Brad Pitt hótaði Harvey Weinstein lífláti Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 24. maí 2018 22:30 Gwyneth Paltrow var 22 ára þegar Harvey Weinstein áreitti hana kynferðislega og hótaði henni. vísir/getty „Ef þú gerir eitthvað til að láta henni líða óþægilega aftur mun ég drepa þig.“ Þetta á leikarinn Brad Pitt að hafa sagt við Harwey Weinstein, kvikmyndaframleiðanda, eftir að þáverandi kærastan hans Gwyneth Paltrow, leikkona, sagði honum frá því að Weinstein áreitti hana kynferðislega. Paltrow þurfti þó ekki á aðstoð Pitts að halda því hún bauð Weinstein birginn þegar hann stakk upp á því að þau færu saman inn í herbergi í nudd. Þegar hún neitaði kynferðislegum umleitunum Weinsteins hótaði hann henni. Hann sagði að hún myndi ekki hljóta neinn framgang í starfi því hann hefði svo mikil áhrif innan kvikmyndaiðnaðarins. Á þessum tíma var Paltrow aðeins 22 ára gömul og ekki orðin eins fræg og hún er í dag. Henni þótti þó vænt um að Pitt hafi varið sig því hann hafi nýtt eigin völd og áhrif í Hollywood gegn Weinstein. Henni var verulega brugðið þegar Weinstein áreitti hana. Hún hafi alls ekki búist við þessu og var í miklu uppnámi yfir uppákomunni. Hún var líka hrædd um að Weinstein léti verða af hótunum sínum og að hún myndi ekki fá að leika framar. Á þessum tíma höfðu þau ráðgert að Paltrow léki í tveimur kvikmyndum Weinsteins og var aðstöðumunur þeirra því mikill. Paltrow var lengi mjög tvístígandi með það hvort hún ætti að opna sig um sína reynslu af kvikmyndaframleiðandanum. Það væri svo mikið í húfi fyrir hana. Hún hafi að lokum þurft að telja í sig kjark til að ræða við blaðamenn New York Times sem fjölluðu fyrstir fréttamiðla um Harvey Weinstein málið. MeToo Mál Harvey Weinstein Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Weinstein ætlar að gefa sig fram við lögreglu Samkvæmt heimildum New York Times verður Weinstein ákærður og handtekinn á morgun. 24. maí 2018 21:51 Eiginkona Harvey Weinstein opnar sig í fyrsta skipti eftir skilnaðinn Georgina Chapman, fyrrverandi eiginkona Harvey Weinstein og annar stofnenda tískuhússins Marchesa, hefur tjáð sig í fyrsta skiptið eftir ásakanirnar á hendur fyrrum eiginmanni hennar komu fram í október síðastliðnum. Hún segist hafa verið grunlaus um hegðun Weinstein. 10. maí 2018 17:26 Umfjöllun um Harvey Weinstein hlaut Pulitzer-verðlaunin Umfjöllunin leiddi til þess að Weinstein var útskúfaður úr kvikmyndabransanum en fjöldi kvenna steig fram og lýsti ýmist kynferðislegu áreiti eða ofbeldi Weinstein í þeirra garð. 16. apríl 2018 23:40 Mest lesið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Lífið Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Lífið Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið BRASA er nýr og glæsilegur veitingastaður í hjarta Kópavogs Lífið samstarf Fleiri fréttir Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sjá meira
„Ef þú gerir eitthvað til að láta henni líða óþægilega aftur mun ég drepa þig.“ Þetta á leikarinn Brad Pitt að hafa sagt við Harwey Weinstein, kvikmyndaframleiðanda, eftir að þáverandi kærastan hans Gwyneth Paltrow, leikkona, sagði honum frá því að Weinstein áreitti hana kynferðislega. Paltrow þurfti þó ekki á aðstoð Pitts að halda því hún bauð Weinstein birginn þegar hann stakk upp á því að þau færu saman inn í herbergi í nudd. Þegar hún neitaði kynferðislegum umleitunum Weinsteins hótaði hann henni. Hann sagði að hún myndi ekki hljóta neinn framgang í starfi því hann hefði svo mikil áhrif innan kvikmyndaiðnaðarins. Á þessum tíma var Paltrow aðeins 22 ára gömul og ekki orðin eins fræg og hún er í dag. Henni þótti þó vænt um að Pitt hafi varið sig því hann hafi nýtt eigin völd og áhrif í Hollywood gegn Weinstein. Henni var verulega brugðið þegar Weinstein áreitti hana. Hún hafi alls ekki búist við þessu og var í miklu uppnámi yfir uppákomunni. Hún var líka hrædd um að Weinstein léti verða af hótunum sínum og að hún myndi ekki fá að leika framar. Á þessum tíma höfðu þau ráðgert að Paltrow léki í tveimur kvikmyndum Weinsteins og var aðstöðumunur þeirra því mikill. Paltrow var lengi mjög tvístígandi með það hvort hún ætti að opna sig um sína reynslu af kvikmyndaframleiðandanum. Það væri svo mikið í húfi fyrir hana. Hún hafi að lokum þurft að telja í sig kjark til að ræða við blaðamenn New York Times sem fjölluðu fyrstir fréttamiðla um Harvey Weinstein málið.
MeToo Mál Harvey Weinstein Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Weinstein ætlar að gefa sig fram við lögreglu Samkvæmt heimildum New York Times verður Weinstein ákærður og handtekinn á morgun. 24. maí 2018 21:51 Eiginkona Harvey Weinstein opnar sig í fyrsta skipti eftir skilnaðinn Georgina Chapman, fyrrverandi eiginkona Harvey Weinstein og annar stofnenda tískuhússins Marchesa, hefur tjáð sig í fyrsta skiptið eftir ásakanirnar á hendur fyrrum eiginmanni hennar komu fram í október síðastliðnum. Hún segist hafa verið grunlaus um hegðun Weinstein. 10. maí 2018 17:26 Umfjöllun um Harvey Weinstein hlaut Pulitzer-verðlaunin Umfjöllunin leiddi til þess að Weinstein var útskúfaður úr kvikmyndabransanum en fjöldi kvenna steig fram og lýsti ýmist kynferðislegu áreiti eða ofbeldi Weinstein í þeirra garð. 16. apríl 2018 23:40 Mest lesið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Lífið Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Lífið Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið BRASA er nýr og glæsilegur veitingastaður í hjarta Kópavogs Lífið samstarf Fleiri fréttir Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sjá meira
Weinstein ætlar að gefa sig fram við lögreglu Samkvæmt heimildum New York Times verður Weinstein ákærður og handtekinn á morgun. 24. maí 2018 21:51
Eiginkona Harvey Weinstein opnar sig í fyrsta skipti eftir skilnaðinn Georgina Chapman, fyrrverandi eiginkona Harvey Weinstein og annar stofnenda tískuhússins Marchesa, hefur tjáð sig í fyrsta skiptið eftir ásakanirnar á hendur fyrrum eiginmanni hennar komu fram í október síðastliðnum. Hún segist hafa verið grunlaus um hegðun Weinstein. 10. maí 2018 17:26
Umfjöllun um Harvey Weinstein hlaut Pulitzer-verðlaunin Umfjöllunin leiddi til þess að Weinstein var útskúfaður úr kvikmyndabransanum en fjöldi kvenna steig fram og lýsti ýmist kynferðislegu áreiti eða ofbeldi Weinstein í þeirra garð. 16. apríl 2018 23:40