Körfubolti

Þetta er ástæðan af hverju Houston Rockets getur unnið NBA-titilinn í ár

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Clint Capela treður hér boltanum í körfuna.
Clint Capela treður hér boltanum í körfuna. Vísir/Getty
Nick Wright, körfuboltasérfræðingur á FOX Sport hefur mikla trú á Houston Rockets liðinu í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta sem er framundan.

Houston Rockets hefur verið að gera frábæra hluti á tímabilinu og fátt kemur í veg fyrir það að James Harden verði kosinn mikilvægasti leikmaður deildarinnar é þessari leiktíð.

James Harden er með frábærar tölur, Eric Gordan gæti orðið besti sjötti maðurinn aftur og Chris Paul hefur styrkt Houston Rockets liðið mikið en Nick Wright vekur athygli á öðrum leikmanni sem spilar mjög mikilvægt hlutverk í velgengni liðsins.

Þessir stóru þrír hjá Houston Rockets eru nefnilega Harden, Paul og svo miðherjinn Clint Capela. Þegar allir þrír hafa spilað á leiktíðinni þá hefur Houston Rockets liðið unnið 35 af 37 leikjum sínum sem er mögnuð staðreynd.

Clint Capela er með bestu skotnýtinguna í NBA-deildinni (65,5 prósent) en hann er með 14,1 stig og 10,9 fráköst að meðaltali í leik.

Hér fyrir neðan má sjá umræddan Nick Wright rökstyðja mál sitt.







Nick Wright vekur þarna athygli á því að það sé ekki aðeins sú staðreynd að Houston Rockets spilar besta sóknarleikinn í deildinni þá er varnarleikurinn líka fyrsta flokks með þá Clint Capela og Chris Paul við hlið James Harden.

Meðaltöl James Harden eru 31,0 stig, 8,7 stoðsendingar og 5,2 fráköst í leik en  Chris Paul er með 18,8 stig, 8,1 stoðsendingu og 5,4 fráköst að meðaltali í leik. Eric Gordon er síðan að koma með 18,4 stig 3,1 þrist í leik inn af bekknum.

Það er því kannski ekkert skrýtið að menn hafi trú á liði Houston Rockets í ár. Nick Wright er örugglega ekki sá eini.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×