Handbolti

Löwen staðfestir endurkomu Kim Ekdahl du Rietz

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Endurkoman staðfest
Endurkoman staðfest Rhein-Neckar Löwen
Þýska stórliðið Rhein-Neckar Löwen hefur staðfest endurkomu Svíans Kim Ekdahl du Rietz en hann lagði skóna á hilluna síðasta sumar, aðeins 27 ára gamall, þar sem hann sagðist vera kominn með leið á handbolta og langaði til að ferðast um heiminn.

Honum hefur snúist hugur og mun hann nú hjálpa Löwen á lokasprettinum í þýsku úrvalsdeildinni þar sem liðið er í hörkubaráttu um efsta sætið auk þess að vera enn með í Meistaradeild Evrópu.

Hann er þegar orðinn löglegur með Ljónunum þar sem samningur hans við félagið er enn í gildi og hann var á leikmannalista félagsins fyrir tímabilið þrátt fyrir að hafa yfirgefið Þýskaland til að ferðast.

Aldeilis frábærar fréttir fyrir Guðjón Val Sigurðsson, Alexander Petterson og félaga í Löwen en liðið var í leit að liðsstyrk eftir að Spánverjinn Gedeon Guardiola meiddist á dögunum.


Tengdar fréttir

Fer hamingjusamur inn í óvissuna

Einn besti handboltamaður heims ætlar að hætta í íþróttinni í sumar fyrir fullt og allt, aðeins 27 ára gamall. Kim Ekdahl du Rietz ræðir við Fréttablaðið um ákvörðun sína sem er byggð á því að hann nýtur þess ekki að vera handboltamaður og hefur aldrei gert.

Fékk skilaboð frá Ólafi Stefánssyni í viðnum

Sænski handboltamaðurinn Kim Ekdahl du Rietz var í viðtali í Fréttablaðinu í dag þar sem hann fór betur yfir þá ákvörðun sína að setja handboltaskóna upp á hillu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×