Hernaðaraðgerðir Bandaríkjamanna í Sýrlandi hefðu „alvarlegar afleiðingar“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. apríl 2018 23:28 Vassily Nebenzia, sendiherra Rússlands hjá Sameinuðu þjóðunum. Vísir/AFP Bandaríkjamenn íhuga nú hernaðaraðgerðir í Sýrlandi, að því er fram kom á neyðarfundi Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í dag. Rússar segja að hernaðaríhlutun Bandaríkjamanna á svæðinu hefði „alvarlegar afleiðingar“ í för með sér. Öryggisráðið fundaði í dag vegna efnavopnaárásar sem gerð var á bæinn Douma í úthverfi Damaskus í Sýrlandi í fyrradag. Stjórn Bashars al-Assad Sýrlandsforseta hefur verið kennt um árásina sem banaði að minnsta kosti 40 manns. Sendiherra Rússlands hjá Sameinuðu þjóðunum, Vassily Nebenzia, sagði á fundi Öryggisráðsins í dag að efnavopnaárásin hefði verið „sviðsett.“ Þá sagði hann að hernaðaríhlutun Bandaríkjamanna í Sýrlandi myndi hafa „alvarlegar afleiðingar“ í för með sér. Nebenzia bauð einnig alþjóðlegu rannsóknarteymi að fljúga á vettvang í Sýrlandi strax á þriðjudag og kanna hvort um hefði verið að ræða efnavopnaárás. Rússar, auk bandamanna sinna í sýrlenska stjórnarhernum, hafa hingað til meinað rannsakendum að kanna aðstæður.Nikki Haley á neyðarfundi Öryggisráðsins í New York í dag.Vísir/AFPNikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, var harðorð í garð Rússa á fundinum og sagði þá bera ábyrgð á dauða sýrlenskra barna. Hún kallaði Sýrlandsforseta auk þess „skrímsli“ og sagði Bandaríkjamenn nú íhuga hernaðaraðgerðir í Sýrlandi, hvort sem Öryggisráðið beiti sér í málinu eða ekki. „Það er verið að halda fundi, það er verið að vega og meta mikilvægar ákvarðanir,“ sagði Haley. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði við fréttamenn í dag að stjórn hans hefði miklar áhyggjur vegna árásarinnar í Douma. Þá útilokaði hann ekki hernaðaðgerðir í Sýrlandi, að því er segir í frétt Washington Post, og lofaði auk þess að taka ákvörðun um gagnaðgerðir innan 24 eða 48 klukkustunda. Bandaríkin Donald Trump Sýrland Tengdar fréttir Ætla að ákveða gagnaðgerðir innan 48 klukkustunda Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að Bandaríkin og bandamenn þeirra munu taka ákvörðun um gagnárás á næstu 24 til 48 klukkustundum. 9. apríl 2018 20:00 Trump segir að efnavopnaárásin muni hafa alvarlegar afleiðingar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur fordæmt efnavopnaárás sem sögð er hafa verið gerð á bæinn Douma í Austur-Ghouta í Sýrlandi í gærkvöldi. 8. apríl 2018 18:22 Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Sjá meira
Bandaríkjamenn íhuga nú hernaðaraðgerðir í Sýrlandi, að því er fram kom á neyðarfundi Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í dag. Rússar segja að hernaðaríhlutun Bandaríkjamanna á svæðinu hefði „alvarlegar afleiðingar“ í för með sér. Öryggisráðið fundaði í dag vegna efnavopnaárásar sem gerð var á bæinn Douma í úthverfi Damaskus í Sýrlandi í fyrradag. Stjórn Bashars al-Assad Sýrlandsforseta hefur verið kennt um árásina sem banaði að minnsta kosti 40 manns. Sendiherra Rússlands hjá Sameinuðu þjóðunum, Vassily Nebenzia, sagði á fundi Öryggisráðsins í dag að efnavopnaárásin hefði verið „sviðsett.“ Þá sagði hann að hernaðaríhlutun Bandaríkjamanna í Sýrlandi myndi hafa „alvarlegar afleiðingar“ í för með sér. Nebenzia bauð einnig alþjóðlegu rannsóknarteymi að fljúga á vettvang í Sýrlandi strax á þriðjudag og kanna hvort um hefði verið að ræða efnavopnaárás. Rússar, auk bandamanna sinna í sýrlenska stjórnarhernum, hafa hingað til meinað rannsakendum að kanna aðstæður.Nikki Haley á neyðarfundi Öryggisráðsins í New York í dag.Vísir/AFPNikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, var harðorð í garð Rússa á fundinum og sagði þá bera ábyrgð á dauða sýrlenskra barna. Hún kallaði Sýrlandsforseta auk þess „skrímsli“ og sagði Bandaríkjamenn nú íhuga hernaðaraðgerðir í Sýrlandi, hvort sem Öryggisráðið beiti sér í málinu eða ekki. „Það er verið að halda fundi, það er verið að vega og meta mikilvægar ákvarðanir,“ sagði Haley. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði við fréttamenn í dag að stjórn hans hefði miklar áhyggjur vegna árásarinnar í Douma. Þá útilokaði hann ekki hernaðaðgerðir í Sýrlandi, að því er segir í frétt Washington Post, og lofaði auk þess að taka ákvörðun um gagnaðgerðir innan 24 eða 48 klukkustunda.
Bandaríkin Donald Trump Sýrland Tengdar fréttir Ætla að ákveða gagnaðgerðir innan 48 klukkustunda Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að Bandaríkin og bandamenn þeirra munu taka ákvörðun um gagnárás á næstu 24 til 48 klukkustundum. 9. apríl 2018 20:00 Trump segir að efnavopnaárásin muni hafa alvarlegar afleiðingar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur fordæmt efnavopnaárás sem sögð er hafa verið gerð á bæinn Douma í Austur-Ghouta í Sýrlandi í gærkvöldi. 8. apríl 2018 18:22 Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Sjá meira
Ætla að ákveða gagnaðgerðir innan 48 klukkustunda Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að Bandaríkin og bandamenn þeirra munu taka ákvörðun um gagnárás á næstu 24 til 48 klukkustundum. 9. apríl 2018 20:00
Trump segir að efnavopnaárásin muni hafa alvarlegar afleiðingar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur fordæmt efnavopnaárás sem sögð er hafa verið gerð á bæinn Douma í Austur-Ghouta í Sýrlandi í gærkvöldi. 8. apríl 2018 18:22