Bensíntankurinn alveg tómur Kristinn Páll Teitsson skrifar 14. maí 2018 09:00 Íslensku strákarnir fagna titlinum. guðmundur svansson Ólafur Andrés Guðmundsson bar fyrirliðabandið er hann, Gunnar Steinn Jónsson, Arnar Freyr Arnarsson og félagar í Kristianstad tryggðu sér sænska meistaratitilinn í handbolta á dögunum. Er þetta fjórði meistaratitill félagsins í röð og sá áttundi í sögu félagsins. Þurfti framlengingu til að útkljá hvort liðið yrði meistari í leik Kristianstad gegn Malmö en þar reyndist Kristianstad sterkara liðið og náði að innbyrða 23-22 sigur. Er þetta þriðji meistaratitill Ólafs með liðinu en Gunnar Steinn og Arnar Freyr voru að vinna sinn annan meistaratitil í Svíþjóð eftir að hafa komið til félagsins árið 2016.Verðskuldað frí fram undan Ólafur tók sumarfríinu fagnandi þegar Fréttablaðið tók á honum púlsinn eftir langt og strangt tímabil. Kristianstad komst í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar í fyrsta sinn ásamt því að fara alla leið í deildinni heima fyrir. „Þetta er annar titill minn sem fyrirliði og þessi var virkilega ánægjulegur. Það voru miklar breytingar á leikmannahópnum á milli tímabila og þetta var mjög langt og strangt tímabil. Við vorum í sterkum riðli í Meistaradeildinni og sýndum þar að við erum eitt af sextán bestu liðum Evrópu. Ef ég á að vera hreinskilinn er bensíntankurinn alveg tómur, andlega og líkamlega þessa stundina. Við spiluðum næstflesta leiki í Evrópu í vetur en náðum samt að klára þetta og um leið tryggja okkur sæti í Meistaradeildinni á næsta ári. Það er gulrótin fyrir okkur, þar mætir maður sterkustu liðum heims og fær meiri prófraun, við viljum halda okkur þar,“ sagði Ólafur, sem segir að það sé pressa á liðinu frá heimamönnum. „Það gat verið á köflum erfitt að halda einbeitingu í deildinni og halda okkur gangandi á sama tíma og áhuginn jókst með hverri viku í bænum. Það hélt manni á tánum og veitti manni aukna hvatningu til að gera þetta fyrir bæjarfélagið.“Líður vel í Svíþjóð Ólafur framlengdi samning sinn hjá Kristianstad fyrir áramót en hann er með samning út næstu tvö tímabil. Hann vissi af áhuga frá Frakklandi og Þýskalandi en hann ákvað að framlengja frekar í Svíþjóð þar sem hann er fyrirliði meistaraliðsins. „Ég framlengdi í vetur enda líður mér mjög vel hér, þekki klúbbinn og þjálfarann ótrúlega vel og veit hvað félagið stendur fyrir,“ sagði Ólafur og bætti við. „Það voru klúbbar í Þýskalandi og Frakklandi sem sýndu manni áhuga og lið frá öðrum löndum, sumt af þessu var spennandi og það var alveg möguleiki á að prófa eitthvað nýtt en fjölskyldunni líður vel hér og ég nýt þess vel að spila hér. Það fylgir atvinnumennsku að það getur verið breytilegt hvar þú býrð en hér erum við búin að koma okkur vel fyrir og eigum í góðu sambandi við aðrar fjölskyldur hér.“Hann vildi frekar leika áfram í Meistaradeildinni, sterkustu keppni Evrópu „Ég spila í liði sem stefnir á titilinn heima á sama tíma og við erum að feta okkur áfram í Meistaradeildinni. Þar erum við að spila við sterkustu lið heims og ég kaus það frekar en að fara í sterkari deild eins og í Þýskalandi og vera ekki í Meistaradeildinni,“ sagði Ólafur. Handbolti Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Sport Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira
Ólafur Andrés Guðmundsson bar fyrirliðabandið er hann, Gunnar Steinn Jónsson, Arnar Freyr Arnarsson og félagar í Kristianstad tryggðu sér sænska meistaratitilinn í handbolta á dögunum. Er þetta fjórði meistaratitill félagsins í röð og sá áttundi í sögu félagsins. Þurfti framlengingu til að útkljá hvort liðið yrði meistari í leik Kristianstad gegn Malmö en þar reyndist Kristianstad sterkara liðið og náði að innbyrða 23-22 sigur. Er þetta þriðji meistaratitill Ólafs með liðinu en Gunnar Steinn og Arnar Freyr voru að vinna sinn annan meistaratitil í Svíþjóð eftir að hafa komið til félagsins árið 2016.Verðskuldað frí fram undan Ólafur tók sumarfríinu fagnandi þegar Fréttablaðið tók á honum púlsinn eftir langt og strangt tímabil. Kristianstad komst í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar í fyrsta sinn ásamt því að fara alla leið í deildinni heima fyrir. „Þetta er annar titill minn sem fyrirliði og þessi var virkilega ánægjulegur. Það voru miklar breytingar á leikmannahópnum á milli tímabila og þetta var mjög langt og strangt tímabil. Við vorum í sterkum riðli í Meistaradeildinni og sýndum þar að við erum eitt af sextán bestu liðum Evrópu. Ef ég á að vera hreinskilinn er bensíntankurinn alveg tómur, andlega og líkamlega þessa stundina. Við spiluðum næstflesta leiki í Evrópu í vetur en náðum samt að klára þetta og um leið tryggja okkur sæti í Meistaradeildinni á næsta ári. Það er gulrótin fyrir okkur, þar mætir maður sterkustu liðum heims og fær meiri prófraun, við viljum halda okkur þar,“ sagði Ólafur, sem segir að það sé pressa á liðinu frá heimamönnum. „Það gat verið á köflum erfitt að halda einbeitingu í deildinni og halda okkur gangandi á sama tíma og áhuginn jókst með hverri viku í bænum. Það hélt manni á tánum og veitti manni aukna hvatningu til að gera þetta fyrir bæjarfélagið.“Líður vel í Svíþjóð Ólafur framlengdi samning sinn hjá Kristianstad fyrir áramót en hann er með samning út næstu tvö tímabil. Hann vissi af áhuga frá Frakklandi og Þýskalandi en hann ákvað að framlengja frekar í Svíþjóð þar sem hann er fyrirliði meistaraliðsins. „Ég framlengdi í vetur enda líður mér mjög vel hér, þekki klúbbinn og þjálfarann ótrúlega vel og veit hvað félagið stendur fyrir,“ sagði Ólafur og bætti við. „Það voru klúbbar í Þýskalandi og Frakklandi sem sýndu manni áhuga og lið frá öðrum löndum, sumt af þessu var spennandi og það var alveg möguleiki á að prófa eitthvað nýtt en fjölskyldunni líður vel hér og ég nýt þess vel að spila hér. Það fylgir atvinnumennsku að það getur verið breytilegt hvar þú býrð en hér erum við búin að koma okkur vel fyrir og eigum í góðu sambandi við aðrar fjölskyldur hér.“Hann vildi frekar leika áfram í Meistaradeildinni, sterkustu keppni Evrópu „Ég spila í liði sem stefnir á titilinn heima á sama tíma og við erum að feta okkur áfram í Meistaradeildinni. Þar erum við að spila við sterkustu lið heims og ég kaus það frekar en að fara í sterkari deild eins og í Þýskalandi og vera ekki í Meistaradeildinni,“ sagði Ólafur.
Handbolti Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Sport Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira