Handbolti

Nítján marka risasigur Íslendingaliðsins

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Arnór í leik með Íslandi
Arnór í leik með Íslandi vísir/EPA
Íslendingalið Álaborgar valtaði yfir Midtjylland á útivelli í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta.

Gestirnir voru ekki lengi að koma sér upp forystu í leiknum og þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður var staðan 4-10 fyrir Álaborg. Mestur fór munurinn í 11 mörk í hálfleiknum og var staðan 9-20 í hálfleik.

Eftir það var brekkan nærri óklífanleg fyrir heimamenn í Midtjylland og fór svo að leikurinn endað með risasigri Álaborgar, 17-36.

Arnór Atlason skoraði 2 mörk í leiknum en Janus Daði Smárason var ekki í leikmannahópnum. Hinn 18 ára Darri Aronsson var hins vegar í hópnum og hann skoraði 1 mark. Aron Kristjánsson þjálfar liðið.

Álaborg náði sér í mikilvæg stig í leiknum en liðið er nú með 22 stig í 5. sætinu, stigi á eftir Holstebro. Það eru hins vegar níu stig í topplið Skjern.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×