Körfubolti

Gerði Golden State greiða en var síðan sparkað rétt fyrir úrslitakeppni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Omri Casspi.
Omri Casspi. Vísir/Getty
Ísraelsmaðurinn Omri Casspi dreymdi um að vinna NBA-titilinn með liði Golden State Warriors og síðsta haust fórnaði hann betri samningum frá liðum í NBA-deildinni í körfubolta til að komast þangað.

Omri Casspi samdi við Golden State á „lágmarkslaunum“ þegar mun betri tilboð buðust frá öðrum félögum í NBA-deildinni. Hann gerði ríkjandi NBA-meisturum þann „greiða“ og sá fyrir möguleika á að vinna loksins NBA-titilinn.

Forráðamenn Golden State Warriors fóru hinsvegar afar illa með Casspi. Það er ekki nóg með að félagið sagði upp samningnum við hann áður en tímabilinu lauk þá gerðu þeir það svo seint að Casspi má ekki spila með öðru félagi í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í ár.





Golden State sagði upp samninginum við Omri Casspi viku fyrir úrslitakeppnina svo félagið gæti búið til pláss fyrir Quinn Cook í leikmannahópnum. Quinn Cook hefur verið að leysa af Steph Curry en Curry hefur verið mikið meiddur á þessu tímabili.







Omri Casspi spilaði 53 leiki með Golden State Warriors á leiktíðinni og var með 5,7 stig, 3,8 fráköst og 1,0 stoðsendingu að meðaltali í leik. Hann hitti líka úr 45,5 prósent þriggja stiga skota sinna.

Besti leikur hans var í sigurleik á móti Phoenix Suns þar sem hann skorað 19 stig og tók 10 fráköst.

NBA-deildin í dag er harður og miskunnarlaus viðskiptaheimur eins og sést vel á meðferð Golden State Warriors á þessum 29 ára gamla Ísraelsmanni sem mun nú líklega aldrei upplifa það að verða NBA-meistari í körfubolta.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×