Gleðilegt sumar Davíð Þorláksson skrifar 23. maí 2018 07:00 Pimm‘s er drykkur sem er notaður í samnefndan vinsælan enskan sumarkokkteil sem mér og nokkrum vinum finnst ómissandi á þessum árstíma. Áfengisverslanir ríkisins selja hann ekki og því ákvað ég að kaupa nokkrar flöskur þar sem ég var staddur í London síðastliðinn sunnudag. Hver flaska kostaði 1.739 krónur. Ríkið leyfir mér bara að taka eina lítersflösku tollfrjálst til landsins, ef vínandi er meira en 21% af flöskunni, og því gaf ég mig fram við tollverði ríkisins á Keflavíkurflugvelli. Þeir innheimtu skilagjald, áfengisgjald og virðisaukaskatt, alls 4.104 krónur á flösku. Allir sem framleiða, selja og flytja Pimm‘s, og öll efnin sem fara í framleiðslu þess og flöskunnar sem það er í, taka því til sín 30% af verðmæti vörunnar á meðan íslenska ríkið, sem leggur ekkert af mörkum, tekur 70%. Í þessu tilfelli, að minnsta kosti, þjónar gjaldið heldur engum forvarnartilgangi. Enginn áfengissjúklingur myndi standa í því að fara til Englands til að kaupa Pimm‘s, skera niður jarðarber, gúrkur og appelsínur og merja mintulauf og blanda svo öllu saman í límonaði til að svala fíkn sinni. Þessi kaup eru gott dæmi um það hvernig ríkið er alltumlykjandi í lífi okkar. Það vill ráða því hvar, hvenær og hvernig almennar neysluvörur við kaupum og það vill taka af þeim 70% skatt. Mér er fyrirmunað að skilja af hverju það þarf að hafa meira vit fyrir okkur en öðrum þjóðum og taka af okkur hærri skatta. Þetta verður samt vel fyrirhafnarinnar virði ef sumarið skyldi koma einhvern tímann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Þorláksson Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Pimm‘s er drykkur sem er notaður í samnefndan vinsælan enskan sumarkokkteil sem mér og nokkrum vinum finnst ómissandi á þessum árstíma. Áfengisverslanir ríkisins selja hann ekki og því ákvað ég að kaupa nokkrar flöskur þar sem ég var staddur í London síðastliðinn sunnudag. Hver flaska kostaði 1.739 krónur. Ríkið leyfir mér bara að taka eina lítersflösku tollfrjálst til landsins, ef vínandi er meira en 21% af flöskunni, og því gaf ég mig fram við tollverði ríkisins á Keflavíkurflugvelli. Þeir innheimtu skilagjald, áfengisgjald og virðisaukaskatt, alls 4.104 krónur á flösku. Allir sem framleiða, selja og flytja Pimm‘s, og öll efnin sem fara í framleiðslu þess og flöskunnar sem það er í, taka því til sín 30% af verðmæti vörunnar á meðan íslenska ríkið, sem leggur ekkert af mörkum, tekur 70%. Í þessu tilfelli, að minnsta kosti, þjónar gjaldið heldur engum forvarnartilgangi. Enginn áfengissjúklingur myndi standa í því að fara til Englands til að kaupa Pimm‘s, skera niður jarðarber, gúrkur og appelsínur og merja mintulauf og blanda svo öllu saman í límonaði til að svala fíkn sinni. Þessi kaup eru gott dæmi um það hvernig ríkið er alltumlykjandi í lífi okkar. Það vill ráða því hvar, hvenær og hvernig almennar neysluvörur við kaupum og það vill taka af þeim 70% skatt. Mér er fyrirmunað að skilja af hverju það þarf að hafa meira vit fyrir okkur en öðrum þjóðum og taka af okkur hærri skatta. Þetta verður samt vel fyrirhafnarinnar virði ef sumarið skyldi koma einhvern tímann.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun