Trump dregur í land með árásir í Sýrlandi Kjartan Kjartansson skrifar 12. apríl 2018 12:35 Tíst Trump í gær þar sem virtist boða árásir í Sýrlandi olli mörgum heilabrotum, ekki síst vegna þess að Trump hefur gagnrýnt fyrri ríkisstjórn Baracks Obama harðlega fyrir að hafa greint frá áætluðum hernaðaraðgerðum fyrir fram. Vísir/AFP Aðeins degi eftir að hann hótaði Rússum með eldflaugaárásum í Sýrlandi er Donald Trump Bandaríkjaforseti byrjaður að draga í land. Hann tísti í morgun um að slíkar árásir gætu átt sér stað „fljótlega eða ekki svo fljótlega“. Stirt hefur verið á milli Rússa, sem hafa stutt Sýrlandsstjórn með hernaðarmætti sínum, og vestrænna ríkja undanfarið, ekki síst eftir efnavopnaárás í bænum Douma í Austur-Ghouta um helgina. Vestræn ríki hafa sakað ríkisstjórn Bashars al-Assad forseta um að hafa staðið að baki henni. Því hefur ríkisstjórn Assad og Rússar harðneitað. Trump hótaði Rússum með yfirvofandi eldflaugaárásum á Twitter í gær vegna efnavopnaárásarinnar en áður höfðu Rússar sagst myndu skjóta niður öll flugskeyti sem skotið yrði að Sýrlandi. Rússar brugðust við hótunum Trump í gær með því að segja að þeir stunduðu ekki samfélagsmiðlaerindrekstur. Annað hljóð var komið í strokkinn hjá Trump á Twitter í morgun. „Sagði aldrei hvenær árás á Sýrland myndi eiga sér stað. Gæti verið mjög fljótlega eða alls ekki svo fljótlega!“ tísti Bandaríkjaforseti. Nokkuð holur hljómur var þó í upphaflegu tísti Trump um mögulegar eldflaugaárásir. Aðeins hálftíma eftir tístið þar sem hann hótaði Rússum harmaði hann hversu slæmt samband Bandaríkjamanna og Rússa væri orðið. Spurði hann í tísti hvort að þeir ættu að hætta „vopnakapphlaupi“.Never said when an attack on Syria would take place. Could be very soon or not so soon at all! In any event, the United States, under my Administration, has done a great job of ridding the region of ISIS. Where is our “Thank you America?”— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 12, 2018 Bandaríkin Donald Trump Sýrland Tengdar fréttir Trump hótar Rússum með eldflaugum í Sýrlandi Bandaríkjaforseti kallaði jafnframt forseta Sýrlands Gasdrepandi skepnu í tísti í morgun. 11. apríl 2018 11:55 Allt á suðupunkti eftir efnavopnaárás Bandaríkin og Rússland í hár saman vegna meintrar efnavopnaárásar. Donald Trump segir von á eldflaugaskotum. WHO heimtar aðgang að árásarvettvangi. Merkel harmar árangursleysi öryggisráðs SÞ. Rússneskir þingmenn munu funda með Assad Sýrlandsforseta. 12. apríl 2018 06:30 May segir vísbendingar um ábyrgð Sýrlandsstjórnar á efnavopnaárás Forsætisráðherra Bretlands segir allt benda til sektar ríkisstjórnar Bashars al-Assad forseta. 11. apríl 2018 16:46 Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Sjá meira
Aðeins degi eftir að hann hótaði Rússum með eldflaugaárásum í Sýrlandi er Donald Trump Bandaríkjaforseti byrjaður að draga í land. Hann tísti í morgun um að slíkar árásir gætu átt sér stað „fljótlega eða ekki svo fljótlega“. Stirt hefur verið á milli Rússa, sem hafa stutt Sýrlandsstjórn með hernaðarmætti sínum, og vestrænna ríkja undanfarið, ekki síst eftir efnavopnaárás í bænum Douma í Austur-Ghouta um helgina. Vestræn ríki hafa sakað ríkisstjórn Bashars al-Assad forseta um að hafa staðið að baki henni. Því hefur ríkisstjórn Assad og Rússar harðneitað. Trump hótaði Rússum með yfirvofandi eldflaugaárásum á Twitter í gær vegna efnavopnaárásarinnar en áður höfðu Rússar sagst myndu skjóta niður öll flugskeyti sem skotið yrði að Sýrlandi. Rússar brugðust við hótunum Trump í gær með því að segja að þeir stunduðu ekki samfélagsmiðlaerindrekstur. Annað hljóð var komið í strokkinn hjá Trump á Twitter í morgun. „Sagði aldrei hvenær árás á Sýrland myndi eiga sér stað. Gæti verið mjög fljótlega eða alls ekki svo fljótlega!“ tísti Bandaríkjaforseti. Nokkuð holur hljómur var þó í upphaflegu tísti Trump um mögulegar eldflaugaárásir. Aðeins hálftíma eftir tístið þar sem hann hótaði Rússum harmaði hann hversu slæmt samband Bandaríkjamanna og Rússa væri orðið. Spurði hann í tísti hvort að þeir ættu að hætta „vopnakapphlaupi“.Never said when an attack on Syria would take place. Could be very soon or not so soon at all! In any event, the United States, under my Administration, has done a great job of ridding the region of ISIS. Where is our “Thank you America?”— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 12, 2018
Bandaríkin Donald Trump Sýrland Tengdar fréttir Trump hótar Rússum með eldflaugum í Sýrlandi Bandaríkjaforseti kallaði jafnframt forseta Sýrlands Gasdrepandi skepnu í tísti í morgun. 11. apríl 2018 11:55 Allt á suðupunkti eftir efnavopnaárás Bandaríkin og Rússland í hár saman vegna meintrar efnavopnaárásar. Donald Trump segir von á eldflaugaskotum. WHO heimtar aðgang að árásarvettvangi. Merkel harmar árangursleysi öryggisráðs SÞ. Rússneskir þingmenn munu funda með Assad Sýrlandsforseta. 12. apríl 2018 06:30 May segir vísbendingar um ábyrgð Sýrlandsstjórnar á efnavopnaárás Forsætisráðherra Bretlands segir allt benda til sektar ríkisstjórnar Bashars al-Assad forseta. 11. apríl 2018 16:46 Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Sjá meira
Trump hótar Rússum með eldflaugum í Sýrlandi Bandaríkjaforseti kallaði jafnframt forseta Sýrlands Gasdrepandi skepnu í tísti í morgun. 11. apríl 2018 11:55
Allt á suðupunkti eftir efnavopnaárás Bandaríkin og Rússland í hár saman vegna meintrar efnavopnaárásar. Donald Trump segir von á eldflaugaskotum. WHO heimtar aðgang að árásarvettvangi. Merkel harmar árangursleysi öryggisráðs SÞ. Rússneskir þingmenn munu funda með Assad Sýrlandsforseta. 12. apríl 2018 06:30
May segir vísbendingar um ábyrgð Sýrlandsstjórnar á efnavopnaárás Forsætisráðherra Bretlands segir allt benda til sektar ríkisstjórnar Bashars al-Assad forseta. 11. apríl 2018 16:46