Twitter hvetur notendur til að skipta um lykilorð Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. maí 2018 06:02 Skráðir notendur Twitter eru um 330 milljónir talsins. Vísir/Getty Örbloggmiðillinn Twitter hefur hvatt alla 330 milljón notendur sína til að skipta um lykilorð. Hvatningin kemur eftir að starfsmenn miðilsins ráku sig á galla sem birti hluta lykilorðanna á innrivef starfsmannanna.Í yfirlýsingu frá Twitter segir að ekkert bendi til þess að lykilorðum hafi verið stolið eða þau misnotuð af einhverjum sem hafði aðgang að innrivefnum. Engu að síður hvetur miðillinn notendur sína til að skipta um lykilorð, því aldrei sé of varlega farið. Í yfirlýsingunni er ekki greint frá því hversu mörg lykilorð voru opinberuð. Þó segir að fjöldi þeirra sé „umtalsverður“ og að gallinn hafi lifað óáreittur í einhverja mánuði. Nokkrar vikur eru síðan starfsmenn Twitter tóku eftir gallanum. Þeir eru sagðir hafa látið eftirlitsaðila sem og forsvarsmenn fyrirtækisins umsvifalaust vita. Tíst framkvæmdastjórans Jack Dorsey um málið má sjá hér að neðan.We recently discovered a bug where account passwords were being written to an internal log before completing a masking/hashing process. We've fixed, see no indication of breach or misuse, and believe it's important for us to be open about this internal defect. https://t.co/BJezo7Gk00— jack (@jack) May 3, 2018 Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Örbloggmiðillinn Twitter hefur hvatt alla 330 milljón notendur sína til að skipta um lykilorð. Hvatningin kemur eftir að starfsmenn miðilsins ráku sig á galla sem birti hluta lykilorðanna á innrivef starfsmannanna.Í yfirlýsingu frá Twitter segir að ekkert bendi til þess að lykilorðum hafi verið stolið eða þau misnotuð af einhverjum sem hafði aðgang að innrivefnum. Engu að síður hvetur miðillinn notendur sína til að skipta um lykilorð, því aldrei sé of varlega farið. Í yfirlýsingunni er ekki greint frá því hversu mörg lykilorð voru opinberuð. Þó segir að fjöldi þeirra sé „umtalsverður“ og að gallinn hafi lifað óáreittur í einhverja mánuði. Nokkrar vikur eru síðan starfsmenn Twitter tóku eftir gallanum. Þeir eru sagðir hafa látið eftirlitsaðila sem og forsvarsmenn fyrirtækisins umsvifalaust vita. Tíst framkvæmdastjórans Jack Dorsey um málið má sjá hér að neðan.We recently discovered a bug where account passwords were being written to an internal log before completing a masking/hashing process. We've fixed, see no indication of breach or misuse, and believe it's important for us to be open about this internal defect. https://t.co/BJezo7Gk00— jack (@jack) May 3, 2018
Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira