Bandaríkin felldu tillögu um rannsókn á dauða Palestínumanna Kjartan Kjartansson skrifar 15. maí 2018 11:57 Byrjað var að bera Palestínumenn sem voru skotnir til bana í mótmælum á Gasa til grafar í dag. Vísir/AFP Fulltrúi Bandaríkjastjórnar í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna felldi tillögu um sjálfstæða rannsókn á drápum ísraelskra hermanna á tugum Palestínumanna í tengslum við mótmæli vegna opnunar sendiráðs Bandaríkjanna í Jerúsalem í gær. Kúvætar lögðu fram drög að yfirlýsingu þar sem lýst var reiði og sorg vegna dauða 58 Palestínumanna sem voru skotnir til bana við landamæragirðingu á Gasaströndinni í gær. Í henni var einnig kallað eftir „sjálfstæðri og gegnsærri“ rannsókn á blóðbaðinu og að aðildarríkin virtu ályktun öryggisráðsins um að þau kæmu ekki upp sendiskrifstofum í Jerúsalem sem bæði Ísraelar og Palestínumenn gera kall til. Ísraelska dagblaðið Haaretz segir að fulltrúar Bandaríkjastjórnar hafi komið í veg fyrir að yfirlýsingin væri samþykkt og birt.Standa með sjálfsvarnarrétti Ísraela Ákvörðun Trump um að færa sendiráð Bandaríkjanna frá Tel Aviv til Jerúsalem var afar umdeild og lagðist allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna gegn því í desember. Hin fjórtán ríkin í öryggisráðinu kröfðust þess jafnframt að Trump félli frá ákvörðuninni. Trump-stjórnin hótaði ríkjum sem greiddu atkvæði gegn Bandaríkjunum vegna málsins afleiðingum. Talsmaður Hvíta hússins kenndi Hamas-samtökunum um ofbeldið við landamærin í gær. Lýsti hann fullum stuðningi ríkisstjórn Donalds Trump forseta við „rétt Ísraela til að verja sig“. Auk þeirra 58 Palestínumanna sem liggja í valnum eftir mótmælin eru 2.700 særðir að sögn palestínskra yfirvalda. Þau hafa kallað skothríð Ísraelshers „fjöldamorð“. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, segir að herinn hafi aðeins brugðist við í sjálfsvörn. Gærdagurinn var sá blóðugasti á Gasaströndinni í fjögur ár eða frá því í fimmtíu daga stríði á milli Ísraels og herskárra Palestínumanna árið 2014. Donald Trump Tengdar fréttir Blóðbað á Gaza á meðan Trump er hrósað fyrir hugrekki Að minnsta kosti 41 Palestínumaður hefur verið skotinn til bana af Ísraelsher í mótmælum sem nú fara fram á Gaza-svæðinu vegna opnunar bandaríska sendiráðsins í Jerúsalem. 14. maí 2018 14:40 Bandaríkin munu ekki gleyma árás allsherjarþingsins Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna ályktaði gegn ákvörðun Bandaríkjaforseta um sendiráðsflutninga til Jerúsalem. Bandaríkjamenn hóta því að skera á fjárstuðning og Ísraelar segja þingið lygasamkundu. 22. desember 2017 07:00 Allsherjarþing SÞ um Jerúsalem: Ísland hluti af yfirgnæfandi meirihluta gegn Bandaríkjunum 128 af 193 ríkjum sem eiga sæti á allsherjarþingi SÞ greiddu atkvæði með tillögu gegn ákvörðun Bandaríkjastjórnar. Aðeins níu greiddu atkvæði gegn henni þrátt fyrir hótanir Trump Bandaríkjaforseta. 21. desember 2017 17:36 Spennustigið hátt í Jerúsalem Búist er við áframhaldandi mótmælum í Jerúsalem í dag, daginn eftir að 55 Palestínumenn létu lífið í átökum við ísraelska hermenn. 15. maí 2018 06:24 Palestínumenn drepnir í mótmælum vegna opnunar sendiráðs Bandaríkjanna í Jerúsalem Ísraelsher hefur skotið til bana sextán Palestínumenn og sært að minnsta kosti 200 í mótmælum sem nú fara fram á Gaza-svæðinu. Mótmælin eru vegna þess að síðar í dag opnar bandaríska sendiráðið í Jerúsalem. 14. maí 2018 11:33 Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira
Fulltrúi Bandaríkjastjórnar í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna felldi tillögu um sjálfstæða rannsókn á drápum ísraelskra hermanna á tugum Palestínumanna í tengslum við mótmæli vegna opnunar sendiráðs Bandaríkjanna í Jerúsalem í gær. Kúvætar lögðu fram drög að yfirlýsingu þar sem lýst var reiði og sorg vegna dauða 58 Palestínumanna sem voru skotnir til bana við landamæragirðingu á Gasaströndinni í gær. Í henni var einnig kallað eftir „sjálfstæðri og gegnsærri“ rannsókn á blóðbaðinu og að aðildarríkin virtu ályktun öryggisráðsins um að þau kæmu ekki upp sendiskrifstofum í Jerúsalem sem bæði Ísraelar og Palestínumenn gera kall til. Ísraelska dagblaðið Haaretz segir að fulltrúar Bandaríkjastjórnar hafi komið í veg fyrir að yfirlýsingin væri samþykkt og birt.Standa með sjálfsvarnarrétti Ísraela Ákvörðun Trump um að færa sendiráð Bandaríkjanna frá Tel Aviv til Jerúsalem var afar umdeild og lagðist allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna gegn því í desember. Hin fjórtán ríkin í öryggisráðinu kröfðust þess jafnframt að Trump félli frá ákvörðuninni. Trump-stjórnin hótaði ríkjum sem greiddu atkvæði gegn Bandaríkjunum vegna málsins afleiðingum. Talsmaður Hvíta hússins kenndi Hamas-samtökunum um ofbeldið við landamærin í gær. Lýsti hann fullum stuðningi ríkisstjórn Donalds Trump forseta við „rétt Ísraela til að verja sig“. Auk þeirra 58 Palestínumanna sem liggja í valnum eftir mótmælin eru 2.700 særðir að sögn palestínskra yfirvalda. Þau hafa kallað skothríð Ísraelshers „fjöldamorð“. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, segir að herinn hafi aðeins brugðist við í sjálfsvörn. Gærdagurinn var sá blóðugasti á Gasaströndinni í fjögur ár eða frá því í fimmtíu daga stríði á milli Ísraels og herskárra Palestínumanna árið 2014.
Donald Trump Tengdar fréttir Blóðbað á Gaza á meðan Trump er hrósað fyrir hugrekki Að minnsta kosti 41 Palestínumaður hefur verið skotinn til bana af Ísraelsher í mótmælum sem nú fara fram á Gaza-svæðinu vegna opnunar bandaríska sendiráðsins í Jerúsalem. 14. maí 2018 14:40 Bandaríkin munu ekki gleyma árás allsherjarþingsins Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna ályktaði gegn ákvörðun Bandaríkjaforseta um sendiráðsflutninga til Jerúsalem. Bandaríkjamenn hóta því að skera á fjárstuðning og Ísraelar segja þingið lygasamkundu. 22. desember 2017 07:00 Allsherjarþing SÞ um Jerúsalem: Ísland hluti af yfirgnæfandi meirihluta gegn Bandaríkjunum 128 af 193 ríkjum sem eiga sæti á allsherjarþingi SÞ greiddu atkvæði með tillögu gegn ákvörðun Bandaríkjastjórnar. Aðeins níu greiddu atkvæði gegn henni þrátt fyrir hótanir Trump Bandaríkjaforseta. 21. desember 2017 17:36 Spennustigið hátt í Jerúsalem Búist er við áframhaldandi mótmælum í Jerúsalem í dag, daginn eftir að 55 Palestínumenn létu lífið í átökum við ísraelska hermenn. 15. maí 2018 06:24 Palestínumenn drepnir í mótmælum vegna opnunar sendiráðs Bandaríkjanna í Jerúsalem Ísraelsher hefur skotið til bana sextán Palestínumenn og sært að minnsta kosti 200 í mótmælum sem nú fara fram á Gaza-svæðinu. Mótmælin eru vegna þess að síðar í dag opnar bandaríska sendiráðið í Jerúsalem. 14. maí 2018 11:33 Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira
Blóðbað á Gaza á meðan Trump er hrósað fyrir hugrekki Að minnsta kosti 41 Palestínumaður hefur verið skotinn til bana af Ísraelsher í mótmælum sem nú fara fram á Gaza-svæðinu vegna opnunar bandaríska sendiráðsins í Jerúsalem. 14. maí 2018 14:40
Bandaríkin munu ekki gleyma árás allsherjarþingsins Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna ályktaði gegn ákvörðun Bandaríkjaforseta um sendiráðsflutninga til Jerúsalem. Bandaríkjamenn hóta því að skera á fjárstuðning og Ísraelar segja þingið lygasamkundu. 22. desember 2017 07:00
Allsherjarþing SÞ um Jerúsalem: Ísland hluti af yfirgnæfandi meirihluta gegn Bandaríkjunum 128 af 193 ríkjum sem eiga sæti á allsherjarþingi SÞ greiddu atkvæði með tillögu gegn ákvörðun Bandaríkjastjórnar. Aðeins níu greiddu atkvæði gegn henni þrátt fyrir hótanir Trump Bandaríkjaforseta. 21. desember 2017 17:36
Spennustigið hátt í Jerúsalem Búist er við áframhaldandi mótmælum í Jerúsalem í dag, daginn eftir að 55 Palestínumenn létu lífið í átökum við ísraelska hermenn. 15. maí 2018 06:24
Palestínumenn drepnir í mótmælum vegna opnunar sendiráðs Bandaríkjanna í Jerúsalem Ísraelsher hefur skotið til bana sextán Palestínumenn og sært að minnsta kosti 200 í mótmælum sem nú fara fram á Gaza-svæðinu. Mótmælin eru vegna þess að síðar í dag opnar bandaríska sendiráðið í Jerúsalem. 14. maí 2018 11:33