Handbolti

Misjafnt hlutskipti hjá hægri skyttunum

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Rúnar í landsleik með Íslandi.
Rúnar í landsleik með Íslandi. vísir/ernir
Tveir íslenskir handknattleiksmenn voru í eldlínunni í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag og eiga þeir það sameiginlegt að vera örvhentar skyttur.

Rúnar Kárason skoraði eitt mark úr tveimur skotum þegar lið hans, Hannover Burgdorf, steinlá fyrir Göppingen á útivelli.

Á sama tíma skoraði Ragnar Jóhannsson fjögur mörk úr fimm skotum þegar lið hans, Huttenberg, gerði jafntefli við Lubbecke á útivelli. Lokatölur 26-26 eftir að Huttenberg hafði haft frumkvæðið stóran hluta leiksins.

Þessi Íslendingalið eru engu að síður að berjast á sitthvorum enda töflunnar en Huttenberg er í fallsæti á meðan Hannover Burgdorf er í 3.sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×