar 2018 17:00 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Fleiri fréttir Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Sjá meira
Meirihluti repúblikana í Bandaríkjunum telur að alríkislögreglan FBI og dómsmálaráðuneytið reyni að grafa undan Donald Trump forseta. Niðurstöður nýrrar könnunar benda til þess að linnulaus gagnrýni Trump og bandamanna hans á þingi gegn æðstu löggæslustofnunum landsins móti viðhorf repúblikana. Samkvæmt könnun Reuters-fréttastofunnar og Ipsos sögðust 73% repúblikana vera sammála þeirri staðhæfingu að starfsmenn FBI og dómsmálaráðuneytisins vinni að því að grafa undan lögmæti Trump forseta með rannsóknum sem eigi sér pólitískar rætur. Trump hefur sjálfur ítrekað fullyrt að Rússarannsóknin sé pólitískar nornaveiðar gegn honum, runnar undan rótum demókrata sem séu tapsárir eftir forsetakosningarnar árið 2016. Repúblikanar á Bandaríkjaþingi samþykktu að birta opinberlega leynilegt minnisblað í síðustu viku þar sem fullyrt var að yfirmenn FBI og ráðuneytisins hafi gerst sekir um misferli þegar þeir fengu heimild til að hlera fyrrverandi ráðgjafa framboðs Trump. Það gerðu þeir þrátt fyrir mótbárur FBI og ráðuneytisins. Á móti telja þrír af hverjum fjórum demókrötum í könnuninni að repúblikanar og Hvíta húsið séu að reyna að grafa undan trúverðugleika FBI og dómsmálaráðuneytisins vegna Rússarannsóknarinnar.Vinnur hvort sem hann verður hreinsaður af sök eða ekki Viðhorf repúblikana til tveggja æðstu löggæslustofnana Bandaríkjanna þykir saga til næsta bæjar. Flokkurinn hefur lengi verið sjálfskipaður málsvari laga og reglna. Repúblikanar hafa yfirleitt borið mest traust til löggæslustofnana. Þannig sögðust 84% repúblikana vera jákvæðir í garð FBI í könnun Reuters og Ipsos í janúar árið 2015. Í síðasta mánuði sagðist 91% þeirra hafa mikið eða nokkuð traust í garð löggæslustofnana Bandaríkjanna. Erroll Southers, sérfræðingur í þjóðaröryggismálum og fyrrverandi FBI-fulltrúi, segir niðurstöður könnunarinnar nú sýna áhrifin sem Trump hefur á viðhorf flokksbræðra sinna í Repúblikanaflokknum. Hann græði aðeins á því að vega að trúverðugleika stofnananna sem stjórna rannsókn á honum. „Hann getur ekki tapað á þessu. Ef [rannsóknin] hreinsar hann, þá vinnur hann. Ef hann verður það ekki þá útskýrir hann að FBI sé spillt og að þetta séu allt nornaveiðar og hann vinnur,“ segir Southers sem telur að stuðingsmenn forsetans muni tvíeflas hvor sem niðurstaða rannsóknarinnar verður.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump kallar fyrrverandi yfirmenn leyniþjónustu og FBI lygara Bandaríkjaforseti heldur áfram árásum sínum á trúverðugleika bandarískra alríkisstofnana. 5. febrúar 2018 14:45 Trump sakar æðstu löggæslustofnanir Bandaríkjanna um hlutdrægni Í tístum fullyrðir Bandaríkjaforseti að FBI og dómsmálaráðuneytið dragi taum demókrata og sé hlutdrægt gegn repúblikönum. 2. febrúar 2018 12:22 Aðgerðum repúblikana líkt við alræmt augnablik Watergate-hneykslisins Einn blaðamannanna sem afhjúpaði Watergate-hneykslið segir að atburða gærdagsins gæti orðið minnst á sama hátt og "laugardagsfjöldamorðs“ Richards Nixon. 30. janúar 2018 13:30 Trump telur umdeilt minnisblað geta grafið undan Rússarannsókninni Markmið repúblikana með því að birta minnisblaðið virðist vera að gefa Trump forseta skotfæri á manninn sem hefur örlög rannsóknar Roberts Mueller í höndum sér. 1. febrúar 2018 17:00 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Fleiri fréttir Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Sjá meira
Trump kallar fyrrverandi yfirmenn leyniþjónustu og FBI lygara Bandaríkjaforseti heldur áfram árásum sínum á trúverðugleika bandarískra alríkisstofnana. 5. febrúar 2018 14:45
Trump sakar æðstu löggæslustofnanir Bandaríkjanna um hlutdrægni Í tístum fullyrðir Bandaríkjaforseti að FBI og dómsmálaráðuneytið dragi taum demókrata og sé hlutdrægt gegn repúblikönum. 2. febrúar 2018 12:22
Aðgerðum repúblikana líkt við alræmt augnablik Watergate-hneykslisins Einn blaðamannanna sem afhjúpaði Watergate-hneykslið segir að atburða gærdagsins gæti orðið minnst á sama hátt og "laugardagsfjöldamorðs“ Richards Nixon. 30. janúar 2018 13:30
Trump telur umdeilt minnisblað geta grafið undan Rússarannsókninni Markmið repúblikana með því að birta minnisblaðið virðist vera að gefa Trump forseta skotfæri á manninn sem hefur örlög rannsóknar Roberts Mueller í höndum sér. 1. febrúar 2018 17:00