Körfubolti

Harden byrjaði undanúrslitin á skotsýningu

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
James Harden fagnar körfu
James Harden fagnar körfu Vísir/Getty
Houston Rockets byrjuðu undanúrslit vesturdeildar NBA deildarinnar í körfubolta á sigri á Utah Jazz á heimavelli í nótt.

Fremstur í flokki í liði Rockets fór James Harden sem setti 41 stig. Heimamenn í Houston voru með 25 stiga forystu í hálfleik og þrátt fyrir að Utah ynni seinni hálfleikinn þá var forystan of mikil og Houston fór með 110-96 sigur og leiðir því rimmuna 1-0.

Houston fékk mun meiri hvíld fyrir þennan leik, en Harden og félagar kláruðu Minnesota Timberwolves á miðvikudag en Utah vann ekki Oklahoma City Thunder fyrr en á föstudagskvöld og það sást í þessum leik að leikmenn Houston voru einfaldlega mun ferskari.

„Vörnin þeirra er mjög góð, hún er frábær. En James er James,“ sagði Mike D'Antoni, þjálfari Thunder, eftir leikinn en Harden var með 34,3 stig að meðaltali í leik gegn Utah í deildarkeppninni.

Sigurinn í nótt var sá fjórði í röð í úrslitakeppninni sem Houston vinnur með meira en 10 stigum og meðaltalið gegn Utah er sigur með 16,8 stigum.











NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×