Twitter skilar hagnaði annan fjórðunginn í röð Þorbjörn Þórðarson skrifar 25. apríl 2018 17:35 Jack Dorsey, stofnandi og forstjóri Twitter. Vísir/EPA Nýtt uppgjör Twitter leiðir í ljós að breytingar sem fyrirtækið gerði til að afla sér auglýsingatekna og taka þannig tekjur frá Facebook og Google virðast hafa skilað sér. Á síðasta fjórðungi skilaði Twitter hagnaði í fyrsta sinn í tólf ára rekstrarsögu fyrirtækisins. Greiningaraðilar á markaði bjuggust við að fyrirtækið myndi skila tapi á ný en samkvæmt nýju uppgjöri hagnaðist félagið um 61 milljón dollara, jafnvirði 6,1 milljarðs króna, á síðasta ársfjórðungi. Tekjur og virkni notenda jukust meira en búist var við að því er fram kemur í Financial Times. Jack Dorsey, forstjóri og stofnandi Twitter, sagði í tilefni af uppgjörinu að jafnvægi kæmi líklega á virkni notenda eftir að Twitter hefði kynnt breytingar sem munu bæta skilaboðaskjóðu forritsins. Twitter hefur verið að sækja í sig veðrið undanfarið og hefur fjöldi notenda aukist eftir að hafa staðið í stað um nokkurra ára skeið. Þrátt fyrir fréttir af jákvæðri afkomu lækkuðu hlutabréf Twitter um 3,6 prósent við opnun markaða í Kauphöllinni í New York í dag og var gengið 29,36 dollarar á hlut í fyrstu viðskiptum. Twitter hefur aðeins brot af notendafjölda Facebook en 262 milljónir manna nota Twitter á heimsvísu meðan tveir milljarðar manna hafa skráð sig fyrir aðgangi að Facebook. Nokkur spenna er í loftinu vegna uppgjörs Facebook sem verður birt síðar í dag en það verður fyrsta uppgjörið eftir Cambridge Analytica hneykslið. Twitter Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Nýtt uppgjör Twitter leiðir í ljós að breytingar sem fyrirtækið gerði til að afla sér auglýsingatekna og taka þannig tekjur frá Facebook og Google virðast hafa skilað sér. Á síðasta fjórðungi skilaði Twitter hagnaði í fyrsta sinn í tólf ára rekstrarsögu fyrirtækisins. Greiningaraðilar á markaði bjuggust við að fyrirtækið myndi skila tapi á ný en samkvæmt nýju uppgjöri hagnaðist félagið um 61 milljón dollara, jafnvirði 6,1 milljarðs króna, á síðasta ársfjórðungi. Tekjur og virkni notenda jukust meira en búist var við að því er fram kemur í Financial Times. Jack Dorsey, forstjóri og stofnandi Twitter, sagði í tilefni af uppgjörinu að jafnvægi kæmi líklega á virkni notenda eftir að Twitter hefði kynnt breytingar sem munu bæta skilaboðaskjóðu forritsins. Twitter hefur verið að sækja í sig veðrið undanfarið og hefur fjöldi notenda aukist eftir að hafa staðið í stað um nokkurra ára skeið. Þrátt fyrir fréttir af jákvæðri afkomu lækkuðu hlutabréf Twitter um 3,6 prósent við opnun markaða í Kauphöllinni í New York í dag og var gengið 29,36 dollarar á hlut í fyrstu viðskiptum. Twitter hefur aðeins brot af notendafjölda Facebook en 262 milljónir manna nota Twitter á heimsvísu meðan tveir milljarðar manna hafa skráð sig fyrir aðgangi að Facebook. Nokkur spenna er í loftinu vegna uppgjörs Facebook sem verður birt síðar í dag en það verður fyrsta uppgjörið eftir Cambridge Analytica hneykslið.
Twitter Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira