Trump hrósaði Xi Jinping fyrir ótakmarkaða setu í embætti: „Kannski getum við látið reyna á þetta einhvern tímann“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. mars 2018 07:26 Donald Trump Bandaríkjaforseti og Xi Jinping, forseti Kína. Vísir/AFP Donald Trump Bandaríkjaforseti hrósaði starfsbróður sínum í Kína, forsetanum Xi Jinping, fyrir að hafa nýlega afnumið reglur um takmarkanir á setu forseta í embætti. Trump viðraði þessa skoðun sína í ræðu sem hann hélt við fjáröflunarviðburð Repúblikanaflokksins í Flórída í gær. Bandaríska fréttastofan CNN hefur upptöku af ræðu Bandaríkjaorseta undir höndum. „Hann verður forseti alla ævi. Forseti fyrir lífstíð. Nei, hann er frábær,“ sagði Trump m.a. um Xi forseta í ræðu sinni. „Og sjáið til, hann gat gert þetta. Mér finnst það frábært. Kannski getum við látið reyna á þetta einhvern tímann.“ Kínverski kommúnistaflokkurinn lagði nýlega til að fella úr gildi ákvæði í stjórnarskrá landsins sem takmarkar setu einstaklings á forsetastóli við tvö fimm ára kjörtímabil. Xi Jinping, þjóðhöfðingi Kína, myndi því geta haldið embætti sínu eins lengi og hann hefur heilstu til.Vonar að Hillary Clinton sé hamingjusöm Ummælin hafa vakið mikla athygli, svo og ræðan í heild en hún var hlaðin bröndurum og gríni. Þá fór Trump auk þess ófögrum orðum um mótframbjóðanda sinn í forsetakosningunum árið 2016, Hillary Clinton, og sagði ósanngjarnt að gjörðir hans væru undir smásjá fjölmiðla en hennar ekki. „Kerfið er gallað,“ sagði Trump en sagði þó við áheyrendur sína í veislusal Mar a-Lago-sveitasetursins að hann vonaði að Clinton væri hamingjusöm.Sjá einnig: Kommúnistaflokkurinn leggur línurnar fyrir lengri valdatíð Xi JinpingStefna og lög Kommúnistaflokksins lögfest í október Þegar fréttir bárust fyrst af ákvörðun stjórnvalda í Kína um að afnema takmörk á setu í embætti forseta virtist ljóst að Trump hefði ekki þungar áhyggjur af gangi mála. Sarah Huckabee-Sanders, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, sagði í lok febrúar að það væri undir Kínverjum komið að taka ákvarðanir um stjórn ríkis síns. Xi Jinping, sem er fæddur árið 1953, er sonur eins af stofnendum Kínverska kommúnistaflokksins. Staða hans í Kína er gífurlega sterk en undir lok október í fyrra voru stefna hans og hugsjónir festar í lög Kommúnistaflokksins. Tveggja kjörtímabila reglunni var komið á fót af Deng Xiaoping á tíunda áratug síðustu aldar. Var það meðal annars gert með það að markmiði að koma í veg fyrir að menn yrðu samgrónir forsetastólnum. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Forsetinn geti setið lengur en tvö tímabil Xi Jingping getur setið lengur á stóli forseta en til ársins 2023 verði breytingar á stjórnarskrá landsins samþykktar. Flestir telja það aðeins formsatriði. 26. febrúar 2018 06:00 Kommúnistaflokkurinn leggur línurnar fyrir lengri valdatíð Xi Jinping Flokkurinn hefur lagt fram breytingartillögu á stjórnarskrá kínverska alþýðulýðveldisins. Gangi hún eftir mun Xi Jinping hafa tækifæri á því að gegna embætti sínu lengur en tíu ár. 25. febrúar 2018 10:25 Kínverjar segja Bandaríkin ógna alþjóðaviðskiptum Yfirvöld Kína eru ekki sátt við að ríkisstjórn Trump sagði það hafa verið mistök að veita Kína inngöngu í Alþjóðaviðskiptastofnunina. 22. janúar 2018 11:03 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hrósaði starfsbróður sínum í Kína, forsetanum Xi Jinping, fyrir að hafa nýlega afnumið reglur um takmarkanir á setu forseta í embætti. Trump viðraði þessa skoðun sína í ræðu sem hann hélt við fjáröflunarviðburð Repúblikanaflokksins í Flórída í gær. Bandaríska fréttastofan CNN hefur upptöku af ræðu Bandaríkjaorseta undir höndum. „Hann verður forseti alla ævi. Forseti fyrir lífstíð. Nei, hann er frábær,“ sagði Trump m.a. um Xi forseta í ræðu sinni. „Og sjáið til, hann gat gert þetta. Mér finnst það frábært. Kannski getum við látið reyna á þetta einhvern tímann.“ Kínverski kommúnistaflokkurinn lagði nýlega til að fella úr gildi ákvæði í stjórnarskrá landsins sem takmarkar setu einstaklings á forsetastóli við tvö fimm ára kjörtímabil. Xi Jinping, þjóðhöfðingi Kína, myndi því geta haldið embætti sínu eins lengi og hann hefur heilstu til.Vonar að Hillary Clinton sé hamingjusöm Ummælin hafa vakið mikla athygli, svo og ræðan í heild en hún var hlaðin bröndurum og gríni. Þá fór Trump auk þess ófögrum orðum um mótframbjóðanda sinn í forsetakosningunum árið 2016, Hillary Clinton, og sagði ósanngjarnt að gjörðir hans væru undir smásjá fjölmiðla en hennar ekki. „Kerfið er gallað,“ sagði Trump en sagði þó við áheyrendur sína í veislusal Mar a-Lago-sveitasetursins að hann vonaði að Clinton væri hamingjusöm.Sjá einnig: Kommúnistaflokkurinn leggur línurnar fyrir lengri valdatíð Xi JinpingStefna og lög Kommúnistaflokksins lögfest í október Þegar fréttir bárust fyrst af ákvörðun stjórnvalda í Kína um að afnema takmörk á setu í embætti forseta virtist ljóst að Trump hefði ekki þungar áhyggjur af gangi mála. Sarah Huckabee-Sanders, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, sagði í lok febrúar að það væri undir Kínverjum komið að taka ákvarðanir um stjórn ríkis síns. Xi Jinping, sem er fæddur árið 1953, er sonur eins af stofnendum Kínverska kommúnistaflokksins. Staða hans í Kína er gífurlega sterk en undir lok október í fyrra voru stefna hans og hugsjónir festar í lög Kommúnistaflokksins. Tveggja kjörtímabila reglunni var komið á fót af Deng Xiaoping á tíunda áratug síðustu aldar. Var það meðal annars gert með það að markmiði að koma í veg fyrir að menn yrðu samgrónir forsetastólnum.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Forsetinn geti setið lengur en tvö tímabil Xi Jingping getur setið lengur á stóli forseta en til ársins 2023 verði breytingar á stjórnarskrá landsins samþykktar. Flestir telja það aðeins formsatriði. 26. febrúar 2018 06:00 Kommúnistaflokkurinn leggur línurnar fyrir lengri valdatíð Xi Jinping Flokkurinn hefur lagt fram breytingartillögu á stjórnarskrá kínverska alþýðulýðveldisins. Gangi hún eftir mun Xi Jinping hafa tækifæri á því að gegna embætti sínu lengur en tíu ár. 25. febrúar 2018 10:25 Kínverjar segja Bandaríkin ógna alþjóðaviðskiptum Yfirvöld Kína eru ekki sátt við að ríkisstjórn Trump sagði það hafa verið mistök að veita Kína inngöngu í Alþjóðaviðskiptastofnunina. 22. janúar 2018 11:03 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Sjá meira
Forsetinn geti setið lengur en tvö tímabil Xi Jingping getur setið lengur á stóli forseta en til ársins 2023 verði breytingar á stjórnarskrá landsins samþykktar. Flestir telja það aðeins formsatriði. 26. febrúar 2018 06:00
Kommúnistaflokkurinn leggur línurnar fyrir lengri valdatíð Xi Jinping Flokkurinn hefur lagt fram breytingartillögu á stjórnarskrá kínverska alþýðulýðveldisins. Gangi hún eftir mun Xi Jinping hafa tækifæri á því að gegna embætti sínu lengur en tíu ár. 25. febrúar 2018 10:25
Kínverjar segja Bandaríkin ógna alþjóðaviðskiptum Yfirvöld Kína eru ekki sátt við að ríkisstjórn Trump sagði það hafa verið mistök að veita Kína inngöngu í Alþjóðaviðskiptastofnunina. 22. janúar 2018 11:03