Forstjóri Uber reiknar með fljúgandi leigubílum á næstu árum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. febrúar 2018 09:38 Um það bil svona reiknar Uber með að Uber air muni líta út. Mynd/Skjáskot Forstjóri Uber reiknar með að leigubílafyrirtækið muni nýta sér fljúgandi bíla til þess að þjónusta viðskiptavini á næstu fimm til tíu árum. Reuters greinir frá.Dara Khosrowshahi, forstjóri Uber, ræddi um möguleikana á nýtingu fljúgandi bíla á fjárfestafundi í Japan. Þar kom meðal annars fram að hann reikni með að fljúgandi bílar verði á endanum hluti af almenningssamgangnaneti borga víða um heim. Uber hefur á undanförnum árum unnið að þróun fljúgandi bíla undir nafninu Uber Air í samvinnu við NASA, geimferðastofnun Bandaríkjanna. Hlutverk NASA verður að þróa einhvers flugumferðarstjórnunarkerfi fyrir bílana sem líkjast þó meira flugvélum en bílum ef marka má umfjöllun The Verge á síðasta ári. Leigubílafyrirtækið stefnir á það að kynna Uber Air til leiks í þremur borgum til þess að byrja með. Standa vonir til þess að fyrir árið 2020 verði Uber Air orðið starfandi í Dallas, Los Angeles og Dubai. Hugmyndin um fljúgandi bíla hefur lengi verið til en enn hafa þeir ekki orðið að veruleika. Alls vinna þó á annan tug fyrirtækja að því að þróa fljúgandi bíla, þar á meðal Boeing og Airbus, sem hingað til hafa einbeitt sér að flugvélum.Hér að neðan má sjá myndband af því hvernig Uber sér fyrir sér að Uber Air muni virka. Tengdar fréttir Rannsaka viðbrögð Uber við gagnastuldi Stjórnendur leigubílaþjónustunnar gætu hafa brotið lög með því að láta ekki notendur sína vita um gagnastuld sem átti sér stað í fyrra. 22. nóvember 2017 23:22 Uber hyggst kaupa 24 þúsund sjálfkeyrandi Volvo bifreiðar Leigubílafyrirtækið hyggst kaupa 24 þúsund XC90 Volvo bifreiðar og bindur vonir við að hægt verði að ferja viðskiptavini án bílstjóra. 20. nóvember 2017 16:28 Mest lesið Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Forstjóri Uber reiknar með að leigubílafyrirtækið muni nýta sér fljúgandi bíla til þess að þjónusta viðskiptavini á næstu fimm til tíu árum. Reuters greinir frá.Dara Khosrowshahi, forstjóri Uber, ræddi um möguleikana á nýtingu fljúgandi bíla á fjárfestafundi í Japan. Þar kom meðal annars fram að hann reikni með að fljúgandi bílar verði á endanum hluti af almenningssamgangnaneti borga víða um heim. Uber hefur á undanförnum árum unnið að þróun fljúgandi bíla undir nafninu Uber Air í samvinnu við NASA, geimferðastofnun Bandaríkjanna. Hlutverk NASA verður að þróa einhvers flugumferðarstjórnunarkerfi fyrir bílana sem líkjast þó meira flugvélum en bílum ef marka má umfjöllun The Verge á síðasta ári. Leigubílafyrirtækið stefnir á það að kynna Uber Air til leiks í þremur borgum til þess að byrja með. Standa vonir til þess að fyrir árið 2020 verði Uber Air orðið starfandi í Dallas, Los Angeles og Dubai. Hugmyndin um fljúgandi bíla hefur lengi verið til en enn hafa þeir ekki orðið að veruleika. Alls vinna þó á annan tug fyrirtækja að því að þróa fljúgandi bíla, þar á meðal Boeing og Airbus, sem hingað til hafa einbeitt sér að flugvélum.Hér að neðan má sjá myndband af því hvernig Uber sér fyrir sér að Uber Air muni virka.
Tengdar fréttir Rannsaka viðbrögð Uber við gagnastuldi Stjórnendur leigubílaþjónustunnar gætu hafa brotið lög með því að láta ekki notendur sína vita um gagnastuld sem átti sér stað í fyrra. 22. nóvember 2017 23:22 Uber hyggst kaupa 24 þúsund sjálfkeyrandi Volvo bifreiðar Leigubílafyrirtækið hyggst kaupa 24 þúsund XC90 Volvo bifreiðar og bindur vonir við að hægt verði að ferja viðskiptavini án bílstjóra. 20. nóvember 2017 16:28 Mest lesið Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Rannsaka viðbrögð Uber við gagnastuldi Stjórnendur leigubílaþjónustunnar gætu hafa brotið lög með því að láta ekki notendur sína vita um gagnastuld sem átti sér stað í fyrra. 22. nóvember 2017 23:22
Uber hyggst kaupa 24 þúsund sjálfkeyrandi Volvo bifreiðar Leigubílafyrirtækið hyggst kaupa 24 þúsund XC90 Volvo bifreiðar og bindur vonir við að hægt verði að ferja viðskiptavini án bílstjóra. 20. nóvember 2017 16:28