Hlustar þú? Þórhildur Ólafsdóttir skrifar 25. maí 2018 07:00 Styrjöldin í Jemen og þjáningar jemensku þjóðarinnar rata af og til í íslenskar fréttir. Þetta stríð er flókið, landið fjarlægt og fátækt og hagsmunir stórveldanna þar litlir. Það er líklega skýringin á því að þessum hörmungum hefur víðast hvar verið mætt með ótrúlegu tómlæti. Fyrir nokkrum árum bjó ég um skeið í Jemen þar sem ég vann með bandarískum hjálparsamtökum sem reyna að bæta menntun barna. Eins og margir Vesturlandabúar hafði ég mjög yfirborðslega sýn á þetta heimssvæði, hvorki þekkingin né skilningurinn risti djúpt. Liður í starfi mínu var að taka viðtöl við börn sem nutu aðstoðar hjálparsamtakanna. Eitt sinn heimsótti ég fjallahéraðið Taiz í þessum tilgangi. Börnin héldu áfram að vinna og sinna sínu meðan ég ræddi við þau, en öll vildu þau segja frá sjálfum sér, vonum sínum og þrám. Rétt eins og og öll börn alls staðar í heiminum hafa jemensku börnin vonir og þrár í ríkum mæli en óvíða útheimtir það jafn mikið erfiði að láta þær verða að veruleika og einmitt þar. Ég átti erfitt þennan dag. Og ég skammaðist mín fyrir það að þykja þetta erfitt því í samanburði við þessa barnungu viðmælendur mína hafði ég nákvæmlega ekkert til að kvarta yfir. Ólíkt mér gátu þau ekki farið neitt eða gert eitthvað annað. Þegar ég kom aftur á skrifstofuna um kvöldið brast stíflan og ég fékk, að ég held, snert af taugaáfalli. Líklega var það þó frekar forréttindaáfall, velmegunarsjokk Vesturlandabúans. Stuttu síðar flaug ég heim í öryggið. Í Jemen hófst borgarastyrjöld. Grátt bættist ofan á kolsvart. Ég hugsa reglulega til jemensku barnanna sem ég hitti þarna um árið. Sérstaklega núna þegar UNICEF hefur hafið neyðarsöfnun undir yfirskriftinni „Má ég segja þér soldið?“ Þar segja börnin í Jemen sína sögu, þau lýsa veruleika sínum, hörmungunum sem þau upplifa. Ég veit svo sannarlega hversu erfitt það er að hlusta. En við verðum. Það er hægt að lifa af forréttindaáfall og velmegunarsjokk. En það er tvísýnt hvort um 11 milljónir jemenskra barna lifa þetta stríð af. Til að styðja UNICEF sendið sms-ið Jemen í númerið 1900 og gefið 1.900 krónur í neyðaraðgerðir í landinu. Svo er Fatímusjóður Jóhönnu heitinnar Kristjónsdóttur einnig til hjálpar. Reikningsnúmer er 0512-04-250461 og kennitalan er 680808-0580. Íslensk stjórnvöld verða svo að þrýsta á og vinna með alþjóðasamfélaginu að friði. Það verður að stöðva ofbeldið gegn börnum í Jemen.Höfundur er meðlimur í Vinum Jemens Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mið-Austurlönd Mest lesið Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Sjá meira
Styrjöldin í Jemen og þjáningar jemensku þjóðarinnar rata af og til í íslenskar fréttir. Þetta stríð er flókið, landið fjarlægt og fátækt og hagsmunir stórveldanna þar litlir. Það er líklega skýringin á því að þessum hörmungum hefur víðast hvar verið mætt með ótrúlegu tómlæti. Fyrir nokkrum árum bjó ég um skeið í Jemen þar sem ég vann með bandarískum hjálparsamtökum sem reyna að bæta menntun barna. Eins og margir Vesturlandabúar hafði ég mjög yfirborðslega sýn á þetta heimssvæði, hvorki þekkingin né skilningurinn risti djúpt. Liður í starfi mínu var að taka viðtöl við börn sem nutu aðstoðar hjálparsamtakanna. Eitt sinn heimsótti ég fjallahéraðið Taiz í þessum tilgangi. Börnin héldu áfram að vinna og sinna sínu meðan ég ræddi við þau, en öll vildu þau segja frá sjálfum sér, vonum sínum og þrám. Rétt eins og og öll börn alls staðar í heiminum hafa jemensku börnin vonir og þrár í ríkum mæli en óvíða útheimtir það jafn mikið erfiði að láta þær verða að veruleika og einmitt þar. Ég átti erfitt þennan dag. Og ég skammaðist mín fyrir það að þykja þetta erfitt því í samanburði við þessa barnungu viðmælendur mína hafði ég nákvæmlega ekkert til að kvarta yfir. Ólíkt mér gátu þau ekki farið neitt eða gert eitthvað annað. Þegar ég kom aftur á skrifstofuna um kvöldið brast stíflan og ég fékk, að ég held, snert af taugaáfalli. Líklega var það þó frekar forréttindaáfall, velmegunarsjokk Vesturlandabúans. Stuttu síðar flaug ég heim í öryggið. Í Jemen hófst borgarastyrjöld. Grátt bættist ofan á kolsvart. Ég hugsa reglulega til jemensku barnanna sem ég hitti þarna um árið. Sérstaklega núna þegar UNICEF hefur hafið neyðarsöfnun undir yfirskriftinni „Má ég segja þér soldið?“ Þar segja börnin í Jemen sína sögu, þau lýsa veruleika sínum, hörmungunum sem þau upplifa. Ég veit svo sannarlega hversu erfitt það er að hlusta. En við verðum. Það er hægt að lifa af forréttindaáfall og velmegunarsjokk. En það er tvísýnt hvort um 11 milljónir jemenskra barna lifa þetta stríð af. Til að styðja UNICEF sendið sms-ið Jemen í númerið 1900 og gefið 1.900 krónur í neyðaraðgerðir í landinu. Svo er Fatímusjóður Jóhönnu heitinnar Kristjónsdóttur einnig til hjálpar. Reikningsnúmer er 0512-04-250461 og kennitalan er 680808-0580. Íslensk stjórnvöld verða svo að þrýsta á og vinna með alþjóðasamfélaginu að friði. Það verður að stöðva ofbeldið gegn börnum í Jemen.Höfundur er meðlimur í Vinum Jemens
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar