Óttast ekki hrun þrátt fyrir skarpa lækkun Stefán Ó. Jónsson skrifar 6. febrúar 2018 07:07 Þessum hlutabréfasala leist ekkert á blikuna við opnum markaða í Asíu í morgun. Vísir/Getty Japanska Nikkei 225 hlutabréfavísitalan hefur þróast með svipuðum hætti og sú bandaríska síðastliðinn sólarhring. Greint var frá því í gærkvöldi að Dow Jones hafði, þegar markaðir lokuðu vestanhafs í gær, fallið um næstum 5 prósent á einum sólarhring sem er mesta lækkun vísitölunnar síðan í fjármálahruninu 2008. Nikkei vísitalan hefur að sama skapi fallið um 4,7 prósent á einum sólarhring þegar þetta er skrifað. Hang Seng vísitalan í Hong Kong hefur einnig fallið um 4,5 prósent og sú suður-kóreska, Kospi, hefur lækkað um 2,6 prósent. Hlutabréfaverð í Bandaríkjunum hefur verið að hækka almennt síðustu mánuði og hækkaði Dow Jones um meira en 25 prósent á síðast ári. Raunar var óvenjulítið um óróleika á hlutabréfamarkaði árið 2017 en vísitölur í Asíu hafa tilhneigingu til að fylgja þróuninni vestanhafs.Sjá einnig: Mesta lækkun Dow Jones síðan 2008Lækkun gærdagsins, og það sem af er morguns í Asíu, má í raun rekja til þess sem alla jafna væru jákvæðar fréttir af bandarískum vinnumarkaði. Greint var frá því fyrir helgi að störfum í Bandaríkjunum hafi fjölgað mjög á síðustu misserum og laun hækkað sömuleiðis. Þessi tíðindi vöktu þó nokkurn ugg meðal fjárfesta. Þá grunar að seðlabanki Bandaríkjanna muni vegna þessa grípa til meiri vaxtahækkana en gert hafði verið ráð fyrir. Fjármálaráðgjafi sem breska ríkisútvarpið ræddi við segir að lækkunin á hlutabréfamörkuðum sé ekki til marks um yfirvofandi hrun eða trú á að allt sé að fara til fjandans. „Þetta eru áhyggjur af betra gengi en búist var við og því verðum við að endurstilla miðið.“ Hvíta húsið reyndi að slá á ótta fjárfesta um helgina og sagði að þeir ættu ekki að hafa of miklar áhyggjur af þessu tímabundnu kröggum. Mikilvægara væri að líta til þeirra þátta sem hafa áhrif á stöðugleika bandarísks efnhags til lengri tíma, þátta sem allir væru sterki en nokkru sinni fyrr. Tengdar fréttir Mesta lækkun Dow Jones síðan 2008 Bandaríska hlutabréfavísitalan Dow Jones lækkaði í dag um 1175 stig eða 4,6 prósent. Þetta er mesta lækkun vísitölunnar á einum degi síðan í september árið 2008. 5. febrúar 2018 21:35 Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Nemendur búa sig undir vinnumarkaðinn á stafrænum Atvinnudögum HÍ Atvinnulíf Kjúklingur Panang – nýjung frá 1944 Samstarf Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Viðskipti erlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Fjórir staðir koma til greina fyrir nýja verslun ÁTVR Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Neytendur Fleiri fréttir Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Japanska Nikkei 225 hlutabréfavísitalan hefur þróast með svipuðum hætti og sú bandaríska síðastliðinn sólarhring. Greint var frá því í gærkvöldi að Dow Jones hafði, þegar markaðir lokuðu vestanhafs í gær, fallið um næstum 5 prósent á einum sólarhring sem er mesta lækkun vísitölunnar síðan í fjármálahruninu 2008. Nikkei vísitalan hefur að sama skapi fallið um 4,7 prósent á einum sólarhring þegar þetta er skrifað. Hang Seng vísitalan í Hong Kong hefur einnig fallið um 4,5 prósent og sú suður-kóreska, Kospi, hefur lækkað um 2,6 prósent. Hlutabréfaverð í Bandaríkjunum hefur verið að hækka almennt síðustu mánuði og hækkaði Dow Jones um meira en 25 prósent á síðast ári. Raunar var óvenjulítið um óróleika á hlutabréfamarkaði árið 2017 en vísitölur í Asíu hafa tilhneigingu til að fylgja þróuninni vestanhafs.Sjá einnig: Mesta lækkun Dow Jones síðan 2008Lækkun gærdagsins, og það sem af er morguns í Asíu, má í raun rekja til þess sem alla jafna væru jákvæðar fréttir af bandarískum vinnumarkaði. Greint var frá því fyrir helgi að störfum í Bandaríkjunum hafi fjölgað mjög á síðustu misserum og laun hækkað sömuleiðis. Þessi tíðindi vöktu þó nokkurn ugg meðal fjárfesta. Þá grunar að seðlabanki Bandaríkjanna muni vegna þessa grípa til meiri vaxtahækkana en gert hafði verið ráð fyrir. Fjármálaráðgjafi sem breska ríkisútvarpið ræddi við segir að lækkunin á hlutabréfamörkuðum sé ekki til marks um yfirvofandi hrun eða trú á að allt sé að fara til fjandans. „Þetta eru áhyggjur af betra gengi en búist var við og því verðum við að endurstilla miðið.“ Hvíta húsið reyndi að slá á ótta fjárfesta um helgina og sagði að þeir ættu ekki að hafa of miklar áhyggjur af þessu tímabundnu kröggum. Mikilvægara væri að líta til þeirra þátta sem hafa áhrif á stöðugleika bandarísks efnhags til lengri tíma, þátta sem allir væru sterki en nokkru sinni fyrr.
Tengdar fréttir Mesta lækkun Dow Jones síðan 2008 Bandaríska hlutabréfavísitalan Dow Jones lækkaði í dag um 1175 stig eða 4,6 prósent. Þetta er mesta lækkun vísitölunnar á einum degi síðan í september árið 2008. 5. febrúar 2018 21:35 Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Nemendur búa sig undir vinnumarkaðinn á stafrænum Atvinnudögum HÍ Atvinnulíf Kjúklingur Panang – nýjung frá 1944 Samstarf Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Viðskipti erlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Fjórir staðir koma til greina fyrir nýja verslun ÁTVR Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Neytendur Fleiri fréttir Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Mesta lækkun Dow Jones síðan 2008 Bandaríska hlutabréfavísitalan Dow Jones lækkaði í dag um 1175 stig eða 4,6 prósent. Þetta er mesta lækkun vísitölunnar á einum degi síðan í september árið 2008. 5. febrúar 2018 21:35
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur