Handbolti

Tap gegn Malmö í toppslag

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gunnar í leik með Kristianstad.
Gunnar í leik með Kristianstad. vísir/getty
Íslendingaliðin í sænska handboltanum, IFK Kristianstad og Ricoh, töpuðu bæði leikjum sínum í úrvalsdeildinni í dag. Kristianstad tapaði í toppslag gegn Malmö.

Heimamenn í Malmö byrjuðu af miklum krafti og komust meðal annars í 10-5 og 11-7. Staðan í hálfleik var svo 11-9.

Kristianstad reyndi að saxa á forskotið í síðari hálfleik og náðu meðal annars að jafna, en aftur seig Malmö fram úr og lokatölur 21-17.

Ólafur Guðmundsson skoraði þrjú mörk, Gunnar Steinn Jónsson eitt og Arnar Freyr Arnarsson skoraði ekkert, en Kristianstad er með sex stiga forskot á Malmö. Þeir eiga einnig leik til góða.

Daníel Freyr Andrésson varði sex skot þegar Ricoh tapaði, 27-23, fyrir IFK Skövde á útivelli. Ricoh er í ellefta sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×