Það þarf af rannsaka einkavæðingu Granda Reinhold Richter skrifar 10. maí 2018 20:28 Við þurfum að gera upp við nýfrjálshyggjuna, ekki bara hvernig skattar hinna ríku voru lækkaðir og þannig grafið undan velferðarkerfinu, heldur líka hvernig örfáar fjölskyldur náðu að sölsa undir sig almannaeigur. Fyrir okkur Reykvíkinga vegur salan á Bæjarútgerðinni þar þyngst. Sú sala markaði upphaf nýfrjálshyggjunnar og einkavæðingar almannaeigna í Reykjavík. Fjölskyldur Kristjáns Loftssonar og viðskiptafélaga seldu sinn hlut sinn í HB-Granda um daginn á 21,7 milljarð króna til Guðmundar Kristjánssonar í Brim. Hlut sinn í HBGranda eignuðust Kristján og félagar 1988 þegar þeir keyptu ásamt Sjóvá 78% hlut Reykjavíkurborgar í Granda. Davíð Oddsson borgarstjóri seldi þessu fólki hlut borgarbúa í Granda á 500 milljónir króna árið 1988. Á núvirði eru þetta um 2.070 milljónir króna. Og hlutirnir sem voru seldir um daginn eru aðeins partur af því sem Davíð seldi árið 1988. Ætli Kristján og félagar hafi ekki greitt um 1.400 milljónir króna á núvirði fyrir það sem þeir voru að selja fyrir 21.700 milljónir króna. Þeir högnuðust því um meira en 20 milljarða króna í gegnum klíkuskap. Það er kallað klíkuræði, óligarkismi, þar sem einkavinir valdhafa hagnast af að sölsa undir sig almannaeigur. Þetta er ástandið í Rússlandi og víða í Austur-Evrópu, en þetta ástand hefur varað í marga áratugi á Íslandi. Og dæmið sé líklega enn verra. Þegar Davíð Oddsson var borgarstjóri og bjargaði Ísbirninum frá gjaldþroti 1985, með því að sameina það fyrirtæki inn í Bæjarútgerð Reykjavíkur, yfirtók borgarsjóður miklar skuldir af fyrirtækinu, hátt í 1,5 milljarð króna á núvirði. Það mætti því halda því fram að Davíð borgarstjóri hafi selt hlut borgarbúa á nánast ekki neitt. Sama hlut og var seldur um daginn á 21,7 milljarð króna. Það mætti gera eitthvað fyrir þá upphæð. Eitthvað gáfulegra en að gefa Kristjáni Loftssyni og félögum. Ég efast um að borgarbúar myndi kjósa þá niðurstöðu í dag. Það má benda á að nota mætti 20 milljarða sem 20% stofnframlag til byggingar fjögur til fimm þúsund íbúða. Þótt við getum ekki endurheimt þessar eignir, né náð hagnaðinum af þeim sem sölsuðu þær undir sig, þá er alla vega betra að þekkja söguna. Hvernig eignir almennings voru færðar til örfárra á nýfrjálshyggjuárunum. Reykjavíkingar eiga rétt á að vita hvað varð um eigur þeirra. Bæjarútgerð Reykjavíkur var stofnuð eftir stríð til að tryggja sjómönnum og verkafólki í Reykjavík vinnu. Hún var rekin með sóma fram undir lok áttunda áratuginn, þegar hún lenti í vanda eins og flest útgerðarfyrirtæki landsins. Þrátt fyrir útfærslu landhelginnar dróst afli saman og offjárfesting sligaði útgerðina. Kvótakerfið var einmitt sett á til að draga úr fjárfestingum og minnka kostnað við veiðarnar. En áður en hagkvæmni kvótakerfisins náði að bæta rekstur bæjarútgerðanna voru þær seldar, ekki bara í Reykjavík heldur líka í Hafnarfirði, á Akureyri og víðar. Það voru því einkaaðilar, í flestum tilfellum innvígðir og innmúraðir sjálfstæðismenn, sem tóku inn hagnaðinn af kvótakerfinu. Almenningur, eigendur bæjarútgerðanna, fékk ekkert. Einkavæðing bæjarútgerðanna var ekkert síður blóðug en einkavæðing bankanna á sínum tíma. Það voru bæjarútgerðir og útgerðir samvinnuhreyfingarinnar sem komu fótunum undir Íslendinga eftir stríð. Þær voru stofnaðar til að tryggja fólki atvinnu. Í dag eru þessar almannaeigur og fyrrum félagslegar eignir komnar í hendur örfárra fjölskyldna sem veigra sér ekki við að loka fiskvinnslustöðvum og segja upp tugum og hundruðum starfsmanna ef þær halda að þær geti grætt á því. Einkavæðingin snýst því ekki aðeins um krónur og aura heldur líka um að fólk geti búið við öryggi og trausta afkomu.Höfundur er aðaltrúnaðarmaður hjá Ísal og frambjóðandi sósíalista í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Sjávarútvegur Mest lesið Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Við þurfum að gera upp við nýfrjálshyggjuna, ekki bara hvernig skattar hinna ríku voru lækkaðir og þannig grafið undan velferðarkerfinu, heldur líka hvernig örfáar fjölskyldur náðu að sölsa undir sig almannaeigur. Fyrir okkur Reykvíkinga vegur salan á Bæjarútgerðinni þar þyngst. Sú sala markaði upphaf nýfrjálshyggjunnar og einkavæðingar almannaeigna í Reykjavík. Fjölskyldur Kristjáns Loftssonar og viðskiptafélaga seldu sinn hlut sinn í HB-Granda um daginn á 21,7 milljarð króna til Guðmundar Kristjánssonar í Brim. Hlut sinn í HBGranda eignuðust Kristján og félagar 1988 þegar þeir keyptu ásamt Sjóvá 78% hlut Reykjavíkurborgar í Granda. Davíð Oddsson borgarstjóri seldi þessu fólki hlut borgarbúa í Granda á 500 milljónir króna árið 1988. Á núvirði eru þetta um 2.070 milljónir króna. Og hlutirnir sem voru seldir um daginn eru aðeins partur af því sem Davíð seldi árið 1988. Ætli Kristján og félagar hafi ekki greitt um 1.400 milljónir króna á núvirði fyrir það sem þeir voru að selja fyrir 21.700 milljónir króna. Þeir högnuðust því um meira en 20 milljarða króna í gegnum klíkuskap. Það er kallað klíkuræði, óligarkismi, þar sem einkavinir valdhafa hagnast af að sölsa undir sig almannaeigur. Þetta er ástandið í Rússlandi og víða í Austur-Evrópu, en þetta ástand hefur varað í marga áratugi á Íslandi. Og dæmið sé líklega enn verra. Þegar Davíð Oddsson var borgarstjóri og bjargaði Ísbirninum frá gjaldþroti 1985, með því að sameina það fyrirtæki inn í Bæjarútgerð Reykjavíkur, yfirtók borgarsjóður miklar skuldir af fyrirtækinu, hátt í 1,5 milljarð króna á núvirði. Það mætti því halda því fram að Davíð borgarstjóri hafi selt hlut borgarbúa á nánast ekki neitt. Sama hlut og var seldur um daginn á 21,7 milljarð króna. Það mætti gera eitthvað fyrir þá upphæð. Eitthvað gáfulegra en að gefa Kristjáni Loftssyni og félögum. Ég efast um að borgarbúar myndi kjósa þá niðurstöðu í dag. Það má benda á að nota mætti 20 milljarða sem 20% stofnframlag til byggingar fjögur til fimm þúsund íbúða. Þótt við getum ekki endurheimt þessar eignir, né náð hagnaðinum af þeim sem sölsuðu þær undir sig, þá er alla vega betra að þekkja söguna. Hvernig eignir almennings voru færðar til örfárra á nýfrjálshyggjuárunum. Reykjavíkingar eiga rétt á að vita hvað varð um eigur þeirra. Bæjarútgerð Reykjavíkur var stofnuð eftir stríð til að tryggja sjómönnum og verkafólki í Reykjavík vinnu. Hún var rekin með sóma fram undir lok áttunda áratuginn, þegar hún lenti í vanda eins og flest útgerðarfyrirtæki landsins. Þrátt fyrir útfærslu landhelginnar dróst afli saman og offjárfesting sligaði útgerðina. Kvótakerfið var einmitt sett á til að draga úr fjárfestingum og minnka kostnað við veiðarnar. En áður en hagkvæmni kvótakerfisins náði að bæta rekstur bæjarútgerðanna voru þær seldar, ekki bara í Reykjavík heldur líka í Hafnarfirði, á Akureyri og víðar. Það voru því einkaaðilar, í flestum tilfellum innvígðir og innmúraðir sjálfstæðismenn, sem tóku inn hagnaðinn af kvótakerfinu. Almenningur, eigendur bæjarútgerðanna, fékk ekkert. Einkavæðing bæjarútgerðanna var ekkert síður blóðug en einkavæðing bankanna á sínum tíma. Það voru bæjarútgerðir og útgerðir samvinnuhreyfingarinnar sem komu fótunum undir Íslendinga eftir stríð. Þær voru stofnaðar til að tryggja fólki atvinnu. Í dag eru þessar almannaeigur og fyrrum félagslegar eignir komnar í hendur örfárra fjölskyldna sem veigra sér ekki við að loka fiskvinnslustöðvum og segja upp tugum og hundruðum starfsmanna ef þær halda að þær geti grætt á því. Einkavæðingin snýst því ekki aðeins um krónur og aura heldur líka um að fólk geti búið við öryggi og trausta afkomu.Höfundur er aðaltrúnaðarmaður hjá Ísal og frambjóðandi sósíalista í Reykjavík.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar