Fótbolti

Diawara tryggði Napoli sigur í uppbótartíma| Emil á bekknum í tapi

Dagur Lárusson skrifar
Diawara fagnar.
Diawara fagnar. vísir/getty
Napoli er fjórum stigum á eftir Juventus í öðru sæti ítölsku deildarinnar eftir að Amadou Diawara tryggði þeim 2-1 sigur á Chievo í dag.

 

Napoli var sterkari aðilinn allan leikinn en það var þó ekkert mark skorað í fyrri hálfleiknum og þvi 0-0 í hálfleik. 

 

Snemma í seinni hálfleiknum fékk Napoli vítaspyrnu sem Dries Mertens tók en hann náði þó ekki að skora. Nokkrum mínútum seinna átti Chievo góða sókn sem endaði með því að Mariusz Stepinski skoraði og kom Chievo yfir.

 

Allt stefndi í sigur Chievo en þá tóku við dramatískar lokamínútur. Á 89. mínútu jafnaði Arkadiusz Milik leikinn fyrir Napoli. Það var þó ekki síðasta mark leiksins því í uppbótartíma skoraði Amadou Diawara sigurmarkið fyrir Napoli.

 

Þetta var mikilvægur sigur fyrir Napoli sem er í harðri baráttu við Juventus um titilinn.

 

Emil Hallfreðsson sat allan leikinn á varamannabekk Udinese er liðið tapaði fyrir Lazio 2-1. Eftir leikinn er Udinese í þrettánda sæti deildarinnar með 33 stig á meðan Lazio er í fjórða sæti með 60 stig.

 

Úrslit dagsins:

 

Torino 1-0 Inter

Crotone 1-0 Bologna

Hellas Verona 1-0 Cagliari

Napoli 2-1 Chievo

Udinese 2-1 Lazio

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×