Handbolti

Hætti 27 ára en nú kominn í ríkasta félag heims

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Du Rietz með búning síns nýja félags.
Du Rietz með búning síns nýja félags. psg
Líf og handboltaferill Svíans Kim Ekdahl du Rietz er afar sérstakur.

Þessi magnaði handboltakappi hætti mjög óvænt á hátindi ferilsins aðeins 27 ára gamall. Hann vildi þá fara að ferðast um heiminn og gerði það.





Hann fékk svo nóg af ferðalögum og ákvað að byrja aftur í handbolta. Úr varð að hann skrifaði aftur undir samning við sitt gamla félag, Þýskalandsmeistara Rhein-Neckar Löwen.

Svíinn hefur blómstrað þar og ofurlið PSG í Frakklandi ákvað að nýta sér að hann er samningslaus í sumar og gerði því við hann samning til tveggja ára. Honum er ætlað að leysa goðsögnina Daniel Narcisse af hólmi en hann er að leggja skóna á hilluna.

Þvílíkar sviptingar hjá leikmanninum og verður spennandi að sjá hvað hann gerir hjá ríkasta félagi heims.


Tengdar fréttir

Fékk skilaboð frá Ólafi Stefánssyni í viðnum

Sænski handboltamaðurinn Kim Ekdahl du Rietz var í viðtali í Fréttablaðinu í dag þar sem hann fór betur yfir þá ákvörðun sína að setja handboltaskóna upp á hillu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×