Lögmaður áminntur vegna tilhæfulauss reiknings Jóhann Óli Eiðsson skrifar 23. mars 2018 06:00 Héraðsdómur staðfesti ákvörðun sýslumanns með úrskurði en þeim úrskurði var skotið til Hæstaréttar. VÍSIR/GETTY Lögmaðurinn Ómar R. Valdimarsson var á síðasta degi febrúarmánaðar áminntur af úrskurðarnefnd lögmanna vegna háttsemi sinnar í garð umbjóðanda síns. Atvik málsins eru þau að í októbermánuði féllst Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu á kröfu velferðarsviðs Kópavogsbæjar þess efnis konu yrði gert að sæta nauðungarvistun á sjúkrahúsi vegna örlyndis og mögulegrar geðhvarfasýki. Konan skaut málinu til héraðsdóms og gætti áðurnefndur Ómar hagsmuna hennar fyrir dómi. Héraðsdómur staðfesti ákvörðun sýslumanns með úrskurði en þeim úrskurði var skotið til Hæstaréttar. Ómar R. Valdimarsson, lögmaður.Með dómi réttarins var úrskurðurinn staðfestur. Í úrskurði héraðsdóms var kveðið á um að þóknun Ómars, 148 þúsund krónur, greiddist úr ríkissjóði. Í Hæstarétti var þóknun Ómars dæmd 124 þúsund til viðbótar. Það taldi Ómar aðeins ná yfir hluta þeirrar vinnu sem hann vann. Hann hafi unnið í rúmar 20 klukkustundir vegna málsins og tímagjald hans sé tæpar 23 þúsund krónur auk virðisaukaskatts. Gaf hann því út reikning vegna aksturs og þeirrar upphæðar sem upp á vantaði, alls rúmar 325 þúsund krónur. Þessu vildi konan ekki una og kvartaði til úrskurðarnefndarinnar. Taldi hún að Ómar hefði gert á hlut sinn með útgáfu reikningsins og krafðist þess að hann yrði felldur niður. Úrskurðarnefndin taldi að ákvörðun um þóknun talsmanns eða verjanda í lögræðismáli færi eftir ákvæðum lögræðislaga. Engin „lögbundin né samningsbundin stoð [var] fyrir hinum umþrætta reikningi“. Lögmaðurinn átti því ekki frekari heimtingu á greiðslu þóknunar umfram það sem dómstólar ákváðu. Reikningurinn var því felldur niður. Í ljósi þessa, og með hliðsjón af þeim aðstöðumunsem ríkti milli aðila, að háttsemi Ómars hafi ekki verið „til þess fallin að gæta heiðurs lögmannastéttarinnar“, var lögmaðurinn áminntur fyrir háttsemi sína. – jóe Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Sjá meira
Lögmaðurinn Ómar R. Valdimarsson var á síðasta degi febrúarmánaðar áminntur af úrskurðarnefnd lögmanna vegna háttsemi sinnar í garð umbjóðanda síns. Atvik málsins eru þau að í októbermánuði féllst Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu á kröfu velferðarsviðs Kópavogsbæjar þess efnis konu yrði gert að sæta nauðungarvistun á sjúkrahúsi vegna örlyndis og mögulegrar geðhvarfasýki. Konan skaut málinu til héraðsdóms og gætti áðurnefndur Ómar hagsmuna hennar fyrir dómi. Héraðsdómur staðfesti ákvörðun sýslumanns með úrskurði en þeim úrskurði var skotið til Hæstaréttar. Ómar R. Valdimarsson, lögmaður.Með dómi réttarins var úrskurðurinn staðfestur. Í úrskurði héraðsdóms var kveðið á um að þóknun Ómars, 148 þúsund krónur, greiddist úr ríkissjóði. Í Hæstarétti var þóknun Ómars dæmd 124 þúsund til viðbótar. Það taldi Ómar aðeins ná yfir hluta þeirrar vinnu sem hann vann. Hann hafi unnið í rúmar 20 klukkustundir vegna málsins og tímagjald hans sé tæpar 23 þúsund krónur auk virðisaukaskatts. Gaf hann því út reikning vegna aksturs og þeirrar upphæðar sem upp á vantaði, alls rúmar 325 þúsund krónur. Þessu vildi konan ekki una og kvartaði til úrskurðarnefndarinnar. Taldi hún að Ómar hefði gert á hlut sinn með útgáfu reikningsins og krafðist þess að hann yrði felldur niður. Úrskurðarnefndin taldi að ákvörðun um þóknun talsmanns eða verjanda í lögræðismáli færi eftir ákvæðum lögræðislaga. Engin „lögbundin né samningsbundin stoð [var] fyrir hinum umþrætta reikningi“. Lögmaðurinn átti því ekki frekari heimtingu á greiðslu þóknunar umfram það sem dómstólar ákváðu. Reikningurinn var því felldur niður. Í ljósi þessa, og með hliðsjón af þeim aðstöðumunsem ríkti milli aðila, að háttsemi Ómars hafi ekki verið „til þess fallin að gæta heiðurs lögmannastéttarinnar“, var lögmaðurinn áminntur fyrir háttsemi sína. – jóe
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Sjá meira