Körfubolti

Tveir NBA-þjálfarar reknir

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hornacek er atvinnulaus.
Hornacek er atvinnulaus. vísir/getty
Deildarkeppninni í NBA-deildinni er lokið og þeim tímapunkti fylgja breytingar. Þjálfarar eru því að fá sparkið í deildinni núna.

NY Knicks reið á vaðið með því að reka Jeff Hornacek úr starfi þjálfara. Hann hafði þjálfað liðið í tvö ár og skilaði 60-104 árangri á þeim tíma.

Það er sjötti versti árangur í NBA-deildinni á þessum tveimur tímabilum. Hornacek átti ár eftir af sínum samningi en fær ekki að klára samninginn.

Frank Vogel var svo rekinn frá Orlando Magic í dag en hann náði tveimur tímabilum hjá félaginu rétt eins og Hornacek gerði. Vogel bauð aftur á móti upp á enn lélegri árangur en Hornacek en lið Magic var 54-110 undir hans stjórn.

Fleiri þjálfarar munu örugglega fá sparkið á næstu dögum og er meðal annars horft til Milwaukee, Memphis og Phoenix. Störf fleiri þjálfara gætu verið í hættu.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×