Vogunarsjóður Soros skortseldi fyrir 550 milljónir í Norwegian Kristinn Ingi Jónsson skrifar 1. febrúar 2018 07:00 Auðjöfurinn George Soros. Vísir/EPA Vogunarsjóður heimsþekkta auðjöfursins George Soros hefur skortselt 183 þúsund hlutabréf í norska flugfélaginu Norwegian fyrir alls 42 milljónir norskra króna sem jafngildir um 547 milljónum króna. Frá þessu var greint í norska viðskiptamiðlinum E24 í gær. Skortstaða hans í flugfélaginu, sem á í harðri samkeppni við íslensku flugfélögin Icelandair og WOW air, er um 0,51 prósent af útgefnu hlutafé Norwegian. Taki fjárfestir skortstöðu í hlutabréfum félags skapast honum hagnaður við verðlækkun viðkomandi bréfa. Með öðrum orðum veðjar fjárfestirinn á að bréfin lækki í verði. Bjørn Kjos, forstjóri flugfélagsins, er á meðal þeirra sem hafa lánað hlutabréf sín til fjárfesta sem vilja taka skortstöðu í félaginu. Hann sagðist þó skömmu fyrir jól ætla að draga úr lánveitingum sínum enda þætti honum gengi bréfanna hafa sveiflast fullmikið. Hlutabréf í Norwegian hafa lengi verið þau mest skortseldu á hlutabréfamarkaðinum í Ósló. Heildarskortstaða fjárfesta í félaginu nemur um 12,33 prósentum af hlutafé þess. Til viðbótar við vogunarsjóð Soros hefur fjárfestingarfélagið Blackrock og bankinn JP Morgan skortselt hlutabréf í Norwegian í umtalsverðum mæli. Hlutabréf flugfélagsins hafa hækkað um 26 prósent í verði það sem af er árinu. George Soros vakti heimsathygli fyrir að hafa fellt breska pundið árið 1992. Eins og Fréttablaðið greindi frá í síðustu viku bætti vogunarsjóður hans umtalsvert við hlut sinn í eignarhaldsfélaginu Glitni HoldCo á síðasta ári. Er vogunarsjóðurinn þriðji stærsti hluthafi Glitnis með 14,1 prósents hlut, en eignarhluturinn var 5,6 prósent í lok ársins 2016. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Ýta undir jákvæðni fólks með pólskumælandi þjálfun Atvinnulíf Líf og fjör á Unglingalandsmótinu um verslunarmannahelgina Samstarf Veiðigjald á kolmunna verður 83 prósent lægra en í Færeyjum Viðskipti innlent Verðmæti Haga aukist um 5,8 milljarða fari áfengi í búðir Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Fleiri fréttir Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Vogunarsjóður heimsþekkta auðjöfursins George Soros hefur skortselt 183 þúsund hlutabréf í norska flugfélaginu Norwegian fyrir alls 42 milljónir norskra króna sem jafngildir um 547 milljónum króna. Frá þessu var greint í norska viðskiptamiðlinum E24 í gær. Skortstaða hans í flugfélaginu, sem á í harðri samkeppni við íslensku flugfélögin Icelandair og WOW air, er um 0,51 prósent af útgefnu hlutafé Norwegian. Taki fjárfestir skortstöðu í hlutabréfum félags skapast honum hagnaður við verðlækkun viðkomandi bréfa. Með öðrum orðum veðjar fjárfestirinn á að bréfin lækki í verði. Bjørn Kjos, forstjóri flugfélagsins, er á meðal þeirra sem hafa lánað hlutabréf sín til fjárfesta sem vilja taka skortstöðu í félaginu. Hann sagðist þó skömmu fyrir jól ætla að draga úr lánveitingum sínum enda þætti honum gengi bréfanna hafa sveiflast fullmikið. Hlutabréf í Norwegian hafa lengi verið þau mest skortseldu á hlutabréfamarkaðinum í Ósló. Heildarskortstaða fjárfesta í félaginu nemur um 12,33 prósentum af hlutafé þess. Til viðbótar við vogunarsjóð Soros hefur fjárfestingarfélagið Blackrock og bankinn JP Morgan skortselt hlutabréf í Norwegian í umtalsverðum mæli. Hlutabréf flugfélagsins hafa hækkað um 26 prósent í verði það sem af er árinu. George Soros vakti heimsathygli fyrir að hafa fellt breska pundið árið 1992. Eins og Fréttablaðið greindi frá í síðustu viku bætti vogunarsjóður hans umtalsvert við hlut sinn í eignarhaldsfélaginu Glitni HoldCo á síðasta ári. Er vogunarsjóðurinn þriðji stærsti hluthafi Glitnis með 14,1 prósents hlut, en eignarhluturinn var 5,6 prósent í lok ársins 2016.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Ýta undir jákvæðni fólks með pólskumælandi þjálfun Atvinnulíf Líf og fjör á Unglingalandsmótinu um verslunarmannahelgina Samstarf Veiðigjald á kolmunna verður 83 prósent lægra en í Færeyjum Viðskipti innlent Verðmæti Haga aukist um 5,8 milljarða fari áfengi í búðir Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Fleiri fréttir Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur