Fótbolti

Buffon tryggasti þjónninn í Evrópuboltanum | Sjáðu listann

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Buffon hefur átt ótrúlegan feril hjá Juve.
Buffon hefur átt ótrúlegan feril hjá Juve. vísir/getty
Gianluigi Buffon, markvörður Juventus, mun væntanlega leggja skóna á hilluna en hann er sá leikmaður í Evrópuboltanum sem hefur verið lengst hjá sama liðinu. Hvaða aðrir leikmenn eru einnig tryggir þjónar sinna liða?

Buffon er orðinn fertugur og er að klára sitt sautjánda tímabil hjá Juventus. Magnað afrek. Næsti maður á lista er Sergio Pellissier sem er búinn að vera sextán og hálft tímabil hjá Chievo. Menn eru tryggir á Ítalíu.

Saman í þriðja sæti eru síðan Börsungurinn Andres Iniesta og Roman Weidenfaller, leikmaður Dortmund.

Sá sem hefur verið lengst hjá sama félaginu á Englandi er Leon Britton sem hefur verið hjá Swansea í fimmtán og hálft ár. Sama árangri hafa þeir Laurent Pionnier hjá Montpellier og Daniele de Rossi, leikmaður Roma, náð.

Lionel Messi er búinn að ná 14 árum hjá Barcelona og Sergio Ramos er að klára sitt þrettánda tímabil með Real Madrid. Giorgio Chiellini er líka að klára sitt þrettánda tímabil hjá Juventus.

Hér að neðan má sjá þörfustu þjónana í enska boltanum fyrir utan Leon Britton.

14 tímabil: Julian Speroni (Crystal Palace)

12 og hálft: Mark Noble (West Ham)

12: Michael Carrick (Manchester United)

11: Leighton Baines, Phil Jagielka (Everton), Ryan Shawcross (Stoke), Angel Rangel (Swansea), Chris Brunt, James Morrison (West Brom).

10: Aaron Ramsey (Arsenal). Vincent Kompany (Manchester City), James Collins (West Ham).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×