Afsakið hlé Hörður Ægisson skrifar 18. maí 2018 12:55 Þetta var aðeins spurning um tíma. Hinn gríðarmikli uppgangur í ferðaþjónustu, þar sem ferðamönnum fjölgaði um tugi prósenta ár frá ári, var ósjálfbær og hlaut að taka enda fyrr en síðar. Það sem kemur hins vegar kannski á óvart, þvert á spár flestra greinenda, er hversu hratt vöxturinn er núna farinn að hægja á sér á skömmum tíma. Þótt það eigi að fara varlega í að draga of víðtækar ályktanir þá er hægur leikur að teikna upp mynd sem gefur til kynna að það séu blikur á lofti í atvinnugreininni – og þá um leið í íslensku efnahagslífi. Hagtölur sem birst hafa sýna meðal annars að ferðamönnum fækkaði í apríl frá fyrra ári í fyrsta sinn í átta ár, þeir dvelja skemur og eyða minna, gistinóttum á hótelum fer lítillega fækkandi, fyrirtæki eru að draga saman seglin með færri ráðningum á starfsfólki og þá er einnig uppi óvissa með framgang sumra stórra hótelverkefna. Nánast ekkert ríki á jafn mikið undir ferðaþjónustu og Ísland. Greinin skapar orðið meira en 40 prósent af útflutningstekjum þjóðarbúsins og liðlega helming af heildarhagvexti frá árinu 2010 má skýra beint og óbeint með auknum umsvifum í ferðaþjónustu. Ef ekki hefði verið fyrir vaxandi útflutningsverðmæti þessarar nýju gjaldeyrisskapandi atvinnugreinar væri búinn að vera talsverður halli á viðskiptum við útlönd síðustu ár. Það er því ekki að ástæðulausu að sumir eru farnir að óttast þau neikvæðu efnahagslegu áhrif sem mögulegur samdráttur í ferðaþjónustu kann að hafa, einkum á fasteignamarkaðinn með tilheyrandi verðlækkunum, í ljósi mikilvægis hennar fyrir þjóðarbúið. Er því ástæða til að örvænta? Tæplega. Það er ekkert kerfishrun í vændum. Ólíkt árunum í aðdraganda falls fjármálakerfisins 2008 eru stoðir hagkerfisins í dag mun traustari. Ísland er með jákvæða eignastöðu við útlönd, gjaldeyrisforði Seðlabankans nemur um 700 milljörðum og fjárhagsstaða heimila og fyrirtækja hefur sjaldan verið betri. Þótt bankarnir yrðu fyrir miklum útlánatöpum við alvarlegt bakslag í ferðaþjónustu þá er eigið fé þeirra nægjanlegt til að standa af sér meiriháttar efnahagsáfall. Þá er rétt að hafa það í huga að ferðaþjónustan er ung atvinnugrein, með of mikið af litlum og meðalstórum fyrirtækjum, sem eru rekin af reynslulitlum stjórnendum sem hafa aðeins upplifað góðæristíma. Greinin mun á næstu árum aðlaga sig breyttum aðstæðum – og þó fyrr hefði verið. Gengisstyrking krónunnar, sem hefur unnið sitt verk við að koma í veg fyrir meira ójafnvægi í þjóðarbúskapnum en ella, þýðir að ferðaþjónustan hefur engan annan valkost en að leita leiða til hagræðingar, einkum með sameiningum fyrirtækja í miklu stærri einingar. Sú þróun er þegar hafin. Staðan í þjóðarbúskapnum er samt um margt brothætt um þessar mundir. Ísland er líklega orðið dýrasta land í heimi. Þar spilar ekki síst inn í sú staðreynd að launakostnaður fyrirtækja, mældur í erlendri mynt, hefur hækkað margfalt meira en í öðrum OECD-ríkjum frá 2010. Afleiðingin er sú að samkeppnisstaða útflutningsgreina, meðal annars ferðaþjónustunnar, hefur rýrnað stórkostlega. Niðurstaða komandi kjarasamninga á almennum vinnumarkaði mun ráða miklu um hvort framhald verði á þessari ískyggilegu þróun. Þar vilja áhrifaöfl í verkalýðshreyfingunni, stýrt af byltingarfólki með takmarkað umboð á bak við sig, efna til átaka við allt og alla og tefla á tæpasta vað. Nái þau sínu fram þarf ekki að spyrja að leikslokum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Þetta var aðeins spurning um tíma. Hinn gríðarmikli uppgangur í ferðaþjónustu, þar sem ferðamönnum fjölgaði um tugi prósenta ár frá ári, var ósjálfbær og hlaut að taka enda fyrr en síðar. Það sem kemur hins vegar kannski á óvart, þvert á spár flestra greinenda, er hversu hratt vöxturinn er núna farinn að hægja á sér á skömmum tíma. Þótt það eigi að fara varlega í að draga of víðtækar ályktanir þá er hægur leikur að teikna upp mynd sem gefur til kynna að það séu blikur á lofti í atvinnugreininni – og þá um leið í íslensku efnahagslífi. Hagtölur sem birst hafa sýna meðal annars að ferðamönnum fækkaði í apríl frá fyrra ári í fyrsta sinn í átta ár, þeir dvelja skemur og eyða minna, gistinóttum á hótelum fer lítillega fækkandi, fyrirtæki eru að draga saman seglin með færri ráðningum á starfsfólki og þá er einnig uppi óvissa með framgang sumra stórra hótelverkefna. Nánast ekkert ríki á jafn mikið undir ferðaþjónustu og Ísland. Greinin skapar orðið meira en 40 prósent af útflutningstekjum þjóðarbúsins og liðlega helming af heildarhagvexti frá árinu 2010 má skýra beint og óbeint með auknum umsvifum í ferðaþjónustu. Ef ekki hefði verið fyrir vaxandi útflutningsverðmæti þessarar nýju gjaldeyrisskapandi atvinnugreinar væri búinn að vera talsverður halli á viðskiptum við útlönd síðustu ár. Það er því ekki að ástæðulausu að sumir eru farnir að óttast þau neikvæðu efnahagslegu áhrif sem mögulegur samdráttur í ferðaþjónustu kann að hafa, einkum á fasteignamarkaðinn með tilheyrandi verðlækkunum, í ljósi mikilvægis hennar fyrir þjóðarbúið. Er því ástæða til að örvænta? Tæplega. Það er ekkert kerfishrun í vændum. Ólíkt árunum í aðdraganda falls fjármálakerfisins 2008 eru stoðir hagkerfisins í dag mun traustari. Ísland er með jákvæða eignastöðu við útlönd, gjaldeyrisforði Seðlabankans nemur um 700 milljörðum og fjárhagsstaða heimila og fyrirtækja hefur sjaldan verið betri. Þótt bankarnir yrðu fyrir miklum útlánatöpum við alvarlegt bakslag í ferðaþjónustu þá er eigið fé þeirra nægjanlegt til að standa af sér meiriháttar efnahagsáfall. Þá er rétt að hafa það í huga að ferðaþjónustan er ung atvinnugrein, með of mikið af litlum og meðalstórum fyrirtækjum, sem eru rekin af reynslulitlum stjórnendum sem hafa aðeins upplifað góðæristíma. Greinin mun á næstu árum aðlaga sig breyttum aðstæðum – og þó fyrr hefði verið. Gengisstyrking krónunnar, sem hefur unnið sitt verk við að koma í veg fyrir meira ójafnvægi í þjóðarbúskapnum en ella, þýðir að ferðaþjónustan hefur engan annan valkost en að leita leiða til hagræðingar, einkum með sameiningum fyrirtækja í miklu stærri einingar. Sú þróun er þegar hafin. Staðan í þjóðarbúskapnum er samt um margt brothætt um þessar mundir. Ísland er líklega orðið dýrasta land í heimi. Þar spilar ekki síst inn í sú staðreynd að launakostnaður fyrirtækja, mældur í erlendri mynt, hefur hækkað margfalt meira en í öðrum OECD-ríkjum frá 2010. Afleiðingin er sú að samkeppnisstaða útflutningsgreina, meðal annars ferðaþjónustunnar, hefur rýrnað stórkostlega. Niðurstaða komandi kjarasamninga á almennum vinnumarkaði mun ráða miklu um hvort framhald verði á þessari ískyggilegu þróun. Þar vilja áhrifaöfl í verkalýðshreyfingunni, stýrt af byltingarfólki með takmarkað umboð á bak við sig, efna til átaka við allt og alla og tefla á tæpasta vað. Nái þau sínu fram þarf ekki að spyrja að leikslokum.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun