Körfubolti

Þreföld tvenna LeBron í sigri Lakers

Einar Sigurvinsson skrifar
LeBron James var í stuði.
LeBron James var í stuði. vísir/getty
LeBron James skoraði 33 stig, var með 12 fráköst og 12 stoðsendingar í sigri Cleveland Cavaliers á Chicago Bulls í NBA-deildinni í nótt. Þetta var hans 15. þrefalda tvenna á tímabilinu.

San Antonio Spurs sigraði Minnesota Timberwolves, 117-101, þar sem besti maður vallarins var LaMarcus Aldridge. Hann skoraði 39 stig og var með 10 fráköst fyrir Spurs.

Portland Trail Blazers eru á fljúgandi siglingu og unnu sinn 12. sigur í jafn mörgum leikjum þegar liðið sigraði Detroit Pistons, 100-87. Sömu sögu er ekki hægt að segja af Pistons en þetta var þeirra áttunda tap í síðustu 10 leikjum, liðið situr í 9. sæti Austurdeildarinnar.

Memphis Grizzlies bundu loksins enda á 19 leikja taphrinu sína þegar þeir unnu Denver Nuggets með sjö stigum, 101-94. Dillon Brooks skoraði 24 stig og Tyreke Evans 20 fyrir Grizzlies. Nuggets söknuðu síns stigahæsta leikmanns, Gary Harris, en hann er meiddur á hné.

Utah Jazz vann sinn níunda leik í röð þegar liðið hafði betur gegn Sacramento Kings, 103-97. Donovan Mitchell skoraði 28 stig fyrir Jazz en atkvæðamestur í liði Kings var Rudy Gobert með 22 stig og 13 fráköst.

Golden State Warriors unnu Phoenix Suns með frábærum þriðja leikhluta. Leiknum leik með 15 stiga sigri Warriors, 124-109. Quinn Cook setti persónulegt met þegar hann skoraði 28 stig fyrir Warriors, en 16 þeirra skoraði hann í þriðja leikhluta. Josh Jackson bætti einnig stigamet sitt þegar hann skoraði 36 stig fyrir Suns.



Úrslit næturinnar:

Bulls - Cavaliers  109-114

Spurs - Timberwolves  117-101

Trail Blazers - Pistons  100-87

Grizzlies - Nuggets  101-94

Jazz - Kings  103-97

Suns - Warriors  109-124





NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×