Ein umsókn barst í olíuleit í fjórða útboði Færeyinga Kristján Már Unnarsson skrifar 24. febrúar 2018 21:00 Borpallur á Skálafirði í Færeyjum haustið 2014. Hann kom inn til viðhalds í þjónustumiðstöðinni í Rúnavík. Atlantic Supply Base/Eli Lassen. Færeyingar fengu eina umsókn í olíuleit í lögsögu eyjanna í fjórða olíuleitarútboðinu sem færeysk stjórnvöld standa fyrir á átján árum. Greint var frá þessu í fréttum Stöðvar 2. Olíuleit við Færeyjar hófst árið 2000 og frá þeim tíma hafa verið gefin út alls nítján sérleyfi. Hlé hefur verið á olíuleitinni í tæp tvö ár eftir að danska olíufélagið Dong skilaði inn sínu leyfi sumarið 2016 en síðan hefur ekkert félag leitað olíu í lögsögu eyjanna. Á þessum átján árum hafa verið boraðar samtals níu holur. Mest voru umsvifin á árunum 2012 til 2014 þegar Statoil og ExxonMobil stóðu fyrir því að bora tvær holur sem talið er að hafi kostað yfir fjörutíu milljarða króna.Borpallurinn Cosl Pioneer boraði við Færeyjar sumarið 2012. Borsvæðið var um 80 kílómetra suðaustur af eyjunum.Hvorug holan skilaði tilætluðum árangri og í framhaldinu hættu olíurisarnir frekari leit. Þó hefur fengist staðfest að olía er við Færeyjar þótt hún hafi ekki ennþá fundist í nægilegu magni til að standa undir vinnslu. En færeysk stjórnvöld telja ekki fullreynt og fyrr í vikunni rann út frestur til að skila inn umsóknum í fjórða leitarúboði Færeyinga. Að þessu sinni barst aðeins ein umsókn en nafn olíufélagsins hefur ekki verið gefið upp.Jan Müller, framkvæmdastjóri samtaka olíuleitarfélaga í Færeyjum.Mynd/Baldur Hrafnkell Jónsson, Stöð 2.Jan Müller, talsmaður Olíusamtaka Færeyja, ber sig þó vel. Í samtali við Kringvarp Føroya segir hann að það að fá bara eitt olíufélag sé enginn ósigur fyrir færeyska olíuleit. Hann kveðst enn fullur bjartsýni og vísar til þess að mikil umsvif séu í olíuleit Bretlandsmegin við miðlínu Færeyja en þar hafa stórar olíulindir fundist. Poul Michelsen, atvinnumálaráðherra Færeyja, kveðst að sjálfsögðu hafa vonast eftir fleiri umsóknum. Hann hefði þó allt eins búist við engri umsókn, í ljósi þeirrar kreppu sem olíuiðnaðurinn sé í, sem hafi leitt til minnstu olíuleitar í heiminum í meira en sextíu ár. Í fréttatilkynningu frá Jarðfeingi, Orkustofnun Færeyinga, kemur fram að stefnt sé að því að bjóða upp á það sem kallað er „opnar dyr”, en þá geta félög sótt um leyfi án þess að fram fari sérstakt útboð. Ennfremur hyggist færeysk stjórnvöld endurskoða skilmála vegna olíuleitar í því skyni að auðvelda olíuleitarfyrirtækjum að komast í lögsögu Færeyja. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Færeyskar útgerðir færa sig í olíuiðnað Færeyskir útgerðarmenn, sem áður réru til fiskjar, hafa í auknum mæli snúið sér að olíuútgerð og gera nú út nærri tuttugu sérhæfð skip fyrir olíuiðnað. Olíuútrás Færeyinga skilar nú átta til ellefu prósentum af þjóðartekjum eyjanna. Jan Müller ritstýrir fréttavefmiðli færeyska olíugeirans og hann segir okkur að þótt engin vinnanleg olía hafi ennþá fundist í lögsögu Færeyja starfi samt milli þúsund og fimmtán hundruð Færeyingar við olíuiðnaðinn, margir þeirra erlendis. "Til dæmis eru 250 færeyskir rafvirkjar leigðir út til að vinna í norska olíuiðnaðinum. 9. apríl 2013 19:00 Færeyingar fríska upp á olíuborpall Einn stærsti olíuborpallur heims, risapallurinn West Hercules, hefur undanfarinn mánuð verið í viðamikilli klössun í Færeyjum. 21. september 2014 13:30 Ein hola stærsta verkefni í atvinnusögu Færeyja Olíuborun sem er að hefjast í færeysku lögsögunni eftir tíu daga verður stærsta verkefni í atvinnusögu Færeyja til þessa. Mikil spenna ríkir meðal Færeyinga og ríkir bjartsýni um að nú hylli loksins undir að þeir verði olíuþjóð enda hefur aldrei verið lagt jafn mikið undir og nú. Áætlað er að borun einnar holu kosti yfir 20 milljarða króna og á verkið að taka fjóra til fimm mánuði, 4. júní 2012 11:30 Færeyingar taka að sér þyrluflug til olíuborpalls Færeyska flugfélagið Atlantic Airways hefur eftir útboð tryggt sér samning við Statoil um að annast allt þyrluflug í tengslum við boranir norska olíufélagsins í lögsögu Færeyja á þessu ári. 9. janúar 2014 18:00 Vonbrigði í Færeyjum Vottur af kolvetnum var staðfestur en ekki í vinnanlegu magni, segir í tilkynningu Jarðfeingis, orkustofnunar Færeyja í dag, um nýjustu olíuborun við eyjarnar. 15. ágúst 2014 15:15 Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Færeyingar fengu eina umsókn í olíuleit í lögsögu eyjanna í fjórða olíuleitarútboðinu sem færeysk stjórnvöld standa fyrir á átján árum. Greint var frá þessu í fréttum Stöðvar 2. Olíuleit við Færeyjar hófst árið 2000 og frá þeim tíma hafa verið gefin út alls nítján sérleyfi. Hlé hefur verið á olíuleitinni í tæp tvö ár eftir að danska olíufélagið Dong skilaði inn sínu leyfi sumarið 2016 en síðan hefur ekkert félag leitað olíu í lögsögu eyjanna. Á þessum átján árum hafa verið boraðar samtals níu holur. Mest voru umsvifin á árunum 2012 til 2014 þegar Statoil og ExxonMobil stóðu fyrir því að bora tvær holur sem talið er að hafi kostað yfir fjörutíu milljarða króna.Borpallurinn Cosl Pioneer boraði við Færeyjar sumarið 2012. Borsvæðið var um 80 kílómetra suðaustur af eyjunum.Hvorug holan skilaði tilætluðum árangri og í framhaldinu hættu olíurisarnir frekari leit. Þó hefur fengist staðfest að olía er við Færeyjar þótt hún hafi ekki ennþá fundist í nægilegu magni til að standa undir vinnslu. En færeysk stjórnvöld telja ekki fullreynt og fyrr í vikunni rann út frestur til að skila inn umsóknum í fjórða leitarúboði Færeyinga. Að þessu sinni barst aðeins ein umsókn en nafn olíufélagsins hefur ekki verið gefið upp.Jan Müller, framkvæmdastjóri samtaka olíuleitarfélaga í Færeyjum.Mynd/Baldur Hrafnkell Jónsson, Stöð 2.Jan Müller, talsmaður Olíusamtaka Færeyja, ber sig þó vel. Í samtali við Kringvarp Føroya segir hann að það að fá bara eitt olíufélag sé enginn ósigur fyrir færeyska olíuleit. Hann kveðst enn fullur bjartsýni og vísar til þess að mikil umsvif séu í olíuleit Bretlandsmegin við miðlínu Færeyja en þar hafa stórar olíulindir fundist. Poul Michelsen, atvinnumálaráðherra Færeyja, kveðst að sjálfsögðu hafa vonast eftir fleiri umsóknum. Hann hefði þó allt eins búist við engri umsókn, í ljósi þeirrar kreppu sem olíuiðnaðurinn sé í, sem hafi leitt til minnstu olíuleitar í heiminum í meira en sextíu ár. Í fréttatilkynningu frá Jarðfeingi, Orkustofnun Færeyinga, kemur fram að stefnt sé að því að bjóða upp á það sem kallað er „opnar dyr”, en þá geta félög sótt um leyfi án þess að fram fari sérstakt útboð. Ennfremur hyggist færeysk stjórnvöld endurskoða skilmála vegna olíuleitar í því skyni að auðvelda olíuleitarfyrirtækjum að komast í lögsögu Færeyja. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Færeyskar útgerðir færa sig í olíuiðnað Færeyskir útgerðarmenn, sem áður réru til fiskjar, hafa í auknum mæli snúið sér að olíuútgerð og gera nú út nærri tuttugu sérhæfð skip fyrir olíuiðnað. Olíuútrás Færeyinga skilar nú átta til ellefu prósentum af þjóðartekjum eyjanna. Jan Müller ritstýrir fréttavefmiðli færeyska olíugeirans og hann segir okkur að þótt engin vinnanleg olía hafi ennþá fundist í lögsögu Færeyja starfi samt milli þúsund og fimmtán hundruð Færeyingar við olíuiðnaðinn, margir þeirra erlendis. "Til dæmis eru 250 færeyskir rafvirkjar leigðir út til að vinna í norska olíuiðnaðinum. 9. apríl 2013 19:00 Færeyingar fríska upp á olíuborpall Einn stærsti olíuborpallur heims, risapallurinn West Hercules, hefur undanfarinn mánuð verið í viðamikilli klössun í Færeyjum. 21. september 2014 13:30 Ein hola stærsta verkefni í atvinnusögu Færeyja Olíuborun sem er að hefjast í færeysku lögsögunni eftir tíu daga verður stærsta verkefni í atvinnusögu Færeyja til þessa. Mikil spenna ríkir meðal Færeyinga og ríkir bjartsýni um að nú hylli loksins undir að þeir verði olíuþjóð enda hefur aldrei verið lagt jafn mikið undir og nú. Áætlað er að borun einnar holu kosti yfir 20 milljarða króna og á verkið að taka fjóra til fimm mánuði, 4. júní 2012 11:30 Færeyingar taka að sér þyrluflug til olíuborpalls Færeyska flugfélagið Atlantic Airways hefur eftir útboð tryggt sér samning við Statoil um að annast allt þyrluflug í tengslum við boranir norska olíufélagsins í lögsögu Færeyja á þessu ári. 9. janúar 2014 18:00 Vonbrigði í Færeyjum Vottur af kolvetnum var staðfestur en ekki í vinnanlegu magni, segir í tilkynningu Jarðfeingis, orkustofnunar Færeyja í dag, um nýjustu olíuborun við eyjarnar. 15. ágúst 2014 15:15 Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Færeyskar útgerðir færa sig í olíuiðnað Færeyskir útgerðarmenn, sem áður réru til fiskjar, hafa í auknum mæli snúið sér að olíuútgerð og gera nú út nærri tuttugu sérhæfð skip fyrir olíuiðnað. Olíuútrás Færeyinga skilar nú átta til ellefu prósentum af þjóðartekjum eyjanna. Jan Müller ritstýrir fréttavefmiðli færeyska olíugeirans og hann segir okkur að þótt engin vinnanleg olía hafi ennþá fundist í lögsögu Færeyja starfi samt milli þúsund og fimmtán hundruð Færeyingar við olíuiðnaðinn, margir þeirra erlendis. "Til dæmis eru 250 færeyskir rafvirkjar leigðir út til að vinna í norska olíuiðnaðinum. 9. apríl 2013 19:00
Færeyingar fríska upp á olíuborpall Einn stærsti olíuborpallur heims, risapallurinn West Hercules, hefur undanfarinn mánuð verið í viðamikilli klössun í Færeyjum. 21. september 2014 13:30
Ein hola stærsta verkefni í atvinnusögu Færeyja Olíuborun sem er að hefjast í færeysku lögsögunni eftir tíu daga verður stærsta verkefni í atvinnusögu Færeyja til þessa. Mikil spenna ríkir meðal Færeyinga og ríkir bjartsýni um að nú hylli loksins undir að þeir verði olíuþjóð enda hefur aldrei verið lagt jafn mikið undir og nú. Áætlað er að borun einnar holu kosti yfir 20 milljarða króna og á verkið að taka fjóra til fimm mánuði, 4. júní 2012 11:30
Færeyingar taka að sér þyrluflug til olíuborpalls Færeyska flugfélagið Atlantic Airways hefur eftir útboð tryggt sér samning við Statoil um að annast allt þyrluflug í tengslum við boranir norska olíufélagsins í lögsögu Færeyja á þessu ári. 9. janúar 2014 18:00
Vonbrigði í Færeyjum Vottur af kolvetnum var staðfestur en ekki í vinnanlegu magni, segir í tilkynningu Jarðfeingis, orkustofnunar Færeyja í dag, um nýjustu olíuborun við eyjarnar. 15. ágúst 2014 15:15